Frjáls verslun - 01.06.1977, Page 62
Húsavík:
IMýtt aðalskipulag tekur
senn gildi
Rætt við Guðmund INIíelsson, bæjarritara
Þegar Frjáls verslun heim-
sótti Húsavík fyrir skömmu var
Guðmundur Níelsson bæjarrit-
ari beðinn að skýra lesendum
blaðsins frá helstu verkefnum
kaupstaðarins.
GATNAGERÐ
Nú er verið að ljúka lagn-
imgu þriggja nýrra gatna á nýju
byggingarsvæði, þar sem út-
hlutað hefur verið 16 einbýlis-
húsalóðum. Verkið var hafið í
febrúar í vetur og á svæðið að
verða byggingarhæft í júlí. Á
þessum götum verður ekki
bundið slitlag til að byrja með,
en leggja á olíumöl á 4 aðrar
götur í bænum. Bærinn sér um
jarðvegsskipti í þeim og allan
frágang undir slitlag, en Akur-
eyrarbær hefur tekið að sér að
sjá um sjálfa lagninguna. Kring
um þetta verða svo töluverðar
gangstéttalagningar.
ÍÞRÓTTAMANNVIRKI
Verið er að vinna við gerð
grasvallar á Húsavík, sem á að
verða tilbúinn til notkunar
seinni partinn í sumar, en þar
er einnig frjálsíþróttaaðstaða.
Þá er fyrirhugað að koma hér
upp nýju íþróttahúsi, en óráðið
er hvenær byrjað verður á því.
Einnig er ætlunin að stækka
sundlaugarsvæðið, koma þar
fyrir heitum pottum og auka
sólbaðsaðstöðu.
DAGHEIMILI
Byrjað var á byggingu nýs
dagheimilis fyrir 68 börn haust-
ið 1975. Menntamálaráðuneytið
lagði til staðlaða teikningu, sem
Guðmundur Kr. Guðmundsson
og Ólafur Sigurðsson hafa unn-
ið. Þarna er um mjög fullkomna
teikningu að ræða og góða nýt-
ingu á plássi. Það er búið að
steypa upp veggina og er ætl-
unin aB gera fokhelt á þessu
ári. Á staðnum er leikskóli fyr-
ir, sem tekur samtals 60 börn
og 30 barna dagheimili, sem er
í lélegu húsnæði og verður lagt
niður þegar það nýja verður
tekið í notkun. Eins og er tekst
nokkurn veginn að fullnægja
eftirspurn eftir dagvistunar-
rými hérna, svo við ættum að
vera vel á vegi stödd, þegar
nýja heimilið verður tilbúið.
Frá Húsavíkurhöfn.
62
FV 6 1977