Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 17

Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 17
Bifreiðainnf lutningur: 7776 bifreiðar fluttar inn sl. ár — langflestar framleiddar í Evrópu Langmest var flutt inn af nýjum fólksbílum af cinstökum teg- undum frá Sovétríkjunum og Japan. 7776 bifreiðar voru fluttar inn hingað til lands á síðasta ári, en það er rétt yfir meðaltal áranna 1971—1977, sem er 7041 bifreið. Langmest var flutt inn af Lada bifreiðum, sem fram- Ieiddar eru í Sovétríkjunum cða 598. Næstar í röðinni eru japönsku Mözdurnar, en flutt- ar voru inn 591 Mazda bifreið. 579 Skodar voru fluttir inn, en þeir eru framleiddir í Tékkó- slóvakíu sem k,unnugt cr. Þess- ar tölur eiga við innflutning á nýjum tollafgreiddum fólksbif- reiðum. Bifreiðin er mikilvægur þátt- ur í lífi nær hvers einasta ís- lendings. Allflestir eiga orðið bifreið, margir láta sér ekki lengur nægja eina bifreið, held- ur eiga tvær, og finnst það ó- missandi. Þeir sem ekki eiga bifreið, hafa þó alltaf eitthvað af bifreiðum að segja, þvi þeir verða að ferðast á milli í al- menningsvögnum, langferðabíl- um og þar fram eftir götunum. LANGFLESTAR BIFREIÐ- ARNAR FRAMLEIDDAR í EVRÓPULÖNDUM Samkvæmt skýrslu Hagstof- unnar um tollafgreiddar bifreið- ar í janúar-desember 1977 kem- ur í Ijós að fluttar voru inn 6750 nýjar fólksbifreiðar, 450 notaðar fólksbifreiðar, 229 nýj- ar sendibifreiðar, og 9 notaðar, 231 nýr vörubíll og pick-up bílar og 53 notaðir og annars konar bifreiðar nýjar eða not- aðar alls 54. Langflestar bifreiðarnar sem fluttar eru inn hingað eru fram- leiddar í Evrópu, í Bretlandi, V-Þýskalandi, Frakklandi, ítal- íu, Svíþjóð, Tékkóslóvakíu, Pól- landi, Hollandi, Belgíu og Sov- étrikjunum. Næst flestar bifreiðar eru fluttar inn frá Japan, en í þriðja sætið koma bandarískar bifreiðar. Eftir skýrslunni má reikna út að af Evrópulöndum var mest flutt inn frá Sovétríkjun- um af nýjum fólksbifreiðum sem tollafgreiddar voru á sl. ári cða 683. Frá Bretlandi voru fluttar inn 614 nýjar fólksbif- reiðar, 589 frá Tékkóslóvakíu, 539 frá V-Þýskalandi, 496 frá Frakklandi, 436 nýjar fólksbif- reiðar frá Svíþjóð og alls 296 sunnan frá Ítalíu. 1895 NÝIR BÍLAR FRÁ JAPAN Japan gnæfir yfir Evrópu- löndin, hvað nýja fólksbíla snertir, en hingað voru fluttar 1895 nýir japanskir fólksbílar, aðallega af gerðunum Mazda, Toyota, Datsun, Subaru og Honda. 605 nýjar fólksbifreiðar fram- leiddar í Bandaríkjum Norður- Ameríku voru fluttar inn á síð- asta ári. HVERNIG SKIPTIST ANDVIRÐI BÍLSINS? Metár í bifreiðainnflutningi var árið 1974, sem kunnugt er, var hins vegar i lágmarki árið 1795, en þá voru fluttar inn um 3500 bifreiðar. Samkvæmt upplýsingum frá Bílgreinasambandinu telur það eðlilegt, miðað við það, að í landinu eru tæplega 80 þúsund bifreiðar, að meðal innflutning- ur sé 8—10 þúsund bílar á ári. En hvernig skiptist andvirði bílsins? Bílgreinasambandið hefur látið gera upplýsinga- plagg um það. Skiptist það í fjóra liði. Innkaupsverð bílsins erlendis er 28,5% af andvirð- inu, flutningsgjald, uppskipun, vátrygging, bankakostnaður o.fl. 6.1%. Ríkið tekur með að- flutningsgjöldum og söluskatti 58,9% og álagning innflytjanda og standsetning 6,5%. Bíllinn er almenningseign hér á landi, þrátt fyrir mikla skatt- heimtu ríkisins af bifreiðaeig- endum og nú kippir sér enginn upp við þó verð á nýjum bíl sé tæpar þrjár, eða jafnvel fjór- ar eða fleiri milljónir. FV 2 1978 17

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.