Frjáls verslun - 01.01.1977, Page 98
Frá
iritsijórn
Okur hjá Pósti og síma?
Póstur og sími er stærsta fyrirtæki á ís-
landi. Segir það nokkuð um mikilvægi
þeirrar þjónustu,sem fyrirtækið veitir lands-
mönnum enda þarf hvert íslenzkt heimili
og öll fyrirtæki í landinu að treysta meira
og minna á þjónustu Pósts og sima. Þegar
eitt fyrirtæki ríkisins eða ein stofnun er
orðin svo tröllvaxin sem Póstur og sími
verður að gæta þess sérstaklega að hún
ræki þjónustuhlutverk sitt af lipurð við
viðskiptavinina, veiti nægjanlegt öryggi,
sýni hagkvæmni í rekstri og verðleggi þjón-
ustu sína á sanngjarnan hátt.
Gagnvart slíkri stofnun standa fulltrúar
heimilanna og einstakra fyrirtækja, sem
kaupa þjónustuna, fremur máttlitlir hver í
sínu lagi og ekki er líklegt að samtök not-
enda Pósts og síma nái skjótum árangri
enda ólíklegt að forsendur séu fyrir því að
heyja mótmælastríð eða aðrar ámóta að-
gerðir gegn stofnuninni. Það eru þó ekki
litlir peningar, sem einstaklingar og fyrir-
tæki i þessu landi greiða til Pósts og síma.
Reikninga verða allir aö borga þótt
grunsemdir vakni og upphæðir þyki há-
ar. Stofnunin ein hefur yfirlit yfir
símanotkun og notandi hefur engin gögn í
höndunum, þó að hann hafi grun um að
skrefatalning hjá sér hafi verið óeðlilega
há o.s.frv. Póstur og sími verðleggja teng-
ingu nýrra símatækja, flutning tengla á
milli herbergja, lengri snúrur í símatæki
og þess háttar eftir eigin höfði og oftast
óheyrilega hátt, þannig að mönnum blöskr-
ar.
Einokunaraðstöðunni ættu tvímælalaust
að fylgja ákveðnar skyldur um ráðgjöf og
þjónustu við notendur. Hvort tveggja er í
algjöru lágmarki hér. Mikið skortir á að
Póstur og sími leggi sig fram um að hafa
eðlilegt framboð á þeim tækjakosti, sem er-
lendis hefur rutt sér til rúms og þykir hent-
ugri og fulkomnari en eldri tæki. Á þetta
við um símatæki, skiptiborð og fleira.
Hér á eftir verður rakið eitt dæmi um
gjaldskrármál Pósts og síma, sem forstöðu-
mönnum íslenzkra fyrirtækja kann að
þykja forvitnilegt vegna þess að það lýtur
að símgjöldum til útlanda, nánar tiltekið
milli íslands og Bandaríkjanna.
Islenzkt fyrirtæki lét gera könnun a
þessu mali nu nyverið og leiddi hún margt
athyglisvert í ljos, m.a. þaö, að þaö er 25%
dýrara að hringja frá Islandi til Bandaríkj-
anna en ótugt. Mioaö vio vegaiengd eru
simtól mihi Isiands og Bandanhjanna aht
aö sexiatt hærri en mihi BandariKjanna og
þeirra landa annarra, sem konnumn nær
til þar meö taiin JSIoröurlönd, Italia, ffrakk-
iand, Þýzkaland, Astralía, Japan og Fhips-
eyjar. Ef samanburöur er gerður á gjöldum
íyrir simtöl milli Bandaríkjanna og Islands
annars vegar og Bandaríkjanna og Norður-
landanna hins vegar kosta símtöl frá Is-
landi nærri þrefalda þá upphæð, sem gildir
um Norðurlönd, miðaö við vegalengd.
Ef tekið er dæmi um gjöld fyrir stöðva-
símtöl (station to station) frá New York
lítur þaö þannig út miðað við 4 mín.
samtal: Danmörk, Noregur, Svíþjóð og
Finnland 9 dollarar á daggjaldi en 6,80 á
næturgjaldi. Frá New York til Islands kost-
ar fjögurra mínútna símtal 16 dollara og
er ekkert næturgjald í gildi. Fyrir fyrstu
þrjár mínúturnar er gjaldið 12 dollarar en
síðan 4 dollarar á hverja mínútu. Enn dýr-
ara er að hringja frá íslandi til New York
eða 20 dollarar fyrir fjögurra mínútna sam-
tal. Frá New York kostar jafnlangt símtal
til Ástralíu 12 dollara á daggjaldi en 9 doll-
ara á næturgjaldi. Sama gildir fyrir Japan
og Filipseyjar.
Ef borinn er saman kostnaður á hverja
mílu í 4 mínútna símtali frá New York,
miðað við daggjald, kemur í ljós að það er
0,23 sent til Danmerkur og Svíþjóðar, 0,25
sent til Noregs, 0,22 sent til Finnlands en
0,61 sent til Islands. Frá íslandi er mílu-
gjaldið aftur á móti 0,77 sent.
Það er alltof lítið um það, að stjórn Pósts
og síma sé krafin skýringa á atriðum sem
þeim, er hér hafa verið rakin að framan.
Helztu viðskiptamenn símans hafa ef til vill
ekki heldur verið nógu vel á varðbergi og
haft tiltækan samanburð við símagjöld,
sem notendur í nágrannalöndum okkar
þurfa að greiða. Full þörf er á að veita Pósti
og síma aukiö aðhald í þessum efnum svo
náið sem gjaldskrá þess fyrirtækis snertir
afkomu fyrirtækja og einstaklinga.
98
FV 1 77