Frjáls verslun - 01.06.1977, Blaðsíða 98
Frá
riisijórn
Bankamenn hafa orðið
í þessu tölublaði Frjálsrar verzlunar eru
samtöl viö tvo bankamenn, þá Loft J. Guð-
bjartsson, bankastjóra Útvegsbankans i
Kópavogi og Friðjón Sveinbjörnsson, spari-
sjóðsstjóra hjá Sparisjóöi Mýrasýslu í Borg-
arnesi. Innan bankakerfisins eru stofnan-
irnar, sem viðkomandi forráðamenn veita
forstöðu af nokkuð ólíkum meiði og þess
vegna er áhugavert að kynnast viðhorfum
þeirra. Loftur J. Guðbjartsson dregur upp
einkar skýra mynd af því hvernig frjáls
sparnaður hefur átt æ erfiðara uppdráttar
á íslandi á undanfömum árum.
Loftur segir: „Verðbólga sú, sem við höf-
um átt við að stríða á undanförnum árum,
og þó sérstaklega á síðustu þremur árum,
hefur haft í för með sér aukna eftirspurn-
arþenslu í þjóðfélaginu, sem hefur komið
fram í aukinni einkaneyslu og aukinni fjár-
munamyndun, þar eð fólk hefur talið að
það verði peningum sínum betur þannig en
að leggja þá inn í banka. Það er staðreynd
að ávöxtunarkjör sparifjár í bönkum hafa
verið of rýr á undanförnum árum til þess að
laða nýja innlánshafa að bönkunum eða
hvetja fyrri innlánshafa að auka innlán sín.
Afleiðing þessarar þróunar hefur orðið sú,
að ráðstöfunarfé bankakerfisins, reiknað
sem hlutfall af þjóðartekjum, hefur farið
lækkandi ár frá ári og rýrir það að sjálf-
sögðu hæfi bankanna til útlána.“
Eftir að þetta viðtal við Loft átti sér stað
hefur verið tilkynnt um hækkun vaxta m.a.
af vaxtaaukainnlánum og útlánum.
Vextir af sparifé samkvæmt þessu árs-
gamla kerfi hafa engan veginn verið í takt
við verðbólguþróunina og fólk því séö hag
sínum betur borgið með annarri ráðstöfun
fjárins en að ávaxta það í banka. Það er
hins vegar vafamál hvort sú vaxtahækkun,
sem nú hefur verið ákveðin, breyti innlána-
þróuninni mikið, þegar séð er fram á miklu
hærri verðbólguvöxt en hinum nýju vöxtum
nemur. Sennilega nægir þetta skref ekki, en
óhjákvæmilegt var að stíga það vegna hins
geysilega streymis út af sparifjárreikning-
um, sem sagt er að numið hafi milljöröum
á aðeins nokkrum vikum eftir gerð kjara-
samninga.
Mikil eftirspum hefur verið eftir vaxta-
aukalánum sl. ár, þótt af þeim skyldi greiða
22,5% ársvexti. Með síðustu hækkun má þó
gera ráð fyrir að menn hugsi sig um tvisvar
áður en lán eru tekin með þeim kjörum.
Telja má víst að lánafyrirgreiðsla bankanna
verði í vaxandi mæli í formi vaxtaaukalána
og venjuleg víxillán verði mun meira tak-
mörkuð en áöur. í heild má því reikna með
minni lánaeftirspurn einstaklinga. Aðrir
mega þó ganga á undan með góðu fordæmi,
minnugir orða bankastjórans: „Aukin um-
svif ríkisstofnana, sem eru í útlánaviðskipt-
um við bankana kalla svo að sjálfsögðu á
aukin útlán, sem oft hafa forgang og erfitt
er fyrir bankana að neita um.“
Sparisjóðsstjórinn í Borgarnesi benti á
annan þátt málsins og sagði það ískyggi-
legt, að bankakerfið hefði á skömmum tíma
rýrnað um 30% miðað við þjóðarfram-
leiðslu. í staðinn hefðu hins vegar komið
opinberir fjárfestingarsjóðir eins og fram-
kvæmdasjóður og Byggðasjóður. Frjáls
sparnaður almennings hefði líka minnkað
en lögboðnar álögur og gjöld á einstakling-
ana farið vaxandi.
Þannig hefur miðstýringin vaxið hröðum
skrefum í fjármálunum, opinberir sjóðir og
stofnanir taka sjálfvirkt til sín meira og
meira fé á kostnað ríkisbankanna. I þessu
miðstýringarkerfi dregur svo stöðugt mátt-
inn úr þeim peningastofnunum, sem næst
fólkinu sjálfu hafa staðið, sparisjóðunum í
byggðum landsins. Talsmenn valddreifing-
ar og sjálfstæðis byggðarlaga ættu að gefa
gaum að því mikilvæga hlutverki sem spari-
sjóðirnir geta gegnt í þágu einstaklingana
í þessu samfélagi.
98
FV 6 1977