Frjáls verslun - 01.01.1977, Blaðsíða 57
Á skrifstofunni, Marías Þórðarson, Gunnar Pálsson og Óskar
Kristjánsson annar aðaleigandi Freyju og skrifstofustjóri.
Páll: — Fyrir nokkrum ár-
um var þar rækju- og skelfisk-
vinnsla en ekki lengur. Við er-
um 'hins vegar með skreiðar-
verkun, sem þó er ekki mikil,
og eins rekum við beinamjöls-
verksmiðju.
F.V.: — Hvernig er samstarfi
ykkar við SH háttað að öðru
leyti?
Páll: — Það er fyrst og
fremst á sviði gæðaeftirlitsins.
Yfirleitt kemur maður frá S'H
innan tíu daga frá því að varan
er framleidd til þess að skoða
hana og jafnvel oftar á sumrin.
Þá er tekinn upp fiskur, sem
kominn er í frystigeymslurnar,
og hann skoðaður rækilega.
Þetta eftirlit er háð ströng-
um reglum og allar niðurstöð-
ur, 'hvort sem þær eru góðar
eða illar eru nákvæmlega toók-
færðar. Ef í ljós kemur að t.d.
ormamagn sé óeðlilega mikið í
sýnishorni frá einum ákveðn-
um degi, ef framleiðslan allan
þann dag skoðuð kyrfilega. Það
er ómetanlegt fyrir þessa fram-
leiðslu, starfið sem Sölumið-
stöðin innir af hendi.
F.V.: — Ormar og bein í fiski
eru stöðugt vandamál hjá
frystiiðnaðinum. Hvernig er
hægt að vinna bug á því?
Páll: — Eina ráðið er að auka
eftirlit innan hússins. Það eru
alltaf tvær og þrjár stúlkur að
vinna við það hjá okkur. Viss
hluti framleiðslu dagsins fe,r
alltaf í gegnumlýsingu hjá þeim
en komi það fyrir að ormar eða
bein fari út með fiskinum fáum
við strax kvartanir frá Cold-
water sem hefur fengið fþær frá
sínum viðskiptavinum, og bein-
in eru send til ofckar í poka
fljótlega aftur. Þetta er þörf
viðvörun og með aukinni
fræðslu gagnvart starfsfólkinu
og enn hertu eftirliti held ég
að við getum sigrazt á þessu
vandamáli.
F.V.: — Hverjum augum lít-
ið þið útgerðar- og vinnsluaðil-
ar á Vestfjörðum til framtíðar-
innar varðandi öflun hráefnis
úr sjónum?
Páll: — Við horfum bara
björtum augum á það. Aflinn á
Vestfjörðum hefur verið góður
undanfarin ár síðan skuttogar-
arnir komu og framleiðsla
hvers húss hefur alltaf verið að
aukast, sérstaklega í norður-
hlutanum. Á ísafirði og Bolung-
arvík er flakaframleiðslan hjá
húsunum t.d. komin yfir 3000
tonn á ári að ég hygg.
F.V.: — Hver er afstaða sjó-
manna og forstöðumanna
vinnslufyrirtækjanna til auk-
innar fiskverndar?
Páll: — Almennt held ég að
sjómenntrnir og aðrir, sem ná-
lægt sjávarútvegi koma séu
mjög ánægðir með þær friðun-
arreglur sem settar 'hafa verið
og vilji virða þær. Aflinn á
Vestfjörðum 'hefur verið mjög
svipaður síðastliðin 10—15 ár á
línubátunum en aflamagnið
jókst náttúrulega með tilkomu
skuttogaranna. Hugmyndir um
að draga almennt úr sókn í
þorskstofninn hafa lítið verið
ræddar hjá vestfirzkum sjó-
mönnum.
F.V.: — Er erfitt að stunda
rekstur fyrirtækis á stað eins
og Súgandafirði með tilliti til
samgangna og viðskipta, sem
þið þurfið að eiga við aðila ann-
ars staðar? Finnið þið til ein-
angrunar?
Páll: — Þetta hefur mikið
batnað með tilkomu flugvallar
i Súgandafirði. Samgöngurnar
við Reykjavík má segja að séu
þolanlegar en mættu vera betri,
sérstak'lega á veturna. Okkur
finnst að vegakerfið mætti vera
betur upp byggt, vegiynir séu
ekki nógu upphlaðnir til þess
að hægt sé að 'hafa þá lengur
opna á vetrum ef flytja þarf
'hráefni á milli staða. Eins
finnst okkur að við höfum ver-
ið afskiptir með snjómokstur
miðað við marga aðra staði.
Það er ekki þar með verið að
leggja til að snjó sé rutt um
miðjan vetur 'heldur beri að
halda veginum eins lengi opn-
um á haustin og fram á vetur-
inn og framast er unnt.
F.V.: — Hvað skilar Fiskiðj-
an Freyja þjóðarbúinu í gjald-
eyristekjum?
Páll: — í fyrra voru það um
720 milljónir en við gerum ráð
fyrir að á þessu ári geti upp-
hæðin farið yfir einn milljarð.
Þá reiknum við að sjálfsögðu
með auknu hráefni þegar tog-
arinn nýi verður kominn í
gagnið en það er gert ráð fyrir
að við fáum hann í apríl. Við
gerum ráð fyrir að halda línu-
bátaútgerðinni áfram þó að nýi
togarinn hefji veiðar, því að
línubátarnir eru algjörlega ó-
missandi.
F.V.: — Nú er skuttogarinn
smíðaður hjá Stálvík. Var til-
boða leitað víðar?
Páll: — Já, við gerðum líka
verðkannanir hjá S'lippstöðinni
á Akureyri og eins frá skipa-
smíðastöð í Noregi. Verðið hjá
innlendu stöðvunum var mjög
líkt en ég 'hugsa að Noregur
FV 1 77
57