Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 50

Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 50
SamtíðarmaAur Páll Friðbertsson, forstjóri á Suðureyri: „Gerum ráð fyrir að skila þjóðar- búinu milljarði í gjaldeyri á þessu ári” Páll Friðbertsson hefur stundað útgerð og vinnslu sjávarafla í 40 ár. Ásamt Óskari Kristjánssyni er hann nú aðaleigandi Fiskiðjunnar Freyju sem var eitt af fyrstu fyrirtækjum hérlendis sem bjó frystihús sitt í samræmi við ströngustu reglur um hollustuhætti. Gegnir Páll stöðu forstjóra fiskiðjunnar en Óskar er skrifstofustjóri og forstjóri útgerðarfélags sem er dótturfyrirtæki Freyju. I þessu samtali er vikið að ýmsum þáttum í starf semi fiskiðjunnar á Suðureyri. F.V.: — Nú fæst hæsta verð f.vrir fisk á Iiandaríkjamarkaði og eftirspurn er mikil. Telur þú að við verðum færir um að afla alls þess fisks sem beðið er unj á mörkuðum okkar erlendis? Páll: — Okkar frystihús hef- ur ekki fengið nægilegt hrá- efni síðastliðið á,r og ég held að eftirspurnin sé meiri núna en við getum framleitt yfirleitt. Framleiðslan hjá okkur í fyrra var 2090 tonn af flökum og þar af fóru yfir 90% á Bandaríkja- markaðinn. F.V.: — Hvaða skipakostur á Suðureyri er það, sem aflar þessa hráefnis? Páll: — Það eru þrír vetrar- bátar, 200—250 tonn á stærð, togarinn Trausti og svo um 15 trillur. Til viðbótar afla þess- ara skipa höfum við fengið ör- lítið af fiski frá öðrum stöðum til vinnslu, og þá aðallega frá Flateyri. F.V.: — Þið gerið út báta auk þess að vera með fisk- vinnsluna? Páll: — Já, það er systurfé- lag fiskiðjunar, sem gerir út stærstu bátana og togarann, sem var keyptur frá Noregi. Nú eigum við annan togara í smíð- um hjá Stálvík og þegar hann kemur í gagnið verður Trausti seldur. F.V.: — Hver hefur reynsl- a,n verið af togaraútgerðinni? Páll: — Togaraútgerðin hef- ur gengið mjög vel á Vest- fjö.rðunum almennt talað og verið atvinnulífi í byggðarlög- 50 PV 1 77

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.