Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Blaðsíða 37

Frjáls verslun - 01.02.1978, Blaðsíða 37
3 í Reykjavík, lííið útibú, þar sem skipulagðar eru ferðir fyrir þá Islendinga, sem vilja nota sér þjónustu SAS og taka þátt í ferðum, sem fyrirtækið skipuleggur frá Skandinavíu. Samkvæmt upplýsingum, sem fengust á skrif- stofu SAS á Laugaveginum þá notfæra íslend- ingar sér mikið þessa þjónustu og taka mjög oft þátt í ferðum til mjög fjarlægra staða. — Það er inikið um það að þeir, sem koma til okkar, séu aðilar, sem vilja samræma við- skiptaferðir sínar og sumarfrí. Þeim hentar vel að geta flogið t.d. til Bankok áhyggjulaust, Ijúka þar erindum sínum og hafa síðan frjálsar hend- ur um það hvernig þeir verja tíma sínum það sem eftir er ferðarinnar. A sumrin eru áætlunarferðir milli Danmerk- ur, íslands og Grænlands, á vegum SAS og geta þeir farþegar notfært sér það, sem þurfa að fara til Kaupmannahafnar, sem er útgangs- punktur í SAS-ferðirnar, sem héðan eru skipu- lagðar. TIL FJARLÆGRA LANDA í auglýsingabæklingi frá SAS eru kynntar þær ferðir sem þeir bjóða upp á og yrði allt of langt mál að telja upp alla þá staði. En þó má nefna Asíulönd, Austur-Afríku, Vestur-Indíur, Suður-Ameríku, Rússland, Egyptaland og fleiri og fleiri. Þarna virðist vera allt sem hugurinn girnist. En af þessum ferðum, sem boðið er upp á, virðast íslendingar hafa mestan áhuga á Asíu- löndum og Afríku, sögðu stúlkurnar sem vinna fyrir SAS hér í Reykjavík. Að lokum má geta þess að starfsmenn SAS hér eru fjórir, þar af einn á Keflavíkurflugvelli og þrír í skrifstofunni í Reykjavík. Oll þjónustan hér er inn í ramma áætlunarflugs og fellur und- ir reglur sem gilda um það, þannig að farseðlar eru greiddir í íslenskum krónum og ferðamanna- gjaldeyrir 'er eins og um venjulegt áætlunarflug væri að ræða. Á ferð um náttúruverndarsvæði í Kenya. í sólbaði fyrir framan hótel í Grikklandi. Sunna: Býður allt nema snjó — Við bjóðum upp á allt nema snjó, sagði Jón Guðnason, hjá Ferðaskrifstofunni Sunnu, þegar Frjáls verzlun innti hann eftir sumaráætl- un ferðaskrifstofunnar. Að vanda er sumaráætl- ,un Sunnu fjölbreytt, en þar ber hæst sem fyrr Mallorca ferðirnar, sem að sögn Jóns eru enn lang vinsælustu ferðirnar hjá Islendingum, þeg- ar valið stendur milli einstakra staða í sólar- löndunum svokölluðu. Þeir eru orðnir margir Islendingarnir sem hafa heimsótt Mallorca að sumarlagi og sagði Jón að mjög margir þeirra kæmu ár eftir ár, og vildu þá gjarnan búa líka á sömu hótelunum. Ástæðan fyrir þessu væri sennilega að einhverju leyti 1 þeim töfrum sem eru yfir eyjunni. Mallorca er ein af eyjunum í Balear-eyjaklasanum undan austurströnd Spánar. Að norðan er eyjan f jöllótt, en þvert yfir hana gengur flatlendi. Baðstrend- ur eru langar og miklar á eyjunni og landslag fjölbreytt. Jón sagði að svo virtist sem allir aldurshópar sæktu til Mallorca. Þar væri nóg fjör fyrir unga fólkið, en jafnmikill möguleiki á kyrrð og hvíld fyrir þá. sem vildu taka líf- inu með ró. SPÁNARSTRENDUR OG GRIKKLAND Af öðrum stöðum, sem Sunna býður sínum viðskiptavinum upp á má nefna Costa del Sol, Ccsta Brava, Kanaríeyjar og Portúgal, en síð- astnefndi staðurinn er nýr á nálinni í ferðaáætl- un Sunnu. Auk þess má nefna ferðir til Grikk- lands, Ítalíu, Rínarlanda, Kaupmannahafnar og FV 2 1978 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.