Frjáls verslun - 01.01.1978, Page 66
Hvað á að bjóða viðskipta-
mönnum að borða í hádeginu?
— Uppástungur frá Hótel Loftleiðum, INIausti, Hótel Holt, og Hótel Sögu
Menn í viðskiptum hafa ýmsum skyldum að gegna. Hádegið er oft sá tími sem þeir nota til að borða
með öðrum mönnum úr viðskiptalífinu bæði innlendum og erlendum gestum. Undir borðum eru
rædd margvísleg viðskiptamál og ákvarðanir oft teknar. F.V. bafði samband við fjóra veitinga-
staði þar sem menn úr viðskiptalífinu eru tíðir gestir og fékk yfirmatreiðslumenn, eða forráða-
menn hótela til að setja upp málsverð, sem bjóða mætti viðskiptamönnum upp á í hádeginu.
Hótel
Loftleiðir
Kalda borðið á Loftleiðum er á boðstólum í hádcginu alla daga
vikunnar og þangað koma iðulega margir kaupsýslumenn og gestir
þeirra.
Allt frá því að Hótel Loftleið-
ir opnaði árið 1966, cða fyrir
12 árum hefur kalda borðið í
Blómasalnum verið á boðstól-
um í hádeginu alla daga vik-
unnar, og sagði Emil Guð-
mundsson, aðstoðarhótclstjóri
að það hefði alltaf gcfist jafn-
vel, og iðulega er þar mikið af
kaupsýslumönnum. Hann mælir
því með kalda borðinu hér í
þessum þætit'i.
Á tímabilinu frá 1. maí til 1.
október verður matargestum í
Blómasal boðið upp á tískusýn-
ingar hvern föstudag, en sýnd-
ar verða íslenskar ullarvörur
og silfurvörur. Fram til 1. maí
verða haldnar tískusýningar
einu sinni í mánuði.
Þegar komið er inn í Blóma-
salinn berst að eyrum þægileg-
ur kliður erlendra tungumála
auk íslenskunnar og þjónar eru
reiðubúnir að veita viðskipta-
vinunum sem besta þjónustu.
Blómasalurinn er hinn vist-
legasti, og eins og nafnið ber
með sér er mikið blómaskrúð í
sjálfum veitingasalnum, því
auðvitað verður salurinn að
standa undir nafni.
Kalda borðið samanstendur
af margvíslegum réttum. Flest-
ir byrja á því að gæða sér á
ljúffengum síldarréttum, en í
aðalrétt er úr mörgu að velja
s.s. svínakjöt, roastbeef, steik
hangikjöt, kjúklingar, lax og
ótal tegundir af salötum, græn-
meti og sósum. í eftirrétt getur
fólk valið sér osta og kex eða
girnilega ábætisrétti eins og
fromage, ávexti, hlaup, ís o.
m.fl.
Mörgum finnst gott að
drekka öl og snafs með svo
margvíslegum réttum, en aðrir
velja rauðvín eða aðrar léttar
víntegundir.
66
PV 1 1978