Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Blaðsíða 75

Frjáls verslun - 01.02.1978, Blaðsíða 75
Siggabúö: Greiddi 900 þús. kr. í flutningskostnað — spjallaö viö Sigurö Asbjörnsson kaupmann menn vildu ekki kaupa hár- krem, þá reyndi ég að selja þeim teppi. Á þessum tíma var ekki mikið um innflutt teppi og var þá nokkuð um innlend fyr- irtæki í þeirri framleiðslu. Þetta var ágæt aukavinna að leggja teppi á svona 4—5 íbúð- ir á mánuði. Þegar Efta aðildin gekk í gildi datt þessi fram- leiðsla mikið niður hjá innlend- um aðilum. Síðustu árin hefur verið mjög rólegt, en mér finnst vera að lifna yfir þessu aftur. Það er talsvert farið að spyrja eftir Rya-teppunum frá Ála- fossi. Að sögn Helga hafa viðskipt- in smám saman verið að auk- ast með árunum. — Það er svona eðlileg þróun í þessu, sagði hann, — enda er bærinn alltaf að stækka. Eins og er af- greiða hjá mér tvær manneskj- ur, önnur fyrir en hin eftir há- degi. Svo er ein til sem grípur í afgreiðslu þegar mikið er um að vera. Mest er að gera hér þegar skólarnir byrja og svo auðvitað fyrir jólin. Yfir sUmar- ið er nokkuð jöfn traffik í veiðivörunum. VANDAMÁL VEGNA SKÓLABÓKA — Skólabækur eru ágætis verslunarvara, sagði Helgi, — en það eru mörg vandkvæði við að selja þær. T.d. eru umskipt- in á bókum óeðlileg. Kennarar hafa nokkuð frjálst val um hvaða bók þeir ætla að kenna. Það eru t’ð kennaraskipti og hver nýr kennari velur nýja bók. Það er yfirleitt ekki skilarétt- ur á kennslubókum, nema þeim sem Ríkisútgáfa námsbóka gef- ur út, svo það getur gerst að maður sitji uppi með einhvern slatta af bókum sem aldrei verða notaðar meir. Annað vandamál er, að við þyrftum helst að gera pantanir á bók- um um mitt sumar til að vera t.ilbúnir með þær á haustin. Eh við fáum gjarnan ekki að vita hvaða bækur vantar fyrr en kennsla er hafin. Svo hefur komið fyrir að ekki er búið að gefa út. bókina sem óskað er eftir að nota. Þetta er svona svolítill grautur getum við sagt. Þeir sem komið hafa til Sel- foss, hafa kannski veitt því at- hygli, að við aðalgötuna standa þrjár matvöruverslanir, svo að segja í röð. Sú austasta í röð- inni heitir Sigga.búð. Þar inni hitti Frjáls verzlun kaupmann- inn, Sigurð Ásbjörnsson að máli og spurði hann hvort ekki væri erfitt að versla við hlið- ina á tveimur stórum verslun- um. — Þetta kemur ekki svo mjög niður á viðskiptunum, sagði Sigurður. — Á móti kem- ur að við erum að þjóna stóru svæði og miklum mannfjölda, sem skiptist á milli búðanna. Ó- hjákvæmilega kemur upp ein- hver samkeppni, en það er allt í bróðerni, og ekkert vanda- mál. Hins vegar er samkeppnin við Reykjavik vandamál. GREIDDI 900 ÞÚS. KR. í. FLUTNINGSGJÖLD — Rí'kisvaldinu hættir til að líta á Selfoss sem hluta af Stór-Reykjavíkursvæðinu, hélt Sigurður áfram. Það kemur m.a. fram i því að lítið hefur verið um framlög úr byggða- sjóði til þessa svæðis. Hins veg- ar er hér um allt aðra aðstöðu að ræða en í Reykjavík. Þótt ekki sé langt þangað og sam- göngur yfirleitt greiðar, þá er flutningskostnaður verslunar- innar mikill. Á sl. ári greiddi ég t.d. um 900 þúsund krónur í flutningsgjöld. Það er heim- ild til þess að bæta þessu í á- lagninguna, en ég get það ekki. Ef vörur hjá mér yrðu dýrari en í Reykjavík mundi fólkið hérna bara auka viðskipti sín þar. Og það er ekki bara flutn- ingskostnaðurinn. Póst- og símakostnaður er líka gífurleg- ur, þrátt fyrir það að síma- sambandið sé fyrir neðan allar hellur. Enn eitt atriði sem eyk- ur aðstöðumun okkar hér við Reykjavík, er að við þurfum alltaf að vera með talsverða lagera. Við getum ekki pantað einn kassa af smjörlíki og feng- Sigurður Ásbjörnsson í verslun sinni. FV 2 1978 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.