Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Page 75

Frjáls verslun - 01.01.1977, Page 75
Fákur hf.: Annast vöru- og farþega- flutninga á sunnanverðum Vestfjörðum Fyrirtækið veitir ferðafólki skyndiviðgerðarþjónustu við bíla Fákur, Tálknafirði. Sævar, Einar og Herbert við bílana. Á flugvellinum á Patrcks- firfti kemst ferðalangurinn fyrst í kynni vift Fák hf. á Tálkna- firði. Eigendur Fáks hf., þeir Herbert Guðmundsson, Sævar Herbertsson og Einar Ármanns- son, sjá nefnilega um alla far- þega- og vöruflutninga frá flug- vellinum til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals. Að sögn Herberts byrjaði hann 1968 á flutningum fyrir FÍ til Tálknafjarðar. Þá var mikill losarab.ragur á öllum flutningum á þessu svæði og var einn bílstjóri fyrir hvern stað. Tveim árum seinna tók hann hins vegar við öllum þessum flutningum, þegar hinir bílstjórarnir hættu. — Um það leyti keypti ég 37 manna rútu og kom Sævar þá inn sem bílstjóri. Ári seinna bætti ég við mig vöruflutninga- bíl og 1972 er hlutafélagið stofnað og er því 5 ára í ár, sagði Herbert. EINA VIÐGERÐARÞJÓN- USTA Á LANGRI LEIÐ — 1974 byggjum við 300 m2 stálgrindarhús fyrir bílavið- gerðir og aðra þjónustu svo sem hjólbarðaviðgerðir og smurn- ingu og fleira. Annars var til- gangurinn sá að byggja yfir viðgerðir á eigin bílum því það er alveg vonlaust að ætla að halda úti svona fyrirtæki með aðkeyptri viðgerðarþjónustu. Þetta er eina fyrirtækið sem veitir ferðafólki skyndiviðgerð- arþjónustu á svæðinu sunnan frá Búðardal og vestur á fsa- fjörð en það eru rúmir 200 km á hvorn veg. Einn versti erfið- leiki, sem svona smáverkstæði á við að etja, er varahlutalager- inn, sem við þurfum að kaupa inn. Það liggur gífurlegur pen- ingur í honum og umboðin veita ilítinn lánsfrest. Við fáurn ekki að leggja á nema 16%, sem dugar ekki fyrir vöxtum, ef við þurfum að liggja lengi með hlutina. Það er náttúru- lega engin þjónusta að ætla að panta hlutina jafnóðum og þarf á þeim að halda, því þar spila samgöngurnar inn í. Það kæmi sér illa fyrir ferðafólk ef það bvrfti að bíða upp í 4 daga eftir smáhlut. Þá má bæta því við að við gerum nú út 10 manna bíl sem einkum er ætlaður til leigu- aksturs og í minni flutninga þar sem stóru bílarnir eru ó- 'hentugir. BYRJUÐU MALARNÁM f FYRRA Að lokum sagði Herbert að þeir félagar fengjust við fleira en flutningana. Vegna gífur- legs skorts á byggingarefni á Patreksfirði hefðu þeir byrjað á malarnámi síðastliðið sumar í tilraunaskyni. — Við fengum Sandey II tvisvar sinnum og dældi hún á land 6 þúsund tonnum af sandi. Efnið reyndist gott samkvæmt niðurstöðum á prófunum hjá Rannsóknarstofnun Byggingar- iðnaðarins. Við eigum nægar birgðir fyrir næsta sumar en það sem okkur vanhagar um er hörpun, sem flokkar efnið í grófleikaeiningar og er það ekki o.rðið 1. flokks fyrr. Þá er annað vandamál sem mjög er brýnt að leyst verði í vetur en það er aðstaðan til losunar dæluskipsins. Þetta kostar allt mikla peninga og liggja þeir ekki svo glatt á lausu. FV 1 77 75

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.