Frjáls verslun - 01.01.1977, Síða 94
CLARK
AUGLÝSING
Yfir 300 lyftarar hafa
verið fluttir inn
Clark verksmiðjurnar í
Bandaríkjunum og V-Þýska-
landi eru elstu og langstærstu
framleiðendur og seljendur
lyftara í heiminum í dag. Fram-
leiðslan verður sífellt full-
komnari, en megináhersla er
lögð á tæknileg gæði fram-
Ieiðslunnar. Cla.rk lyftarar hafa
verið í notkun hér á Iandi um
áratuga skeið, en Elding Trad-
ing Company hefur umboð fyr-
ir Clark lyftara.
Yfir 300 lyftarar hafa verið
futtir inn. Hægt er að fá lyftara
frá Vz lestar lyftigetu upp í 30
lestir, en algengasta stærðin er
frá 3—3,5 lestir. Clark lyftarar
eru fáanlegir með fjölbreytt-
um sérútbúnaði eftir þörfum
hvers og eins viðskiptavinar.
Meðal aukahluta. sem fást með
Clark lyfturum má nefna salt-
og malarskóflur, ýtutennur,
gálga og klemmur með velti-
búnaði. Á þessum lyfturum
geta verið hreinsitæki, sem
hreinsa 90% útblástursins þeg-
ar lyftarinn er í notkun innan-
húss.
Fáanlegir eru rafmagns-, gas-,
bensín- og diesellyftarar. Mest
hefur verið flutt inn og selt af
diesellyfturum, en aukning hef-
ur orðið í sölu rafmagnslyftara.
Mörg flutninga- og verslunar-
fyrirtæki hér á landi nota Clark
lyftara svo og helstu frysti- og
fiskvinnslulhús á landinu. Eim-
skipafélag íslands, Ríkisskip,
Hafskip, SÍS, Áburðarverk-
smiðja ríkisins, Fóðurblandan,
Á.T.V.R., Coca Cola, Kassa-
gerðin og Sementsverksmiðja
ríkisins nota m.a. Clark lyftara.
Ennþá eru í fullum gangi
lyftarar, sem komu til landsins
fyrir rúmum 30 árum með
bandaríska hernum.
Verð á Clark lyftara er
breytilegt eftir stærð og auka-
búnaði, en verð er frá 2 millj-
ónum króna.
Fyrirtækið Vélaröst sér um
viðgerða- og varahlutaþjón-
ustu, og eru viðgerðarmennirn-
ir sérþjálfaðir af Clark verk-
smiðjunum.
HYSTER: S U
Mýir fullkomnir rafmagnslyftarar n B
Hamar hf. hefur umboð fyrir
Hyster vörulyftara hér á landi.
Hyster fyrirtækið er eitt þrótt-
mesta fyrirtæki á sínu sviði.
Hér á landi eru yfir 100 Hyster
lyftarar í notkun. Hyster fyrir-
tækið rekur verksmiðjur og
dótturfyrirtæki víða um heim,
en móðurfyrirtækið er banda-
ríkst og var það stofnað árið
1929. Utan Bandarkja.nna eru
stærstu verksmiðjurnar í Skot-
landi og HoIIandi.
Hyster vö.rulyftarar eru
framleiddir frá 1—30 tonna
lyftigetu og má fá fjölbreyttan
sérútbúnað eftir óskum við-
skiptavina. Við framleiðslu
lyftaranna er farið eftir ströng-
ustu kröfum um takmörkun
umhverfismengunar. Stórum á-
fanga var náð á þessu sviði þeg-
ar nýju Hyster rafmagnslyftar-
arnir komu á markaðinn fyrir
u.þ.b. 4 árum. búnir rafeinda-
stýringum af fullkomnustu
gerð.
Framfarir í rafeindatækni
hafa orðið örar síðustu ár og
hafa leitt til þess að nú eru
Hyster verksmiðjurnar að
senda frá sér nýja rafmagnslyft-
ara svokallaða B línu.
Helstu yfirburðir þessara
nýju rafmagnslyftara fram yf-
ir eldri A gerðir eru m.a. þess-
ir: 1. Nýir sparneytnir vökva-
hreyflar sem hafa í för með
sér að hver rafgeymahleðsla
endist lengur. 2. Ný rafeinda-
stjórntæki, sem bæta verk-
hæfni lyftarans og leiða til
hraðaaukningar og viðhald
verður einfaldara. 3. Ný gerð
hjólbarða, bæði loftfylltir og
mjúkir massívir hjólbarðar og
4. Ný gerð öryggisgrindar og
auðveldari rafgeymaskipting.
Hamar hf. hefur stóraukið
varahlutaþjónustu sína, en fyr-
irtækið annast einnig viðhald
og viðgerðir á vélaverkstæðum
sínum og hefur haft með hönd-
um kennslu fyrir lyftarastjórn-
endur í stjórn og meðferð vöru-
lyftara.
94
FV 1 77