Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 48

Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 48
• Hótel Loftleiðir Margir veislu- og fundarsalir eru á Hótel Loftleiðum, en þar eru nú hverja helgi haldnar árshátíðir, auk þess sem mikið er þar um fund- artiöld og ráðstefnur, bæði innlendar og erlendar. Á hótelinu er einnig fjölbreytt þjónusta s.s. sundlaug, gufubað, verslun, snyrtistofa og hár- greiðslustofa. Víkingasalur er stærsti salur hótelsins, en hann er eingöngu leigður út til veisluhalda. Þar rúmast 200 manns í mat. Krystalssalur tekur 150 manns, en hann er leigður út til ráðstefnu og fundarhalda svo og veisluhalda. Leifsbúð er leigð út til fundarhalda og veislu- halds, en þar er unnt að hafa 70 manns í mat. Einnig er hægt að skipta Leifsbúð í tvo minni sali. í stjórnarherberginu, sem einkum er leigt út til fundarhalda og einkasamkvæma rúmast 25 manns í mat og í kvikmyndaherberginu geta um 100 manns setið. Blómasalurinn er opinn á veturna frá kl. 12— 14.30 og 19—22.30. Hann er opinn almenningi jafnt sem hótelgestum. Blómasalur rúmar um 130 manns, og þar eru á boðstólum 1. flokks veiting- ar, auk þess sem í hverju hádegi er kalt borð. VERZLUN JÓNASAR MAGNÚSS0NAR Hafnarstræti 11, Isafirði. Sími 94-3225. Verzlum með: • MATVÖRUR • HREINLÆTISVÖRUR • SNYRTIVÖRUR • ÖL, TÓBAK, SÆLGÆTI o. fl. Einnig er sérstakur barnamatseðill með hæfileg- um skammti af mat við hæfi barnanna s.s. heit- um samlokum, hamborgurum, kjúklingum og fiskhamborgurum. Nú í vetur býður Hótel Loftleiðir sérstakan afslátt á gistingu fyrir landsmenn. i Hótel Esja Þrír veislu- og fundarsalir eru á Hótel Esju við Suðurlandsbraut. Sameina má þá í einn 150 manna sal, og nú meðan tími árshátíðanna stend- ur yfir er þar ýmislegt um að vera um hverja helgi. Á Hótel Esju halda ýmis fyrirtæki og fé- lagasamtök árshátíðir sínar. Einnig halda ýmis félög reglulega fundi í fundarsölum hótelsins. Á 2. hæðinni er einnig bar. Nú er verið að innrétta á 9. hæðinni stóran sal með bar. Kaffiterían Esjuberg rúmar um 250 manns í sæti, en þessi kaffitería hefur átt mikl- um vinsældum að fagna m.a. vegna þess að stað- urinn hefur vínveitingaleyfi. Á Esjubergi má velja mjög fjölbreytta rétti, bæði sérrétti og rétt dagsins á hóflegu verði. Hótel Esja rúmar um 270 hótelgesti og í vetur veitir hótelið sérstakan afslátt á gistingu fyrir landsmenn. TRÉSMÍÐAVERKSTÆÐI DANÍELS KRISTJÁNSSONAR Árnagötu 2, Isafirði. Sími 94-3130. Önnumst alla almenna trésmíða- vinnu, svo sem: • HURÐIR • GLUGGAR • INNRÉTTINGAR o .fl. Einnig húsbyggingar. 48 FV 1 77

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.