Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Page 43

Frjáls verslun - 01.01.1977, Page 43
toga, að íslendingar þekkja þar bæði sjálía sig og umtiverí'i sitt og njota í senn spaugsemi og aivörunnar, sem þar er að íinna. iNytt isienskt ieiKrn Æskuvmir eítir bvövu Jakobsdottur, sjonleikurinn um konuna, sem ekki er lengur húsráöanOi i sínu eigin husi, var írumsynt í haust undir leikstjórn tírietar ±ieö- msaottur og svo ui samtímis var írumsýnt 1 /\usturbæjarbíoi, útibúsleiksviði Leikielags Reykjavikur gamanleikurinn Kjarnorka og kvenhylli eftir Agnar Þórðarson, og rennur allur ágóði af þeim f jöruga ádeiluleik tii húsbygginga- sjóðs Leikfélags Reykjavíkur. Leikstjóri er big- riður Hagalín. Fyrir utan íslensku verkin er gamanseminni haldið á lofti i Iðnó í léttum skopleik, Stórlöx- um, eftir ungverska ieikskáldið Ferenc Molnár. Þar eru einka- og athafnalíf stórvirkra banka- stjóra höfð að yrkisefni. Leikstjóri er Jón Hjart- arson. Um miðjan janúar hófust æfingar á enn tveim íslenskum leikritum. Það eru Straumrof eftir Halldór Laxness og nýr gamanleikur eftir Kjart- an Ragnarsson. Halldór Laxness skrifaði Straum- rof árið 1934. Var það fyrsta leikritið sem hann skrifaði og hefur ekki sést á sviði síðan og verið ófáanlegt á prenti um árabil. Straumrof verður frumsýnt í Iðnó á sama tíma og Helgafell gefur leikinn út í nýrri útgáfu. Brynja Benediktsdóttir leikstýrir Straumrofi. Vorgaman leikhússins verðui- síðan gaman- leikurinn eftir Kjartan Ragnarsson og nefnist leikritið Blessað barnalán. Þar segir frá spaugi- legum atburðum í stórri fjölskyldu austur á fjörðum. Höfundurinn er sjálfur leikstjóri að verkinu. • Þjóðleikhúsið Verkefni Þjóðleikhússins á útmánuðum eru margvísleg. Fjögur leikrit verða sýnd á stóra sviðinu, þar af eitt barnaleikrit og ennfremur listdanssýning. Á litla sviðinu eru tvö leikrit í gangi. Sólarferð er nýtt leikrit eftir Guðmund Steins- son, sem hlotið hefur mikla aðsókn. Leikritið lýsir á gamansaman hátt ferðalagi tveggja hjóna suður í lönd að sóla sig. Með aðalhlutverkin fara Þóra Friðriksdóttir og Róbert Arnfinnsson, en leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir. Sólarferð var frumsýnd 18. september á síðasta ári. Hið gamalkunna þjóðlega leikrit Gullna hliðið er nú sýnt í þriðja sinn á stóra sviði Þjóðleik- hússins og í nýjum búningi. Leikrit þetta var frumsýnt á annan jóladag. Leikstjóri er Sveinn Einarsson, en Guðrún Stephensen leikur kerl- ingu að þessu sinni, Helgi Skúlason Jón bónda og Erlingur Gíslason leikur óvininn. Thorbjörn Egner hefur verið mjög vinsæll Úr sýningu á Gullna hliði Þjóðleikhússins. bai’naleikritahöfundur og nú eru hafnar sýning- ar á leikriti hans Dýrin í Hálsaskógi, en það var sýnit hér í fyrsta skipti fyrir fjórtán árum. Hér hitta börnin aftur Mikka ref, sem Bessi Bjarna- son leikur og Lilla klifurmús, sem leikin er af Árna Tryggvasyni. Mörg börn hafa kynnst þess- um persónum á hljómplötu með lögum úr leik- ritinu. Frumsýning var 15. jánúar, en leikstjóri er Klemenz Jónsson. Atriði úr þekktum sígildum ballettum og ný dansatriði, m.a. úr Svanavatninu og Gosbrunnin- um á Bakhtsjisaræ og Les Sylphides eftir Fokin eru nú flutt í heild sinni. Hinn nýi ballettmeist,- ari Þjóðleikhússins stjórnar sýningunni. í henni taka þátt íslenski dansflokkurinn og nemendur Listdansskóla Þjóðleikhússins. Gestur á þessum sýningum er Per Arthur Segerström frá Stokk- hólmsóperunni. Fyrsta sýning var í byrjun des- ember á síðasta ári. 2. mars verður frumsýnt leikritið Lér konung- ur, en þetta stórbrotna leikrit Shakespeares hef* ur aldrei verið flutt áður hér á landi. Þýðingin er eftir Helga Hálfdánarson, en leikstjóri og leikmyndateiknari eru breskir, Hóvhannes I. Pilikian og Ralph Koltai, báðir frægir menn í heimalandi sínu. Rúrik Haraldsson fer með hlutverk Lér konungs og Baldvin Halldórsson leikur fíflið. Á litla sviðinu er verið að sýna Nótt ástmeyj- anna, en það er sænskt nútímaleikrit, sem fer sigurför um mörg lönd um þessar mundir. Aðal- pei-sónurnar eru leikskáldið August Strindberg og Siri von Essen kona hans. Iæikurinn gerist á leikæfingu í Kaupmannahöfn. Erlingur Gíslason og Helga Bachmann leika þessi hlutverk í leik- stjórn Helga Skúlasonar. Nótt ástmeyjanna var frumsýnd í októberlok á síðasta ári. Meistarinn er nýtt leikrit eftir Odd Björnsson, einn mikilvirkasta leikritahöfund okkar. Rób- ert Arnfinnsson fer með aðalhlutverkið í leik- stjórn Benedikts Árnasonar. Leikritið var frum- sýnt 16. janúar sl. FV i 77 43

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.