Frjáls verslun - 01.06.1977, Side 83
Jöfur hf,
9,Hef ótrú á yfirvinnufyrirkomu-
laginu og vil hafa starfsfólk
frekar fleira en færra”
— segir Ragnar Ragnarsson, framkvæmdastjóri
— Margir framkvæmdastjórar standa í þeirri trú a'ð þeir einir séu hæfir til að taka ákvarðanir og
bcra ábyrgð innan fyrirtækjanna og enda síðan með allt bókhaldið og stjórnunina á herðunum. Af-
leiðing þessa verður óendanleg aukavinna, öll kvöld og helgar, og menn verða gamlir fyrir aldur
fram og hætta að fylgjast með því sem gerist í kringum þá. Þetta er auðveldasta leiðin til að
drepa góð fyrirtæki hægt og sígandi.
Einn af hinum glæsilegu Alfa-Romeo-bílum, sem Jöfur kynnti hér
nýlega.
Þetta sagði Ragnar Ragnars-
son, framkvæmdastjóri Jöfurs
í Kópavogi, en hann sjálfur hef-
ur gert ýmsar ráðstafanir i sínu
fyrirtæki til þess að koma í veg
fyrir að örlög hans verði eins
og þeirra framkvæmdastjóra
sem hann lýsti hér að framan.
Ragnar tók við Jöfri, fyrir 3
árum og byrjaði þá að endur-
skipuleggja fyrirtækið þannig
að skipta því niður í einstakar
deildir, sem hver 'hefur sinn
deildarstjóra. Þannig dreifist
stjórnun og vald yfir á marga
aðila. Þessir aðilar vinna síðan
sjálfstætt, en þó í nánu sam-
bandi hver við annan. Þetta
hefur gefist mjög vel að sögn
Ragnars og um leið hefur þetta
fyrirkomulag skapað honum
tækifæri til þess að sinna heild-
arrekstri fyrirtækisins.
VELHEPPNUÐ SKIPULAGS-
BREYTING
Þegar Jöfur hf. Auðbrekku í
Kópavogi er heimsótt, kemur
glöggt í ljós að Ragnari hefur
tekist vel til með þessa skipu-
lagsbreytingu. Á stuttum tíma
hefur fyrirtækið eflst, viðgerð-
arþjónusta þess stórbatnað og
breiddin á viðskiptasviðinu
aukist til muna. Þegar Ragnar
tók við fyrirtækinu, sem upp-
haflega var stofnað af föður
hans Ragnari Jóhannessyni ár-
ið 1946, byrjaði hann á því, að
ráða til sín mikið af ungu fólki,
sem var viljugt til að taka á sig
ábyrgð í starfi. Er meðalaldur
starfsfólksins nú aðeins þrjátíu
ár og er það mjög lágt, sérstak-
lega þegar tillit er tekið til
þess, að hér er um 30 ára gam-
alt fyrirtæki að ræða með 40
starfsmönnum.
ÓTRÚ Á YFIRVINNU-
FYRIRKOMULAGI
— Ég hef valið þann kostinn
að hafa starfsfólkið frekar
fleira en færra. Ég hef ótrú á
yfirvinnufyrirkomulaginu sem
ríkir í þessu þjóðfélagi. Við er-
um orðin svo sannfærð um að
við getum ekki lifað á daglaun-
um einum saman, að ósjálfrátt
erum við farin að vinna með
hálfum afköstum til þess að
geta treint okkur verkefnin
sem lengst, og haft sæmilegt
upp úr þeim. Ég hef hinsvegar
valið þá leiðina að borga starfs-
fólkinu mínu gott grunnkaup
og sumir fá vissan yfirvinnu-
kvóta ofan á þau laun hvort
sem hún er unnin eða ekki,
aðrir eru með bónusgreiðslur
og enn aðrir með prósentu-
greiðslur fyrir sölu. Þannig er
fólkinu tryggð mannsæmandi
laun með 40 stunda vinnuviku
og þessa leið held ég að ótal
mörg fyrirtæki gætu farið og
hagnast á, þó ekki væri nema
að sá hagnaður næðist, að
starfsfólkinu liði betur.
Á þeim liðlega 30 árum sem
Jöfur hefur starfað hefur fyrir-
FV 6 1977
83