Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Síða 75

Frjáls verslun - 01.01.1977, Síða 75
Fákur hf.: Annast vöru- og farþega- flutninga á sunnanverðum Vestfjörðum Fyrirtækið veitir ferðafólki skyndiviðgerðarþjónustu við bíla Fákur, Tálknafirði. Sævar, Einar og Herbert við bílana. Á flugvellinum á Patrcks- firfti kemst ferðalangurinn fyrst í kynni vift Fák hf. á Tálkna- firði. Eigendur Fáks hf., þeir Herbert Guðmundsson, Sævar Herbertsson og Einar Ármanns- son, sjá nefnilega um alla far- þega- og vöruflutninga frá flug- vellinum til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals. Að sögn Herberts byrjaði hann 1968 á flutningum fyrir FÍ til Tálknafjarðar. Þá var mikill losarab.ragur á öllum flutningum á þessu svæði og var einn bílstjóri fyrir hvern stað. Tveim árum seinna tók hann hins vegar við öllum þessum flutningum, þegar hinir bílstjórarnir hættu. — Um það leyti keypti ég 37 manna rútu og kom Sævar þá inn sem bílstjóri. Ári seinna bætti ég við mig vöruflutninga- bíl og 1972 er hlutafélagið stofnað og er því 5 ára í ár, sagði Herbert. EINA VIÐGERÐARÞJÓN- USTA Á LANGRI LEIÐ — 1974 byggjum við 300 m2 stálgrindarhús fyrir bílavið- gerðir og aðra þjónustu svo sem hjólbarðaviðgerðir og smurn- ingu og fleira. Annars var til- gangurinn sá að byggja yfir viðgerðir á eigin bílum því það er alveg vonlaust að ætla að halda úti svona fyrirtæki með aðkeyptri viðgerðarþjónustu. Þetta er eina fyrirtækið sem veitir ferðafólki skyndiviðgerð- arþjónustu á svæðinu sunnan frá Búðardal og vestur á fsa- fjörð en það eru rúmir 200 km á hvorn veg. Einn versti erfið- leiki, sem svona smáverkstæði á við að etja, er varahlutalager- inn, sem við þurfum að kaupa inn. Það liggur gífurlegur pen- ingur í honum og umboðin veita ilítinn lánsfrest. Við fáurn ekki að leggja á nema 16%, sem dugar ekki fyrir vöxtum, ef við þurfum að liggja lengi með hlutina. Það er náttúru- lega engin þjónusta að ætla að panta hlutina jafnóðum og þarf á þeim að halda, því þar spila samgöngurnar inn í. Það kæmi sér illa fyrir ferðafólk ef það bvrfti að bíða upp í 4 daga eftir smáhlut. Þá má bæta því við að við gerum nú út 10 manna bíl sem einkum er ætlaður til leigu- aksturs og í minni flutninga þar sem stóru bílarnir eru ó- 'hentugir. BYRJUÐU MALARNÁM f FYRRA Að lokum sagði Herbert að þeir félagar fengjust við fleira en flutningana. Vegna gífur- legs skorts á byggingarefni á Patreksfirði hefðu þeir byrjað á malarnámi síðastliðið sumar í tilraunaskyni. — Við fengum Sandey II tvisvar sinnum og dældi hún á land 6 þúsund tonnum af sandi. Efnið reyndist gott samkvæmt niðurstöðum á prófunum hjá Rannsóknarstofnun Byggingar- iðnaðarins. Við eigum nægar birgðir fyrir næsta sumar en það sem okkur vanhagar um er hörpun, sem flokkar efnið í grófleikaeiningar og er það ekki o.rðið 1. flokks fyrr. Þá er annað vandamál sem mjög er brýnt að leyst verði í vetur en það er aðstaðan til losunar dæluskipsins. Þetta kostar allt mikla peninga og liggja þeir ekki svo glatt á lausu. FV 1 77 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.