Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 91

Frjáls verslun - 01.01.1977, Side 91
AUGLÝSING = HÉÐINN = Vörugeymslur — iðnaðarhús stöðluð innlend framleiðsla Héðinn, hið landsþekkta fyr- irtæki, hefur framleitt stál- grindahús frá árinu 1967, en hús þessi hafa reynst mjög hag- kvæm og ódýr. Á síðasta ári seldi Héðinn um 70 stálgrinda- hús frá 100—3000 m-, en þessi hús eru mjög hentug sem vöru- skemmur, flugskýli, fiskverk- unarhús, vélageymslur, hlöður og fjárhús m.a. Það er fyrirtæikið Garða-Héð- inn í Garðabæ, dótturfyrirtæki Vélsmiðjunnar Héðinn, sem framleiðir stálramma í stál- grinda'húsin, en Vélsmiðjan Héðinn sér hins vegar um sölu og dreifingu og viðbótarsmíði þ.e.a.s. klæðningu, langbönd, sem eru ýmist úr tré eða stáli, rennur, hurðir og ýmsa auka- hluti og sérsmíðaða hluti í hús- in. SAMVINNA UM SMÍÐI STÁL- GRINDARHÚSANNA Húsin eru lagersmíðuð í stöðluðum stærðum. Lager- framleiðslan er í 6, 8, 10, 12 og 16 m breiddum, en vegghæð 2—4 m. þakhalli er 10—15°. Einnig eru húsin sérsmíðuð, óski kaupandinn þess. Sérsmið- uð hús hafa verið allt að 25 m breið. Klæðning húsanna er plast- húðað galvaniserað stál og get- ur plasthúðin verið í ýmsum litum. Hægt er að fá nokkrar lengdir af plötum í þök og veggi eða allt upp í 8 metra. Framleiðsla burðarrammanna fer þannig fram í grófum drátt- um, að plötustál er klippt og beygt í fleygmyndaða prófíla sem felldir eru saman, en síðan eru soðnar á það festingar og festiplötur fyrir langbönd. Síð- an fe,r það í gegnum sérstaka vél, sandhverfu sem sandblæs og grunnmálar plötugrindurn- ar, en endanlega er gengið frá þeim með því að yfirmála þær með lakkmálningu. Reynslan hefur sýnt að kostn- aður við slík stálgrindahús er 20—30% undir byggingarkostn- aði steinsteyptra húsa. Um 20 manns vinna við smiði húsanna hjá báðum fyrirtækjunum, en 1—2 mánaða afgreiðslufrestur er á framleiðslunni. Auðvelt e.r að reisa slík stálgrindahús, og uppsetningarkostnaður er 201— 25% af efnisverði hússins. Upp- setning tekur 1—3 mánuði. Hús þessi eru bæði seld full- búin, einnig geta menn fengið keyptar stálgrindur og ýmsa aðra hluti og þannig hefur kaupandinn möguleika að hafa klæðninguna að vild, eða þá steypa upp veggi eða hlaða inn- an í stálgrindurnar. Möguleik- arnir eru margir. FJÖLBREYTTUR BÚNAÐUR SMÍÐAÐUR HJÁ HÉÐNI Vélsmiðjan Héðinn framleið- ir rafdrifnar rúlluhurðir í 3 stöðluðum breiddum. Þessar rúlluhurðir eru mjög hentugar í vöruskemmur og fiskverkun- arhús. Um árabil hafa einnig verið framleiddar fólks-, vöru- og hráefnislyftur og nú er ver- ið að smíða vökvaknúnar fólks-, vö.ru- og sjúkralyftur. Páar slík- ar lyftur eru til hér á landi, lít- ið fer fyrir vélbúnaði þeirra, auk þess sem þær eru hljóðlát- ari en venjulegar víralyftur. Vélsmiðjan Héðinn smíðar einnig eldvarnarhurðir, svo og loftræstiviftur, en hægt er að hafa á þeim útbúnað, sem stoppar þær og he.rðir eða hæg- ir á þeim allt eftir hita- og raka- stigi í viðkomandi húsnæði. Slíkar viftur eru mjög hentug- ar í gróður- og gripahús svo og í ýmis konar iðnaðarhúsnæði. Að lokum má geta þess, að Vélsmiðjan Héðinn flytur inn vegg- og gólfflísar frá sænska fyrirtækinu Höganás, en þess- ar flísar eru t.d. mjög hentugar í vinnusali. FV 1 77 91

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.