Frjáls verslun - 01.01.1977, Page 81
Bílaleiya Bolungarvíkur:
Afhendir bílana á
ísafjarðarðarflugvelli
og þangað er þeim
skilað aftur
— Ég var með 10 bíla af ýmsum gerðum á síðasta ári, en í vetur
ekki nema þrjá, aðallega jeppa. Vertíðin byrjar í apríl og stendur
fram í nóvember en það er þó háð veðri og samgöngum. Það er
áberandi að 80—90% af kúnnunum eru verktakar eða alls konar
sölumenn og er það ástæðan fyrir því að bílarnnir eru af ýmsum
gerðum því þarfirnar eru svo ólíkar. Ég afhendi bílana á ísafjarð-
arflugvelli og sæki þá þangað að notkun lokinni, þannig að við-
skiptavinurinn stígur út úr flugvélinni upp í bílinn og öfugt án
nokkurs endurgjalds fyrir þá þjónustu, sagði Valdimar L. Gísla-
son, bifreiðastjóri, og eigandi Bílaleigu Bolungarvíkur í viðtali við
blaðamann FV fyrir skömmu.
— Það er óþægilegra að hafa
bílakostinn svona blandaðan
því reksturinn verður dýrari.
Annars er einn bíll Suparo frá
Japan sem kemur til með að
leysa þetta vandamál þar sem
hann er byggður eins og fólks-
bíll en er með fjórhjóladrifi
eins og jeppi og mun ég auka
notkun á honum. Þá gera slæm-
ir vegir einnig strik í .reikning-
inn svo viðhaldskostnaður er
mikill en við höfum gott verk-
stæði hér og munar miklu um
það.
TVENNS KONAR BENZÍN-
VERÐ
— Ég er hins vegar mjög ó-
hress með að þurfa að borga
sama skatt til umferðarinnar
og þeir sem alltaf aka á mal-
biki. Og það er svo að við ifáum
engan veginn sömu þjónustu
þar sem viðhald er miklu meira
á malarvegum. Ég hef oft sagt
að það er mjög auðvelt að leysa
þetta misræmi með tvenns kon-
ar verðlagi á benzíni. Það er
vonlaust að láta höfðatölureglu
eða umferðarþunga gilda um
það hvar eigi að byggja hrað-
brautir því þá fáum við aldrei
slíkt. Hins vegar ætti að sam-
ræma hlutina þannig að árlega
væri ákveðinni upphæð varið
til þéttbýliskjarna í hverjum
landsfjórðungi til hraðbrauta
með varanlegu slitlagi og þá
fyrst væri réttlætanlegt að hafa
sama verð á benzíni alls staðar
á landinu.
ÞÖRF NÝS VEGAR Á
ÞORSKAFJARÐARHEIÐI
— Sem dæmi um hversu
þessi mál eru andsnúin Vest-
fjörðum má nefna að við eigum
ennþá að notast við veg sem
byggður var á fimmta áratugn-
um og tengir okkur við aðal-
brautakerfi landsins. Við erum
orðnir ansi þreyttir á að bíða
eftir nýjum vegi á Þorskafjarð-
arheiði í stað þess að notast við
veg sem liggur yfir 7 heiðar cg
hálsa og er þar að auki ófær
mest allan veturinn.
— Með bættum samgön^um
yrði lífvænlegra fyrir svona
fyrirtæki. Við Bolvíkingar er-
um á endastöð en í nálægð við
mestu ferðamannaparadísina
sem landið hefur upp á að
bjóða sem eru Jökulfirðir og
Hornstrandir fyrir utan það
gósenland hér til fjallaferða og
sjóstangaveiði í ómenguðu lofts-
lagi.
SJÁVARFRÉTTIR
koma nú út í hverjum
mánuði.
•
Upplag
SJÁVARFRÉTTA
er nú á sjöunda
þúsund eintök.
Fjórfalt stærra blað en
nokkuð annað
á sviði
sjávarútvegsins.
SJÁVARFRÉTTIR
er lesið af þeim, sem
starfa við
sjávarútveginn og
taka ákvarðanir
um innkaup vöru og
þjónustu fyrir
útgerð, fiskiðnað, skipa-
smíðastöðvar, vél-
smiðjur og aðra aðila á
sviði sjávarútvegs
og þjónustu-
greina hans.
Eflið viðskiptin við
sjávarútveginn
og kynnið vörur
og þjónustu í
SJÁVARFRÉTTUM.
SJÁVARFRÉTTIR
LAUGAVEGI 178.
SÍMAR 82300 OG 82302.
FV 1 77
81