Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1977, Síða 20

Frjáls verslun - 01.06.1977, Síða 20
hrapaði niður í liðlega 2 millj- ónir dollara 1975 og skreið upp í 5 milljónir í fyrra. Þennan bata má fyrst og fremst þakka afleiðingum orkukreppunnar í heiminum, nefnilega því að rík- ir Arabar gera sig nú orðið heimakomna í fjórum spilavít- um Playboy-fyrirtækisins í Bretlandi. Þau högnuðust um 12 milljónir dollara í fyrra fyrir skatta sem er aðeins yfir tap- inu, sem varð á skemmtistöðum fyrirtækisins vestan hafs, næt- urklúbbum og hótelum. Hagn- aðurinn af tímaritaútgáfunni nam í fyrra um 4 milljónum dollara og hafði lækkað úr 23 milljónum á þremur árum. Upplag Playboy tímaritsins minmkaði úr nærri 7 milljón eintökum seinni helming ársins 1972 í rétt liðlega 6 milljón eintök seinni helming 1974 og niður fyrir 5,5 milljón eintök fyrri hluta 1976. Auglýsingasíð- urnar voru 953 á fjárhagsárinu, sem endaði í júnílok 1972, en aðeins 776 árið eftir. Nú hafa auglýsingatekjur hins vegar aukizt um 28% og „Stelpur í suðrinu“ hét mynda- syrpa með föngulegum konum í Suður- ríkjunum, sem Playboy birti nýlega. nú er verið að setja ný met í þeim efnum. í júníblaðinu voru 103 auglýsingasíður og hafa aldrei verið jafnmargar í þeim mánuði. Búizt er við að á þessu ári fari blaðið samanlagt yfir 1000 auglýsingasíður, í fyrsta skipti í sögu þess. VANDRATAÐUR MEÐAL- VEGUR „Kyntáknin eru ennþá í blaðinu, en Playboy er ekki mánaðarrit fyrir kvensjúk- dómalækna“, segir talsmaður tóbaksfyrirtækis, sem kaupir auglýsingar í Playboy. „Mér finnst margt spennandi, sem í blaðið er skrifað“. Þetta er að sjálfsögðu sneið til helztu keppinauta Playboy, sem eru opinskárri í umfjöllun um kynfærafræðina en Playboy. Þetta sýnir líka hvem meðal- veg Playboy verður nú að þræða. Sölumenn auglýsinga Play- boy halda því fram, að við- skiptavinirnir, sem þeir hafi misst séu óæskilegustu áhang- endur blaðsins. Nýja vígorðið er: „Playboy-lesandinn er hald- inm lífslosta.“ Ritstjórarnir leggja sig líka meira fram um að fá greinar, sem þykja frétta- efni eins og viðtalið við Jimmy Carter fyrir forsetakosningarn- ar, en viðkomandi tölublað seldist í 1 milljón eintaka. Þeir reyna líka að afla sér stuttra og tímabundinna greina, frétta- legs eðlis, Þetta virðist ganga samkvæmt áætlun. Playboy hef- ur fengið 70 nýja auglýsendur á árinu og mörg fyrirtæki eins og verzlanahringurinn Sears og Eastman Kodak, sem ekki vilja auglýsa hjá helztu keppinaut- unum, hafa nú keypt auglýs- ingar í Playboy. Annað tímarit, sem Hefner gefur út, Oui, er rétt á mörkum þess að vera arðvænlegt eftir fimm ár. Hótelum í Miami og Jamaica, sem rekin voru með tapi 'hefur verið lokað. Hefner hefur haft tilhneigingu til að kenna framkvæmdastjórum Kanín- urnar eru visst að- dráttarafl á nætur- klúbbum Playboy- fyrirtæk- isins. NOW. 8 GREAT REASONS i TOHAVEA ! PLAYBOY CLUB KEY. i 1 Cily Ciubs 2 Counbyaubs. a PIAYBOY or OUt i rr.a9a2.ines ípick up one evwry montb at any U.S. Club). Newsstand vafue: $16 00 4 Ptayboy Prcterred Great dininq Two-ío'-or.epr>cev Save huntíreds 5 Corrp-U-Card'* ftw tíiscoon buying by pnone Save hundferla even thousanas. otdol 9 Keyt-otders Spsatft 7 Burtaet* B«nt a Car FawtM Save> Card Saveupto $tD00per week is(\ cat 'enta». 8 Usc you' lavcnte major ixeó:', carrt lor any Ciuh purcbase. VOUCff fllCMAi l FOK ON£ YJ.AR. lUSI PV.AYOOVCLUB8 INTKHNATIONAU INC TtAK OFf 20 FV 6 1977
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.