Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Page 45

Frjáls verslun - 01.01.1977, Page 45
• Sinfóntuhljómsveifin Sinfóníuiiljómsveit íslands, sem stofnuð var árið 1950 hefur niú hafið sitt 27 starfsár. Eins og á undanförnum ái'um mun Sinfóníuhljómsveitin sinna margvíslegum verkefnum á starfsárinu, auk sextán reglulegra áskriftartónleika. Um 60 manns leika með hljómsveitinni, en auk þess munu ýmsir hljómlistarmenn, og stjórnendur koma fram með hljómsveitinni í vetur. Stjórn- endur Sinfóníuhljómsveitar íslands eru þeir Páll P. Pálsson og Karsten Andersen, en fram- kvæmdastjóri er Sigurður Björnsson,, óperu- söngvari. 10. febrúar hefst síðara misseri í hljómleika- haldi Sinfóníuhljómsveitarinnar. Á efnisskrá er Völuspá eftir Jón Þórarinsson og trompetkonsert og sinfónía nr. 2. eftir Beethoven. Einleikari með hljómsveitinni verður Lárus Sveinsson, tro,mpet- leikari, stjórnandi verður Karsten Ande.rsen. Á hljómleikunum 24. febrúar stjórnar Frakk- inn J.P. Jacquillat hljómsveitinni, en einleikari Reglulegir tónleikar Sinfóníuhljómsveitarinnar fara fram í Háskólabíói. er Jónas Ingimundarson. Á efnisskrá er Carna- val Romain eftir Berlioz, Píanókonsert nr. 2 eftir Saint-Saens og Sinfónía í d-moll eftir Franck. J.P. Jacquillat stjórnar einnig hljómsveitinni á hljómleikunum 10. mars, en þá er einleikari með hljómsveitinni ítalski fiðluleikarinn Pina Camirelli. Leikin verður sinfónía n,r. 40 í g-moll eftir Mozart, fiðlukonsert eftir Sjostakovitsj og Eldfuglinn eftir Stravinsky. A hljómleikum 24. mars verður flutt nýtt verk eftir Pál P. Pálsson, en hann stjórnar einnig hljómsveitinni á þessum hljómleikum. Ennfrem- ur verða fluttir flautukonsertar eftir Quantz og Rivier og Sinfónía nr. 8 eftir Beethoven. Manu- ela Wiesler flautuleikari, sem er austurísk verð- ur einleikari með hljómsveitinni á hljómleikun- um. Bandaríkjamaðurinn Samuel Jones stjórnar hljómsveitinni á hljómleikunum 21. apríl, en einleikari með hljómsveitinni verður breski pí- anóleikarinn John Lill. Þá verður á efnisskrá nýtt verk eftir Þorkel Sigurbjö.rnsson og enn- fremui' verk eftir Samuel Jones, Beethoven og Borodin. Tveir síðustu hljómleikarnir á þessu misseri verða 5. og 19. maí. 5. maí er stjórnandi Hubert Soudant frá Hollandi en einleikari verður Erling Blöndal Bengtson og 19. maí stjómar Karsten Andersen en einsöngvari með hljómsveitinni verður Peter Peai's frá Bretlandi. Fyrirhugað er að halda tónleika úti á landi m.a. þetta misseri á Laugarvatni, og ennfremur verða haldnir f jölskyldutónleikar, skólatónleikar, barnatónleikar og hljóðritaðir verða niokkrir tón- leikar hljómsveitarinnar til flutnings í útvarpi. Fl • Kjarvalsstaðir Margar áhugaverðar sýningar og menningar- viðburðir verða að Kjarvalsstöðum í vetur og vor. Stærsta sýningin, sem haldin verður er sýn- ing á norrænni vefjalist, sem hófst 29. janúar og stendur til 22 febrúar. Sýning þessi hefur verið á öllum Norðurlöndunum og vefarar frá öllum Norðurlöndunum, nerna Færeyjum eiga verk á sýninigunni, þar af 6 íslenskar konur. Á þessari sýningu á norrænni vefjalist verða um 116 verk og í tengslum við hana verða haldn- ir fyrirlestrar og einnig leiðbeina vefararnir sýn- inigargestum um sýninguna. Dagana 23. febrúan—15. mars heldur Hringur Jóhannesson, listmálari einkasýningu á olíumál- verkum og teikningum, og 16. mars—5. apríl heldui' Baltasar listmálari einkasýningu á mál- verkum og teikningum. Frá 7.—26. apríl n.k. halda Haukur Dór og Þorbjörg Höskuldsdóttir saman málverkasýn- ingu og dagana 27. apríl—10. maí verða haldn- ar tvær sýningar á verkum listmálaranna Jónas- ar Guðmundssonar og Ómars Skúlasonar. 11. FV 1 77 45

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.