Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 29

Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 29
Tízkusýningar Um 45 manns í tveimur samtökum sýningarfólks Halda námskeið fyrir almenning, þar sem kennd eru undirstöðuatriði í snyrtingu og hreyfingum Hér á landi starfa nú tvenn samtök sýningarfólks, Caron, samtök sýningarfólks off Módel- samtökin. Þau fyrri eru undir stjórn Hönnu Frímannsdóttur og þau siðari Unnar Arngríms- dóttur. Auk þess hefur Pálína Jónmundsdóttir haft sýningar- fólk á sínum snærum, sem nú fæst aðallega við að sitja fyrir hjá ljósmyndurum. Miklu meiri eftirspurn er eftir stúlkum en karlmönnum, til tískusýninga, enda hafa bæði samtökin yfir að ráða mun fleiri stúlkum. Hjá Módel- samtökunum starfa um 20 manns, þar af fjórir karlar, og hjá Caron um 25 manns, þar af 7 karlar. # IVIikill áhugi á tízku Hönnu og Unni ber saman um að áhugi á tískusýnjngum hafi aldrei verið jafn mikill og nú, eins og skýrt kom fram á þeim tveim sýningum, Heim- ilið 77 og Iðnsýningunni, sem haldnar voru í Laugardalshöll i haust. Mikil aðsókn var að öll- um sýningum og meiri en að öðrum skemmtiatriðum. Sam- hliða þessu 'hefur farið mjög vaxandi áhugi ungs fólks á að sýna föt. Sérstaklega á þetta þó við um karlmenn. Til skamms tíma hefur verið erfitt að fá karlmenn til að sýna föt, en nú hópast þeir að báðum samtök- unum. Bæði Módelsamtökin og Caron halda námskeið fyrir al- menning, þar sem kennd eru ýmis undirstöðuatriði í snyrt- ingu, hreyfingum og fleiru. Flest sýningarfólk samtakanna er valið úr þeim hópum, sem Módelsamtökin taka 4 þúsund krón,ur fyrir sýningu fyrir hverja stúlku. sækja hin almennu námskeið og fer síðan á framhaldsnám- skeið. Aldur starfandi sýning- arfól'ks er yfirleitt frá 18 til 30, með nokkrum undantekningum. Miklar annir hafa verið hjá báðum samtökunum. Sagði Unnur Arngrímsdóttir, að sl. sumar hefðu Módelsamtökin haft yfir hundrað sýningar. Fastar sýningar eru haldnar á föstudögum á Loftleiðum, auk þess sem mikið er um sýningar fyrir ráðstefnu- og ferðamanna- hópa. Hjá Caron hefur einnig verið mikið að gera. Samtökin höfðu fastar sýningar í Eden í Hveragerði sl. sumar, auk þess sem margar sýningar hafa verið haldnar um allt land, á vegum Ferðaskrifstofunnar Sunnu. Þar hefur verið tekin upp sú nýjung að nota kvik- mynd og tískusýningu saman. # Allir í aukavinnu Allt sýningarfólk, sem starfar hér á landi, vinnur þetta í auka- vinnu. Atvinna er ekki næg, til að geta sinnt þessu einu. Laun eru nokkuð mismunandi, eftir samtökum og einstaklingum. Módelsamtökin taka fjögur þúsund krónur fyrir sýningu, fyrir hverja stúlku, en Caron samtökin taka gjald fyrir hverja flík, sem sýnd er, sem gefur svipaða niðurstöðu. Al- mennt er tekið nokkru hærra gjald fyrir að sitja fyrir hjá ljósmyndurum og enn hærra fyrir sjónvarpsauglýsingar. Svo er að heyra, sem þessi laun þyki ekki há og standi til að hækka þau. Rétt er að hafa í huga að innifalið í þessu er það, að fólk mæti að fullu snyrt, með nýja hárgreiðslu og verður auk þess að leggja til sokka og skó og oft annan fatn- að. Þar við bætist að sýningar- FV 2 1978 29

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.