Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 69
G. E. Sæmundsson:
*
Islenska
málningin
stenst
samanburð
Sigurður Guðmundsson ásamt sonum sínum Magnúsi, Guðmundi
og Kristjáni.
um miðjan október og reiknað
með að kvótanum sé náð í lok
marz, enda komin þúsund tonn
á land um áramót. Þetta er
vegna verndunarsjónarmiða og
er stefnt að því að ekki komi að
landi minni rækja en svo að
300 stykki séu í kílóinu. Við
megum veiða 15,5% af kvótan-
um 360—370 tonn og gerum við
út einn bát en kaupum rækju
af fjórum öðrum bátum. Astæð-
an fyrir því að við kaupum ekki
rækju af fleiri bátum er sú að
þetta aflamagn jafnist sem best
niður á bátana þannig að allir
beri eitthvað úr býtum. Aðal-
markaðssvæðið eru Norður-
löndin, þar af er Svíþjóð stærst.
Um erfiðleika í rækjufram-
leiðslunni er það að segja að ís-
land er ekki lengur stór fram-
leiðsluaðili. Aflinn hefur ekki
endilega minnkað, 'heldur hafa
komið ný lönd inn á markaðinn
sem veiða miklu meira magn.
Samt er þróunin upp á við.
VERKA SALTFISK OG
SKREIÐ
— Fyrir tveim árum byggð-
um við skemmu og byrjuðum
að verka fisk í salt og skreið.
Aðalástæðan var sú að rækju-
tímabilið var alltaf að styttast
og við sáum fram á að brúa
þurfti 6-—7 mánuði af árinu. Þá
voru einnig miklir erfiðleikar
hjá bátunum að iosna við fisk
í frystihúsin. 8 handfærabátar
leggja upp hjá okkur fisk á
sumrin. Aðalvandamálin sem
fylgja þessari fiskvinnslu eru
að fiskurinn er smár og saltfisk-
útflutningurinn liggur niðri á
þessum tíma svo við verðum að
liggja með fiskinn allt sumarið.
Erfiðleikarnir við skreiðarfram-
leiðsluna eru að ekki er hægt að
hengja upp nema á vorin og
haustin vegna maðks. Þá fer
sá fiskur í frystingu og er
fluttur á Rússlandsmarkað og
stendur hann ekki undir fram-
leiðslukostnaði.
FRAMLEIÐIR SMJÖRLÍKI
FYRIR VESTFIRÐINGA
f fyrra keyptum við Smjör-
líkisgerð fsafjavðar en hún var
stofnsett 1925 Nú erum við að
flytja vélarnar í okkar eigið
húsnæði hér á Hnífsdal en þær
voru áður í leiguhúsnæði á fsa-
firði. Smjörlíkisgerðin á í vök
að verjast vegna samkeppni.
Framleiðslan ber heitið
Stjörnusmjörlíki og er ráðandi
á markaðnum hér fyrir vestan,
en vantar að komast inn á
markað annars staðar á land-
inu, en þar skortir verulega að
framleiðslan sé kynnt.
Árið 1920 hóf Guðmundur E.
Sæmundsson málarameistari á
ísafirði rekstur smásöluverzl-
unar með málningarvörur og
veggfóður, auk þess sem hann
starfaði að iðninni. Þá var allt
flutt inn frá Danmörku og
Þýskalandi, en eftir að íslensku
málningarverksmiðjurnar tóku
til starfa hefur fyrirtækið mest
verið með íslensku framleiðsl-
una.
Kom þetta fram í stuttu rabbi
um starfsemi fyrirtækisins, þeg-
ar blaðamaður FV hitti eigend-
urna, syni Guðmundar, þá
Kjartan, Níels, Sigurð og Sæ-
mund. Þeir starfa allir við
reksturinn, enda allir fetað í
fótspor föðurins sem málara-
meistarar.
MIKLAR FRAMFARIR f
MÁLNINGARIÐNAÐINUM
Sæmundur sagði að gerbi’eyt-
ing hefði orðið í málningariðn-
aðinum, með tilkomu plast-
málningarinnar. Elstu bræðurn-
ir Kjartan og Níels muna þá
tíð þegar málarar urðu að búa
til alla málningu úr dufti og
hræra hana út sjálfir. í dag hef-
ur þróunin orðið gífurleg og fer
litablöndunin að mestu fram í
vélum, sem leiðir af sér meiri
þægindi og mun fjölbreyttara
litaúrval ásamt hraðari þjón-
ustu.
Þegar þeir bræður voru
spurðir um gæði íslenskrar
málningar samanborið við þá
dönsku sem þeir flytja inn,
sögðu þeir, að sú íslenska
reyndist mjög vel að þeirra
mati.
— Við erum með prufur á
'húsinu Aðalstræti 17 þar sem
verzlunin er til húsa, frá þrem
íslenskum aðilum og einum
dönskum svo við tölum af raun-
hæfri reynslu.
FV 1 77
69