Frjáls verslun - 01.06.1977, Síða 65
Hin glæsilega. hótelbygging á Húsavík.
höfum góð salarkynni til funda-
halda og höfum útvegað öll
hjálpartæki sem óskað hefur
verið eftir. Nýlega héldum við
hérna 500 manna ráðstefnu, en
þá þurfti að dreifa næturgest-
um nokkuð víða, því rúmin á
hótelinu eru ekki nema 68. Það
þriðja sem 'hefur laðað nokkuð
marga útlendinga hingað bæði
haust og vor, eru hinar svo-
kölluðu „off-season“ ferðir í
samvinnu við Flugleiðir, en
það eru ódýrar ferðir utan
mesta álagstíma. Það má segja
að við höfum haft alveg fullt
hótel síðan um páska og allt er
upppantað fram í september.
Við erum liika farin að fá pant-
anir á ráðstefnum næsta sum-
ar. Það má telja að þetta sé
nokkuð gott í 2300 manna bæ,
þar sem mjög lítil tilfallandi
umferð er og í raun og veru
þarf að sækja alla gesti utan að
með auglýsingastarfsemi og
ýmsum tilboðum.
MEIRA NÆÐI TIL
RÁÐSTEFNUHALDS
Einar hótelstjóri var þeirrar
skoðunar að mikið hagkvæm-
ara væri að halda ráðstefnur á
stað eins og Húsavík en t.d. í
Reykjavík. — Það vita allir
'hvernig þetta er á ráðstefnum
sem haldnar eru í Reykjavík,
sagði Einar. — Fólkið utan af
landi er alltaf í einhverjum út-
réttingum og má varla vera að
því að stunda fundi og Reykvík-
ingarnir vilja vera komnir heim
kl. 5. Hérna heldur fólkið sér
að verki og notar kvöldin til að
spjalla saman og kynnast. Þær
stundir eru líka oft verðmæt-
ari en fundahöldin. Þá er ein-
falt að fara í stuttar skoðunar-
ferðir um nágrennið fyrir þá
sem vilja njóta náttúrufegurð-
ar. Hótelið er að byrja með
ferðir út á Tjörnes, í Ásbyrgi,
að Dettifossi og í Mývatnssveit.
Þar getur fólkið svo tekið Ak-
ureyrarrútu eða komið til baka.
Þá höfum við komið upp bíla-
leigu í sambandi við hótelið.
Við höfum ekki marga bíla, en
þeir bæta úr brýnustu þörf-
inni. Meiri framkvæmdir höf-
um við ekki ráðið við sjálf, en
framkvæmdasamur ungur mað-
ur er að byrja með bátsferðir
fyrir ferðafólk. Hestaleigu væri
auðvelt að koma á lagginmar
'hérna ef einhver vildi gera sér
mat úr því.
FLUGFÉLAGSSKRIFSTOFA
— Ég tel að ýmislegt sé að
breytast í rétta átt í ferðamál-
um 'hér á staðnum, sagði Einar.
Flugfélagið er sjálft að koma
sér upp skrifstofu á staðnum,
en kaupfélagið var áður með
flugafgreiðsluna. Hingað voru
flognar 3—4 ferðir í viku þeg-
ar ég kom hingað um áramót
1974—75, en 9 núna. Aukning
í farþegaflugi innanlands var
um 500 manns á sl. ári yfir allt
landið, en aukningin á flugleið-
inni Reykjavík—Húsavík var á
áttunda þúsund manns.
BORGARVERK HF.
BORGARNESI
SÍMI 93-7144
Vinnuvélaleiga:
® J.C.B. gröfur.
9 BRÖYT X2B og X30.
© CATERPILLAR D.7F.
@ GEITARBORVAGN
með 600 cubik feta
loftpressu.
© VÖRUBIFREIÐAR,
tveggja og þriggja öxla,
með og án krana.
Verktakar:
© TÍMAVINNA
© ÁKVÆÐISVINNA
9 GERUM FÖST
TILBOÐ í VERK
9 VANIR VÉLAMENN
EFNI TIL
UPPFYLLINGAR og
GATNAGERÐAR
FV 6 1977
65