Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Blaðsíða 77

Frjáls verslun - 01.02.1978, Blaðsíða 77
ið ihann á stundinni. Heldur verðum við að kaupa stórt til þess að veita alltaf jafna og góða þjónustu. HEFUR STUNDAÐ VERSL- UNARSTÖRF í 30 ÁR Sigurður sagðist vera búinn að stunda verslunarstörf í rúm 30 ár. — Ég byrjaði sem af- greiðslumaður hjá S. Ólafsson & Co. og var þar í 11 ár, sagði hanm. — Síðan starfaði ég sem féhirðir í Landsbankanum í 9 ár. Það var svo fyrir 13 árum sem ég byrjaði með eigin versl- un. Ég leigði þetta húsnæði af þeim sem rak hér verslun áður og breytti því þá strax í kjör- búð. Viðskiptin hafa aukist gífurlega á þessum árum og núna vantar mig bara meira pláss. Það stendur til að stækka húsið eitthvað og þá ætti að- staðan að verða betra. — Annars er það fleira sem hefur breyst á þessum árum Hveragerðishreppur: síðan ég fór að starfa við versl- un bætti Sigurður við. Ég man eftir 6 sjálfstæðum matvöru- kaupmönnum á Stokkseyri og 5 á Eyrarbakka. Eni einka- reksturinn á í vök að verjast um allt land og sjálfstæðum matvöruverslunum fækkar stöðugt. Ég sá viðtali í dag- blaði um daginn við kaupmann- inn á Raufarhöfn. Hann sagðist vera eini sjálfstæði matvöru- kaupmaðurinn á svæðinu frá Akureyri. En höldum áfram austur úr. Næsta sjálfstæða verslunin er á Seyðisfirði, þar næst á Reyðarfirði og síðan engin fyrr en þessi hérna. „SJÁLFSTÆÐIR MATVÖRU- KAUPMENN SÍÐUSTU FORSVARAR FRJÁRSRAR VERSLUNAR f DREIFBÝL- INU“ — Fyrst og fremst þurfum við að fá skilning yfirvalda á því hver aðstöðumunurinn er á verslun úti á landi og í Reykja- vík. Ég veit að kaupfélagsversl- anirnar eiga líka í erfiðleikum, en kaupfélögin eru bara með margþættari rekstur. Hvers vegna eigum við úti á landi t.d. að borga helmingi hærri að- stöðugjöld en verslanir í Reykjavík, þrátt fyrir að að- staðan sé helmingi verri? Það má benda á að sömu hlutirnir voru að gerast í Noregi og Sví- þjóð. Verslanir voru lagðar nið- ur í stórum stíl þar. Það endaði með þvi að tekið var upp styrkjakerfi og sérstök lán fyr- ir þá sem vildu leggja það á sig að versla í dreifbýlinu. Nú var kallað á Sigurð, því menn voru farnir að bíða eftir honum, en um leið og hann sleit talinu sagði hann: — Við þessir fáu skarfar sem stundum sjálfstæðan rekstur á matvöru- verslunum úti á landi, erum eiginlega síðustu forsvarar frjálsrar verslunar í dreifbýl- inu. IUöguleikar að nyta heita vatnið í fleira en gróðrarstöðvar t.d. ■ öllum iftnaði sem þarf að nota gufukatla Þegar Frjáls verslun heim- sótti Hverager'ði á dögunum var oddvitinn Hafsteinn Krist- insson heimsóttur og spurður frctta af atvinnulífi og fram- kvæmdum í Hveragerðis- hreppi. — Aðaluppistaðan í at- vinnulífinu hérna sagði Haf- steinn, — eru 27 sjálfstæðar gróðrarstöðvar. Fjöldi þeirra hefur staðið i stað undanfarin 15 ár, einfaldlega vegna þess að hreppurinn hefur ekki út- hlutað lóðum fyrir gróðrar- stöðvar. Nú er hins vegar verið að undirbúa 5—6 hektara lands undir úthlutun og gæti það verið pláss fyrir svona 10 stöðvar. Svo er ætlundn að út- hluta öðru eins seinha. Hrepps- nefndin ákvað að stuðla að á- framhaldandi uppbyggingu á þessu sviði, þar sem þetta er eini atvinnuvegurinn sem hef- ur lag á að nýta sér hitann hérna. Hitinn er alveg óþrjót- andi hérna og vatnið er 150— 160 stiga heitt. Það er eins og menn hafi ekki áttað sig á hvaða möguleika þetta gefur í öðrum iðnaði, t.d. öllum iðnaði sem þarf að nota gufukatla. HEILSUHÆLI í STAÐ FRYSTIHÚSA — Annar stór þáttur í at- vinnulífinu hérna, sagði Haf- steinn, — eru hælin tvö. Ann- ars vegar elliheimilið Ás og hins vegar Náttúrulækninga- félagshælið. Á hvoru um sig vinna 60—70 manns og má segja að þetta komi í staðinn fyrir frystihús hjá okkur. Að vísu greiða þessar stofnanir ekki fasteignagjöld og ekki að- stöðugjöld, en útsvarstekjur vegna þeirra eru auðvitað tals- verðar. Svo eru hér ýmis smærri fyrirtæki svo sem Ullarþvottastöð SÍS með 15 manna starfsliði. Þá er hér fisk- vinnslufyrirtæki sem heitir Saltfiskþurrkun Guðbergs Ing- ólfssonar og svo er ísverk- smiðjan Kjörís hf. og Trésmiðja Hveragerðis, Ýmis enn stærri fyrirtæki eru hér eins og bíla- verkstæði, trésmíðaverkstæði, tvær matvöruverslanir og sér- verslanir eru að byrja að rísa FV 2 1978 77
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.