Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 37

Frjáls verslun - 01.02.1978, Page 37
3 í Reykjavík, lííið útibú, þar sem skipulagðar eru ferðir fyrir þá Islendinga, sem vilja nota sér þjónustu SAS og taka þátt í ferðum, sem fyrirtækið skipuleggur frá Skandinavíu. Samkvæmt upplýsingum, sem fengust á skrif- stofu SAS á Laugaveginum þá notfæra íslend- ingar sér mikið þessa þjónustu og taka mjög oft þátt í ferðum til mjög fjarlægra staða. — Það er inikið um það að þeir, sem koma til okkar, séu aðilar, sem vilja samræma við- skiptaferðir sínar og sumarfrí. Þeim hentar vel að geta flogið t.d. til Bankok áhyggjulaust, Ijúka þar erindum sínum og hafa síðan frjálsar hend- ur um það hvernig þeir verja tíma sínum það sem eftir er ferðarinnar. A sumrin eru áætlunarferðir milli Danmerk- ur, íslands og Grænlands, á vegum SAS og geta þeir farþegar notfært sér það, sem þurfa að fara til Kaupmannahafnar, sem er útgangs- punktur í SAS-ferðirnar, sem héðan eru skipu- lagðar. TIL FJARLÆGRA LANDA í auglýsingabæklingi frá SAS eru kynntar þær ferðir sem þeir bjóða upp á og yrði allt of langt mál að telja upp alla þá staði. En þó má nefna Asíulönd, Austur-Afríku, Vestur-Indíur, Suður-Ameríku, Rússland, Egyptaland og fleiri og fleiri. Þarna virðist vera allt sem hugurinn girnist. En af þessum ferðum, sem boðið er upp á, virðast íslendingar hafa mestan áhuga á Asíu- löndum og Afríku, sögðu stúlkurnar sem vinna fyrir SAS hér í Reykjavík. Að lokum má geta þess að starfsmenn SAS hér eru fjórir, þar af einn á Keflavíkurflugvelli og þrír í skrifstofunni í Reykjavík. Oll þjónustan hér er inn í ramma áætlunarflugs og fellur und- ir reglur sem gilda um það, þannig að farseðlar eru greiddir í íslenskum krónum og ferðamanna- gjaldeyrir 'er eins og um venjulegt áætlunarflug væri að ræða. Á ferð um náttúruverndarsvæði í Kenya. í sólbaði fyrir framan hótel í Grikklandi. Sunna: Býður allt nema snjó — Við bjóðum upp á allt nema snjó, sagði Jón Guðnason, hjá Ferðaskrifstofunni Sunnu, þegar Frjáls verzlun innti hann eftir sumaráætl- un ferðaskrifstofunnar. Að vanda er sumaráætl- ,un Sunnu fjölbreytt, en þar ber hæst sem fyrr Mallorca ferðirnar, sem að sögn Jóns eru enn lang vinsælustu ferðirnar hjá Islendingum, þeg- ar valið stendur milli einstakra staða í sólar- löndunum svokölluðu. Þeir eru orðnir margir Islendingarnir sem hafa heimsótt Mallorca að sumarlagi og sagði Jón að mjög margir þeirra kæmu ár eftir ár, og vildu þá gjarnan búa líka á sömu hótelunum. Ástæðan fyrir þessu væri sennilega að einhverju leyti 1 þeim töfrum sem eru yfir eyjunni. Mallorca er ein af eyjunum í Balear-eyjaklasanum undan austurströnd Spánar. Að norðan er eyjan f jöllótt, en þvert yfir hana gengur flatlendi. Baðstrend- ur eru langar og miklar á eyjunni og landslag fjölbreytt. Jón sagði að svo virtist sem allir aldurshópar sæktu til Mallorca. Þar væri nóg fjör fyrir unga fólkið, en jafnmikill möguleiki á kyrrð og hvíld fyrir þá. sem vildu taka líf- inu með ró. SPÁNARSTRENDUR OG GRIKKLAND Af öðrum stöðum, sem Sunna býður sínum viðskiptavinum upp á má nefna Costa del Sol, Ccsta Brava, Kanaríeyjar og Portúgal, en síð- astnefndi staðurinn er nýr á nálinni í ferðaáætl- un Sunnu. Auk þess má nefna ferðir til Grikk- lands, Ítalíu, Rínarlanda, Kaupmannahafnar og FV 2 1978 37

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.