Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Page 71

Frjáls verslun - 01.01.1977, Page 71
Kaupfélag Önfirðinga IUjólkurskortur, þegar ófært er frá Reykjavík eða Akureyri Kaupfélagið rekur Karðfiskverkun og voru tæp 14 tonn seld suður ■ fyrra Cyifi SLÍ Traustason kaupfélags stjóri á Flateyri. Kaupfélag Önfirðinga á Flat- eyri var stofnað 1918 og verður því 60 ára á næsta ári. Gylfi Traustason kaupfélagss'tjóri tók við stjórn þess fyrir tæpu ári, en hann hafði starfað á skrif- stofunni í 11 ár áður. Þegar blaðamaður FV var á ferð á Vestfjörðum ræddi hann við Gylfa um rekstur félagsins ftg horfur í byggðarlaginu. Gylfi sagði að verzlunin væri stærsti þáttur rekstursins, en einnig ræki kaupfélagið harð- fiskverkun og sláturhús á haustin. Kaupfélagið var með útgerð í um 16 ár en hún var lögð niður 1971. 5700 FJÁR SLÁTRAÐ SL. HAUST — Við erum með alla þjón- ustu við bændur hér og það segir til sín sem fer til búanna enda allt orðið dýrt sem þeir þurfa. Hér var slátrað um 5700 fjár í haust og hefur sú tala haldist mjög svipuð undanfarin ár. Sauðfjárrækt hefur verið meiri hér í sveitinni en kúabú- skapur, enda mi'klum erfiðleik- um háð að 'koma mjólkinni frá bændum. Fyrir bændurna yst í firðinum er það ógerlegt á vetr- um vegna ófærðar, enda kemur þriðjungur fjárins sem slátrað er þaðan. Þessir bændur verða að ikoma sjóleiðina til að verzla hér á Flateyri. f haust var heildarþungi 84,6 tonn af dilkum og fullorðnu fé. Við höfum frystigeymslur hér fyrir 40 tonn, en við þurftum að senda suður í sláturtíðinni 33,8 tonn, afgangurinn fer suð- ur næsta sumar en við seljum um 15 tonn á ári á þessu mark- aðssvæði. Við höfum enga kjöt- vinnslu á staðnum enda enginn grundvöllur fyrir því vegna smæðar. Allar fullunnar kjöt- vörur eru fluttar hingað með skipum að sunnan eða frá Ak- ureyri, og fáum við mjög góða þjónustu hjá Afurðasölu SÍS i því sambandi. BORIÐ Á MJÓLKURSKORTI — Mjólkurframleiðslan er heldur á uppleið, þar sem lána- fyrirgreiðslur eru batnandi við uppbyggingu kúabúa. Þá á að flytja mjólkina frá bændum en þeir hafa orðið að skila henni sjálfir á bryggju þar sem Djúpbáturinn tekur við henni og flytur til ísafjarðar. Vonandi er að þetta lagist, þar sem hér hefur verið mjólkurskortur þrjú undanfarin ár þegar ófært er frá Akureyri eða Reykjavik. Mjólkurstöðin á ísafirði fær eteki næga mjólk af svæðinu til að anna öllum kauptúnunum, þó að öll mjólkin sem kemur til Þingeyrar sé flutt með Flug- félaginu frá Reykjavík. UNNIÐ ÚR 175 TONNUM AF FISKI SL. ÁR — Við harðfiskverkunina vinna fjórir en hráefnið fáum við hjá frystiíhúsinu Hjálmi og er það mest af tog- aranum Gylli. Byrjað var 1956 á þessari verkun og var allur fiskur þurrkaður úti þar til fyrir fjórum árum að byggðir voru sérstakir þurrkklefar. Öll framleiðslan er send suður til Reykjavíkur til Vestfirsku Iharð- fisksölunnar sem fullvinnur hráefnið og dreifir því í verzl- anir. Á síðasta ári var unnið úr 175 tonnum af fiski og úr því kemur tæp 14 tonn af harð- fiski þannig að nýtingin er 8%. Söluverðmætið er um 15 millj- ónir til okkar. VELTA KAUPFÉLAGSINS 180 MILLJÓNIR — Við erum með afgreiðslu fyrir Flugfélagið Vængi, Ríkis- skip, Sambandsskipin og Djúpbátinn, og erum vel settir með lagerhúsnæði til að sjá um það. Vængir hafa þjónað okkur mjög vel og halda uppi reglu- legum ferðum þegar fært er, en skipaferðir mættu vera tíðari hjá Ríkisskip. Það eru ekki nema tvær ferðir í mánuði og verðum við að taka inn meira af vörum í einu, sém heldur veltunni niðri, en það eru jú allir að keppast við að halda henni uppi eða auka. FV 1 77 71

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.