Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.02.1978, Blaðsíða 82
Garðyrkjubuskapur í Hveragerði Eftirspurn eftir grænmeti —— er alltaf að aukast — meiri sveiflur í blomaframleiðslunni Garðyrkjubændur í Hvera- gerði hafa með sér sérstakt fé- lag. Formaður þess heitir Þórð- ,ur Snæbjörnsson og þegar Frjáls verslun var í Hveragerði fyrir skömmu var hann heim- sóttur og beðinn að segja frá starfsemi félagsins og garð- yrkjubúskapnum í Hveragerði almennt. — Yfirleitt eru nú ekki svo mikil umsvif hjá þessu félagi, sagði Þórður. — Félagsmenn eru þó að áætla þátttöku í landbúnaðarsýningu sem hald- in verður á Selfossi í haust. Það er ekki beint félagið sem tekur þátt í sýningunni, heldur munu menn setja upp sjálf- stæða bása, en í nokkuð sam- felldri heild. Það er nokkuð frjálst hvernig þessu er fyrir komið, en oft eru fengnir blómaskreytingamenn eða starfsmenn blómaverslana til að setja þetta upp. BLÓMAFRAMLEIÐSLA YFIRGNÆFANDI — Framleiðsla garðyrkju- bænda í Hveragerði er marg- vísleg, sagði Þórður. — Blóma- framleiðsla er þó yfirgnæfandi. Grænmetisframleiðsla hefur verið að minnka hérna undan- farið meðan hún hefur aukist í uppsveitum Árnessýslu og Borgarfirði. Hjá æði mörgum er starfsemin samfelld allt ár- ið. Við getum verið með eigin ræktun frá byrjun mars og fram til jóla og sumir brúa bilið þar á milli með innflutt- um laukblómum. Það er núna verið að vinna að gervilýsing- artilraunum á Reykjum í Ölf- usi og er ætlunin að auka af- köst og lengja ræktunartímann með lýsingunni. Ég veit ekki hvernig þetta hefur komið út, en ég veit að menn hafa í mörg ár notað gervilýsingu á tómata- og gúrkuplöntur á byrjunar- stigi. — Það má geta þess, sagði Þórður, — að hér er verið að úthluta nýju svæði undir gróð- urhús og verður hægt að hefja framkvæmdir á því næsta sum- ar. Þar veit ég að nokkrir að- ilar hafa sótt um lóðir og eru því nýjir menn. Samkvæmt að- alskipulagi er stefnt að því að hafa gróðurhúsin sem mest á einu svæði og verða þá smám saman lögð niður lítil hús sem eru víða um bæinn. Annars virðist þróunin víðast hvar hafa orðið sú, að garðyrkjan skapar þéttbýli, en verður svo að hörfa undan þéttbýlinu. Þegar landið verður verðmæt- ara vegna lóðaverðs, þá er garð- yrkjan ekki samkeppnisfær. Ein stöð þarf jafn mikið pláss og þarf undir 3—4 venjuleg iðn- fyrirtæki. MARKAÐSKÖNNUN — Markaðsmál garðyrkjunn- ar hafa mikið verið til umræðu, sagði Þórður, — og nú ætlar Framleiðsluráð landbúnaðar- ins að fara að gera markaðs- könnun fyrir garðyrkjuafurð- ir í heild á landinu. Eftirspurn eftir grænmeti er alltaf að auk- ast en í blómaframleiðslunni eru meiri sveiflur. Vegna skipu- lagsleysis hafa oft komið stórir skellir í þessari framleiðslu- grein. Markaðskönnunin á að leiða í ljós hvort ekki megi hagræða framleiðslunni betur og fá betra lag á dreifingar- málin. Vafalaust er margt sem bæta má á þessu sviði án þess að ég geti nokkuð um það sagt núna. — Það er ekki mikil sala á garðyrkjuafurðum sem fram fer hér, sagði Þórður. — Það er helst í Eden og hjá Michel- sen. Dreifingunni hjá okkur er þannig háttað, að grænmeti fer gegnum Sölufélag garðyrkju- manna, en blómin eru seld af þremur umboðsaðilum sem dreifa þeim í búðir um land allt. Það hafa verið uppi hug- myndir hjá okkur um að koma upp markaði fyrir garðyrkju- og gróðurhúsaafurðir, en það mál er aðeins á umræðustigi. Á svona markaði fengi neytand- inn vöruna beint frá framleið- anda, e.t.v. í stærri einingum og minni þjónustu í kring um þetta, en í staðinn á lágmarks- verði og allar vörur á sama stað. Ég tel að þetta gæti orðið hagur bæði fyrir okkur og neyt- endurna. ÓHEILLAÞRÓUN í LÁNAMÁLUM — Það eru ýmis áhyggjuefni sem upp koma hjá okkur, sagði Þórður. — Eitt af þeim stærstu er ástand hitaveitunnar hérna. Útfelling úr vatninu er svo mik- il, að pípurnar einangrast smám saman að innan og gefa þá frá sér minni hita. Svo stíflast þær jafnvel á endanum. Eina að- ferðin sem hægt hefur verið að nota til að hreinsa pípurnar er að frostsprengja innan úr þeim, en sú aðferð er erfið og sein- leg. Það hefur gefist betur að hafa bara gufu í rörunum og nýjar stöðvar eru eingöngu með gufuveitu. Annað áhyggjumál okar er sú óheillaþróun sem orðið hefur í lána- og fjár- magnsþjónustu við garðyrkj- una. Framlögum sem ríkið veit- ir öðrum greinum landbúnaðar- in.s yfirleitt kippt burtu þegar að garðyrkjunni kemur, sagði Þórður Snæbjörnsson að lok- um. 82 FV 2 1978
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.