Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1977, Blaðsíða 81

Frjáls verslun - 01.06.1977, Blaðsíða 81
Fyririaeki, framleiðsla Verzlunarbankinn: IMýtt útibú i stóru athafna- hverfi í Reykjavík Útibúið á Grensásvegi 13 eykur viðskipti nýrra aðila við bankann Nýtt útibú Verzlunarbankans var nýlega opnað að Grensásvegi 13 og þar með er tekið til starfa fimmta útibú Verzlunarbankans. Fyrsta útibú bankans var opnað í des. 1962 að Laugavegi 172, í marz 1963 hófst rekstur útibús í Keflavík og útibú í Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík hefur verið starfrækt frá því í júlí 1966. Þá liðu nær níu ár til opnunardags fjórða útibúsins enda stofn- un nýrra banikaútibúa háð leyfi Seðlahanka. A þeim tíma var umsókmmi bankans um útibú synj- að, á sama tíma og aðrir bankar, aðallega ríkisbankar, fengu úrlausn sinna mála. Snemma árs 1975 var Ijóst að bankinn gæti átt kost á að eignast húsnæði fyrir útibú að Grensásvegi 13, og í júní það ár var undirritaður kaupsamn- ingur. Samkvæmt honum eign- aðist bankinn 1047 rúmmetra húsrými tilbúið undir tréverk og fullfrágengið að utan ásamt frágenginni lóð. Húsnæðið er á tveimur hæðum, sem hvor um sig er 136 fermetrar. Á efri hæð, sem er götuhæð að Grens- ásvegi, er afgreiðslusalur og starfsvangur. Á þeirri neðri, sem er jarðhæð til austurs á móti bílastæðum eru verð- mætageymslur, kaffistofa starfsfólks, snyrtiherbergi o.fl. Snemma á þessu ári, þegar hylla tók undir leyfi fyrir úti- búi hófst smíði innréttinga en all löngu áður lágu fyrir nauð- synlegar teikningar. Að sögn Þorvalds Guðmunds- sonar, formanns bankaráðs, sem flutti ávarp við opnun úti- búsins hefur bankinn alla tíð lagt áherzlu á að gæta hófs við frágang húsnæðis síns og lagt kapp á að innréttingar og ann- ar frágangur bæri smekkvísi vitni. LIGGUR VEL VIÐ UMFERÐ Með opnun þessa útibús væntir Verzlunarbankinn auk- inna viðskipta nýrra aðila. Staðurinn liggur vel við stóru atvinnuhverfi með fjölda fyr- irtækja, smárra og stórra, sem veita miklum fjölda fólks at- vinnu. Þá liggur útibúið vel við miklum umferðaræðum og skammt er í fjölmenn íbúða- hverfi. — Verzlunarbankinn vill leggja áherzlu á að auka þá margvíslegu þjónustu, sem hann veitir hinum almenna borgara, m.a. með það í huga er þetta útibú sett á stofn. Ég vil í dag undirstrika að bank- inn hefir jafnan leitazt við að veita þeim einstaklingum, sem til hans hafa beint viðskiptum sínum, sanngjarna og eðlilega þjónustu, — sagði Þorvaldur Guðmundsson. LÍFEYRISSJÓÐUR VERZLUNARMANNA í NÝJA ÚTIBÚINU Ýmsir viðskiptamenn munu flytja viðskipti sín til þessa útibús. Nefna má að Lífeyris- sjóður verzlunarmanna mun flytja sín viðskipti þangað. Al- veg á næstunni flytur Lífeyris- sjóðurinn starfsemi sína á efstu hæð hússins. Jafnframt mun hann hagnýta sér fullkomna tölvutækni, sem auðveldar öll upplýsingaskipti við bankann (on-line-system) viðskipta- mönnum til hagræðis og tíma- sparnaður. Afgreiðslutími úti- búsins verður daglega kl. 9.30 —12.00, 13.00—16.00 og 17.00 —18.30. Útibússtjóri hefur verið ráð- inn Einvarður Jósefsson, áður deildarstjóri víxladeildar. Hann hefur um árabil skilað góðu starfi í þágu bankans. Auk hans verða fyrst um sinn tveir starfsmenn hjá útibúinu. FV 6 1977 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.