Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.02.1978, Blaðsíða 29
Tízkusýningar Um 45 manns í tveimur samtökum sýningarfólks Halda námskeið fyrir almenning, þar sem kennd eru undirstöðuatriði í snyrtingu og hreyfingum Hér á landi starfa nú tvenn samtök sýningarfólks, Caron, samtök sýningarfólks off Módel- samtökin. Þau fyrri eru undir stjórn Hönnu Frímannsdóttur og þau siðari Unnar Arngríms- dóttur. Auk þess hefur Pálína Jónmundsdóttir haft sýningar- fólk á sínum snærum, sem nú fæst aðallega við að sitja fyrir hjá ljósmyndurum. Miklu meiri eftirspurn er eftir stúlkum en karlmönnum, til tískusýninga, enda hafa bæði samtökin yfir að ráða mun fleiri stúlkum. Hjá Módel- samtökunum starfa um 20 manns, þar af fjórir karlar, og hjá Caron um 25 manns, þar af 7 karlar. # IVIikill áhugi á tízku Hönnu og Unni ber saman um að áhugi á tískusýnjngum hafi aldrei verið jafn mikill og nú, eins og skýrt kom fram á þeim tveim sýningum, Heim- ilið 77 og Iðnsýningunni, sem haldnar voru í Laugardalshöll i haust. Mikil aðsókn var að öll- um sýningum og meiri en að öðrum skemmtiatriðum. Sam- hliða þessu 'hefur farið mjög vaxandi áhugi ungs fólks á að sýna föt. Sérstaklega á þetta þó við um karlmenn. Til skamms tíma hefur verið erfitt að fá karlmenn til að sýna föt, en nú hópast þeir að báðum samtök- unum. Bæði Módelsamtökin og Caron halda námskeið fyrir al- menning, þar sem kennd eru ýmis undirstöðuatriði í snyrt- ingu, hreyfingum og fleiru. Flest sýningarfólk samtakanna er valið úr þeim hópum, sem Módelsamtökin taka 4 þúsund krón,ur fyrir sýningu fyrir hverja stúlku. sækja hin almennu námskeið og fer síðan á framhaldsnám- skeið. Aldur starfandi sýning- arfól'ks er yfirleitt frá 18 til 30, með nokkrum undantekningum. Miklar annir hafa verið hjá báðum samtökunum. Sagði Unnur Arngrímsdóttir, að sl. sumar hefðu Módelsamtökin haft yfir hundrað sýningar. Fastar sýningar eru haldnar á föstudögum á Loftleiðum, auk þess sem mikið er um sýningar fyrir ráðstefnu- og ferðamanna- hópa. Hjá Caron hefur einnig verið mikið að gera. Samtökin höfðu fastar sýningar í Eden í Hveragerði sl. sumar, auk þess sem margar sýningar hafa verið haldnar um allt land, á vegum Ferðaskrifstofunnar Sunnu. Þar hefur verið tekin upp sú nýjung að nota kvik- mynd og tískusýningu saman. # Allir í aukavinnu Allt sýningarfólk, sem starfar hér á landi, vinnur þetta í auka- vinnu. Atvinna er ekki næg, til að geta sinnt þessu einu. Laun eru nokkuð mismunandi, eftir samtökum og einstaklingum. Módelsamtökin taka fjögur þúsund krónur fyrir sýningu, fyrir hverja stúlku, en Caron samtökin taka gjald fyrir hverja flík, sem sýnd er, sem gefur svipaða niðurstöðu. Al- mennt er tekið nokkru hærra gjald fyrir að sitja fyrir hjá ljósmyndurum og enn hærra fyrir sjónvarpsauglýsingar. Svo er að heyra, sem þessi laun þyki ekki há og standi til að hækka þau. Rétt er að hafa í huga að innifalið í þessu er það, að fólk mæti að fullu snyrt, með nýja hárgreiðslu og verður auk þess að leggja til sokka og skó og oft annan fatn- að. Þar við bætist að sýningar- FV 2 1978 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.