Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Blaðsíða 73

Frjáls verslun - 01.02.1978, Blaðsíða 73
Klippir, rakar og selur bækur — auk þess meft teppaumboft tilbúið verður af nýja kennslu- rýminu. í kjallara verður að- staða fyrir félagsstörf og svo er í húsinu athvarf fyrir utanbæj- arnemendur með eldhúsaðstöðu. — Meðan svona miklu fjár- magni er beint í íþróttahúsið hægjum við heldur á okkur við byggingu samkomuhúss, sem kominn er grunnur að. I því húsi á að vera aðstaða fyrir leiksýningar, veitingasalur og gistiherbergi. Núna eru tvö byggingafyrirtæki að vinna við veitingasalinn en ekki er ákveðið hversu hratt verður haldið áfram með afganginn. — Fyrir utan þessar stór- framkvæmdir er hreppurinn með allan venjulegan rekstur. Þá höfum við komið upp sorp- mölunarstöð, sem verið er að koma tækjum fyrir í um þess- ar mundir. Gatnagerð er alltaf talsverð, en við höfum hægt að- eins á okkur við hana í bili, því ekki verður allt gert á sama árinu. SELFOSS HEFUR SÓTT UM KAUPSTAÐARÉTTINDI Fyrir Alþingi liggur nú frum- varp frá þingmönnum Suður- lands um kaupstaðaréttindi til handa Selfosskauptúni. Að- spurður sagði Erlendur, að mik- ið væri búið að fjalla um það mál í fjölmiðlum og því ekki rétt að fjölyrða svo um það. — Ástæðurnar fyrir því að beðið er um kaupstaðaréttindi fyrir Selfoss, sagði Erlendur, koma greinilega fram í frum- varpinu. Þar er bent á að stærð hreppsins gerir það eðlilegt að hann hafi sömu réttarstöðu og sýslufélög. Fólksfjöldinn hér er orðinn 3108 manns og er þetta 8. stærsta sveitarfélag á land- inu. En það er einnig bent á það í frumvarpinu, að það er vilji hreppsnefndar að sú sam- staða og samvinna sem þróast hefur milli Selfosshrepps og annarra hreppa sýslunnar megi haldast óbreytt í sem flestum þáttum eftir að Selfoss hefur öðlast kaupstaðaréttindi, enda ná ýmsar sameiginlegar þjón- ustugreinar, sem þróast hafa á staðnum langt út fyrir mörk hreppsins. Rakarinn. Selfossi: Við Austurveg 11 á Selfossi stendur langt en lágreist versl- unarhús. í austurendanum er rakarastofa og bókaverslun. Á rakarastofunni hittum við Helga Björgvinsson og féllst hann á að spjalla við Frjálsa verzlun meðan hann snyrti hár eins viðskiptavinar. — Ég hef verið með rakara- stofu á Selfossi síðan 1957, sagði Helgi. — Ég var fyrst með stofu í húsi sem stóð hér við hliðina, en var síðan rifið. Hingað flutti ég 1967. Við er- um 3 sem eigum þetta hús, keyptum það á sínum tíma af Vegagerð ríkisins ásamt lóð- inni. í húsinu var áður verk- stæði og vélameymsla og var þetta hálfgerð skúrbygging. Ætlunin var að rífa skúrinn og byggja á lóðinni. Þá kom í ljós að við gátum fengið lánafyrir- greiðslu til að innrétta og laga skúrinn, en ekki til að byggja. Við tókum okkur þá til og rif- um bæði utan af og innan úr svo nær ekkert stóð eftir nema grindin. Svo klæddum við þetta allt saman upp á nýtt, svo heita má að við höfum endurbyggt húsið. ÞJÓNUSTA VIÐ SKÓLANA — Hér í húsinu eru fyrir utan mig úrsmiður og útvarps- virki, sagði Helgi. — Upphaf- lega leigði ég út frá mér pláss til bóksölu, en 1971 keypti ég lagerinn af bóksalanum, Sig- fúsi Sigurðssyni. Kjarninn í rekstrinum hjá mér núna er þjónusta við skólana. Ég sel mest skólabækur og ritföng, en til að fylla upp í er ég með leikföng og sportvörur. Ég fékk bóksöluleyfi 1975 til þess að geta verið með allar almennar bækur, og samtímis stækkaði eins viðskiptavinar. ég húsnæðið hjá mér til að hafa pláss fyrir bækurnar. Hins veg- ar hætti ég fljótlega aftur að selja þær. Mér fannst ekki borga sig að liggja allt árið með dýra vöru, sem aðeins selst fyr- ir jól. Svo er heldur ekki vist að bækur sem verða eftir þessi jól seljist þau næstu. Ég reyni að vera frekar með vörur sem ekki eru háðar tískusveiflum. Sportvörurnar eru ágætar að því leyti. Þær breytast lítið. Á sumrin sel ég mikið af veiði- útbúnaði, enda er mikið af veiðiám og vötnum í kring. TEPPAUMBOÐ Það eru fleiri tegundir af þjónustu sem Helgi stundar. Hann er búinn að vera með umboð fyrir Álafossgólfteppi siðan 1968 og sér sjálfur um að leggja teppin. — Ég var með sýnishornin af teppunum hér úti í horni á rakarastofunni fyrst, sagði Helgi. — Svo ef FV 2 1978 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.