Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.02.1978, Blaðsíða 22
Sovétríkin: Hafa sett á stofn alþjóðleg fyrirtæki víða um heim Sovéftmenn hafa gripið til eins áhrifamesta viðskiptavopnsins, sem vestræn ríki hafa notfært sér, það er að segja stofnunar fjölþjóðlegra fyrirtækja til að vinna markaði fyrir sovézkar vörur á Vesturlöndum. Sovétmenn hafa sett á stofn næstum 40 alþjóðleg fyrirtæki með dótturfyrirtækj- um í 13 löndum utan kommújnistaríkjanna. Helztu verksvið: bankastarfsemi, útflutningshvetj- andi aðgerðir og skipaútgerð. Fjármagnið, sem fest er í þessum fyrirtækjum er lítið á vestrænan mælikvarða, senni- lega ekki nema um 500 millj- ón dollarar, en fréttir frá Evr- ópu, Asíu og Norður-Ameríku benda til þess að sala og hagn- aður sé á hraðri uppleið. Stundum renna tilraunir Sovétmanna til þátttöku í við- skiptum og fjármálastarfsemi í vestrænum ríkjum algjörlega út í sandinn og á þetta eink- um við, þegar sovézkir emb- ættismenn leggja á ráðin um aðgerðir á svæðum, sem þeir þekkja ekki og þar sem ókunn vandamál steðja að þeim. Til dæmis hefur Lundúnaúti- bú Norodny-bankans í Moskvu stöðugt sýnt ágóða en átt í erf- iðleikum með fjárfestingar sín- ar. Bankinn opnaði útibú í Singapore árið 1971 og hafði náð til sín um 15% af lána- markaðinum þar um slóðir á fjórum árum. í Hong Kong tap- aði bankinn aftur á móti um 60 milljón dollurum á viðskipt- um við fasteignafyrirtæki, sem varð gjaldþrota. Stuttu seinna glataði bankinn álitlegri fúlgu á fasteignaviðskiptum í Aust- urríki. Þegar allt annað um þraut var sendur enskur fram- kvæmdastjóri til að greiða úr allri flækjunni og hafa eftirlit með fjárfestingum bankans í framtíðinni. MARGS KONAR SAMKEPPNI Þrátt fyrir þetta er rekstur Norodny-bankans nærri sam- felld frægðarsaga um allan heim. Auk útibúanna í London og Singapore rekur bankinn starfsemi í Líbanon, Frakk- landi, Vestur-Þýskalandi, Aust- urríki, Sviss og Luxemburg. Ef starfsemin er metin samkvæmt þeim lögmálum, sem gilda á Vesturlöndum, þ.e.a.s. hagnaði, þrífast þessar bankastofnanir hið bezta, að því er virðist. Ein deildin, Ost-West Handelsbank í Frankfurt jók veltu sína um 17% árið 1976 og hagnaðurinn jókst um meira en 25%. Sovét- menn standa einnig í sam- keppni á ýmsum öðrum svið- um. Dæmi: • Comix, sem er franskt dótt- urfyrirtæki myndavéla- og útvarpsútflytjandans Mash- priboringtorg í Moskvu, hef- ur náð um 20% af mynda- vélamarkaði í Frakklandi. • Traktorexport selur land- búnaðarvélar fyrir milli- göngu dótturfyrirtækja eins og Konela í Finnlandi, Bel- arus í Kanada og Actif- Avto í Frakklandi. • Nafta GB, brezkt dóttur- fyrirtæki Soyuznefteexport, selur olíuvörur fyrir meira en 300 milljón dollara á ári. • Avtoexport hefur 150 um- boðsmenn, sem selja næst- um 12 þúsund sovézka Lada- bila í Frakklandi. Aðrir sovézkir kaupsýslu- menn fást við að selja stærri og kostnaðarsamari fram- leiðslueiningar eins og túrbínur í orkuver, kjarnakljúfa og flug- vélar. Sala á framleiðsluleyfum til að nota sovézka tækni erlendis er einnig vaxandi hjá sovézkum útflutningsaðilum. Vestrænir samkeppnisaðilar telja, að Sovétmenn eigi enn margt ólært, þrátt fyrir að þeir viðurkenni bætta stöðu Sovét- ríkjanna í alþjóðaviðskiptum. Vestrænir keppinautar benda einkum á lakleg gæði sovézkr- ar vöru og þá staðreynd að Sov- étmenn eigi söluárangur sinn fyrst og fremst að þakka lágu verði. ÁSAKANIR UM UNDIRBOÐ Embættismenn í London halda því fram, að forsvars- mennirnir í Moskvu undirbjóði oft vörur á brezka markaðin- um. Verðið á sovézkum vekj- araklukkum, ljósaperum og haglabyssum var hækkað ný- lega eftir að yfirvöld í Lundún- um lögðu hart að sovézkum um- boðsmönnum. Óvíða verður sovézkrar sam- keppni jafn greinilega vart og í skipaútgerð. Sovétmenn ráða yfir miklum og nýlegum flota og þar sem þeir taka ekki þátt í ráðstefnum, sem ákveða fraktir, undirbjóða þeir verð vestrænna skipafélaga iðulega um 10—40%. Slík verðlagning hefur gert það að verkum að Sovétmenn hafa nú náð í 12% af flutningi með skipum milli Sovétríkjanna og Frakklands. Kaupskipaflotinn sovézki ger- ir eigendum sínum meira gagn en að afla gjaldeyris. Að sögn sérfræðinga um sjóhernað á Vesturlöndum eru sovézku kaupskipin oft útbúin til njósna og fylgjast með herskip- um vestrænna ríkja. 22 FV 2 1978
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.