Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1977, Side 97

Frjáls verslun - 01.06.1977, Side 97
Auglýsing í amerísku blaði: Þroskaður maður, sem reykir, drekkur og eltist við kvenfólk óskar eftir kynnum við þrosk- aða konu, sem reykir, drekkur og eltist við karlmenn. Mark- mið: Að reykja og drekka sam- an og eltast hvort við annað. — Við getum ekki étið þenn- an óþverra, öskruðu 65, 66 og 67. Brauðið er myglað. — Bull, þrumaði í liðsforingj- anum. Þegar ég var nýliði í hernum kvartaði enginn yfir brauðinu. — Já, en þá var það líka ný- bakað. — Jæja. Þá er það brunaút- kall. Ég verð að fara, sagði gesturinn á barnum. — Hvenær gekkst þú eigin- lega í slökkviliðið, Kalli? — Ég er alls ekki í slökkvi- liðinu en maðurinn vinkonu minnar er þar. Hálffeimin smeygði unga brúðurin sér undir sængina í hjónarúminu. — Pétur? — Já, ástin. — Hvað voru þær rnargar á undan mér? Löng þögn. — Pétur? — Já, ástin. — Ég er enn að bíða eftir svari. — Ég er enn að telja. Ung kona í þröngri prjóna- peysu er lifandi san'nindamerki um það að menn geta beint at- hyglinni að tveimur hlutum samtímis. — • — Og það var Stebbi scm kom heim og fann miða á eldhús- borðinu: „Fór í heimsókn til vinkonu“. Áður en Stebbi gekk út skrifaði hann neðar á mið- ann: „Ég líka“. — Já, sagði einkaspæjarinn. Við fylgdumst með manninum yðar í gærkvöldi eins og talað var um. Við urðum varir við hann á barnum á Sögu og fylgdumst svo með honum nið- ur á Oðal og inn á Sesar. Svo endaði hann ferðalagið við hús eins af yngri athafnamönnum landsins suður í Garðabæ. — Og hvað var hann að gera þar? — Njósna um yður. — • — Og svo var það tátan sem ruglaði saman aðal-pillunum sínum og sakkarín-pillunum. Fyrir bragðið á hún sætustu tvíburana í bænum. — • — — Er húsbóndinn heima? — Nei, en ef þú gengur nið- ur með læknum og sérð veiði- stöng með skriðdýr á báðum endum þá er hann paddan nær landi. FV 6 1977 97

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.