Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1977, Side 79

Frjáls verslun - 01.06.1977, Side 79
Verzlun ■ Borgarnesi: \ý verzlanamiðstöð heimsótt Hlatvöruverzlun, tízkuverzlun og úrsmiður í sama húsnæði Verzlunin Klukkuborg er þriðja fyrirtœkið, sem starfar í þessu sama húsi. Það er Stefán Sigurðsson, úrsmiður, sem byrjaði bann rekst- ur fyrir tveimur árum, en áður var hann með verzlun í Reykjavík. Hann sagði að þessi starfsemi gengi bærilega mcð því að sameina viðgerðir og sölu á nýjum úrum og klukkum. Skömmu eftir að ekið er inn í Borgarnes blasir við á hægri hönd mikil bygging sem upp- haflega var verksmiðjuhús en er nú verzlunarmiðstöð með matvörumarkaði, úrsmíðaverk- stæði og tízkuverzlun. Það er Þórveig Hjaltadóttir og Þor- björg Þórðardóttir, sem þarna reka tízkuverzlunina Júnó en hún var opnuð í september sl. I Júnó verzla þær með barna,- fatnað og tízkufatnað frá Verð- listanum í Reykjavík. Einnig er ætlunin að hafa þar á boð- stólum skyrtur og fleiri tegund- ir fatnaðar fyrir karlmenn. Matvörumarkaðurinn Neskjör var opnaður í marz 1975. Þetta er hlutafélag nokkurra at- hafnamanna í Borgarnesi en Þorbjörg Þórðar- dóttir er verzlunarstjóri. Þarna eru vörur seldar á markaðsverði og er verzlunin opin á föstudagskvöldum og einnig á laugardags- morgnum. Borgnesingar hafa tekið þessari nýju verzlun mjög vel og vilja greinilega stuðla að því að samkcppni ríki við kaupfé- lagið. Orlofsgestir í sumarbústöðum í Munað- arnesi og Svignaskarði eru meðal viðskipta- vina í Neskjör og er verzlun við ferðafólk áberandi mikil yfir sumarið. FV 6 1977 79

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.