Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.02.1978, Blaðsíða 25
breyta genginu einvörðungu til að leysa öll vandamál í eitt skipti fyrir öll. Nú er það hins vegar svo að gengið hefur þá ákjósanlegu eiginleika að draga hvort tveggja í senn úr halla á utanríkisviðskiptum og efla atvinnu og framleiðslu til skamms tíma, en það hefur aft- ur á móti þá ókosti að verð- bólga og eftirspurnarþensla fylgir í kjölfarið. Þess vegna er aðalvandi gengisfellingar af því tagi sem nýlega hefur orð- ið að stemma stigu við þenslu sem fylgir i kjölfarið. Hún verður með þeim hætti að út- flutningsatvinnuvegirnir fá fleiri krónur, sem jafngildir peningasköpun. Afurðalán hækka einnig sjálfkrafa. Þessir peningar lenda mestmegnis í viðskiptabönkunum til að byrja með, sem geta lánað meira út — cg þurfa til að „fjármagna verðbólguna“ í mynd hærri rekstrarkostnaðar fyrirtækja og einstaklinga. Þess vegna er gengisfelling án hliðarráðstaf- ana markleysa. VIRKT EÐA ÓVIRKT STÝRITÆKI Geneið getur verið virkt stýritæki ef því er beitt til að ná ákveðnu markmiði og aðrar aðgerðir miðaðar við það. Dæmi um þetta er t.d. þegar þjóð eins og Svisslendingar beita gengis- hækkun til að vinna gegn heimsverðbólgunni, sem reynd- ar hefur leitt til atvinnubrests og framleiðsluminnkunar hjá þeim. (Hefur nokkur heyrt tal- að um þessa niðurfærsluleið hér? Þetta væri þó alvöru niður- færsla.) Gengið var í vissum skilningi virkt stýritæki við viðreisnina 1960 og gengis- hækkunina 1973 (sem þó var ekki rétta leiðin, því markviss- ara var að taka meira í Verð- jöfnunarsjóð í staðinn). f öðr- um tilvikum hafa gengisbreyt- ingar síðan 1960 falið í sér skráningu á gengi krónu, sem þegar var fallin í reynd, þ.e. hún var óvirkt stýritæki. Þetta þýðir að gengisbreytingar og peningamagnsaukning hafa ekki síður verið afleiðing ann- arra ákvarðana en orsök. Gengisfelling er afleiðing- kjarasamninga og verðhækk- ana, þegar verðbólga er fjár- mögnuð með peningasköpun af því tagi. Peningasköpun er or- sök kauphækkana og verð- bólgu þegar seðlaprentun (beint úr Seðlabanka eða óbeint í gegnum ríkissjóð eða viðskipta- banka og sparisjóði) veldur eftirspurnarþenslu á vinnu- markaði jafnt sem öðrum mörk- uðum. Hvort tveggja hefur gerst í ríkum mæli hér á landi og reyndar farið saman meira og minna. Erjur um hvort eigi frumorsökina eru því yfirleitt ófrjóar eins og deilan um hvort hafi komið á undan hænan eða eggið, eða hvort blaðið klippi á skærunum. FAST GENGI EÐA FLJÓTANDI í þann mund sem menn voru að skilja ýmislegt sem gerðist í fastgengiskerfi heimsins fór allt á flot. Reyndar höfðu ýms- ir mætir hagfræðingar og pen- ingamenn bent á ýmsa kosti flotgengis og kenningar þeirra fengu nú eldskírn. f ljós kom að aðlaga þurfti kenningarnar aðstæðum, eins og búast mátti við. Almenna niðurstaðan eftir nokkurra ára reynslu af fljót- andi gengi ýmissa þjóða virðist vera sú að verðbólgan verði meiri í verðbólguhneigðum þjóðfélögum en við fast gengi en minni í þeim sem veitt hafa verðbólgunni kröftuga and- spyrnu. GENGISSIG OG GENGISSKREF Því gengissigskerfi sem við höfum búið við að undanförnu er ekki unnt að líkja við flot- gengi, þar sem gengið myndast á friálsum markaði. Sigi krón- unnar er stýrt af hentisemi eins og þegar slakað er smám saman á haldreipi manns í bjargsigi. Að vísu hefur geng- ið markast að nokkru af inn- bvrðis hreyfingum annarra gjaldmiðla, en þegar á heildina er litið hefur sigið verið mark- visst í þeim tilgangi að jafna metin milli innlendrar og er- 'lendrar verðbólgu, eða öðrum orðum mismun innlendra og er- lendra kostnaðartilefna. Nú náði Seðlabankinn ekki að slaka á genginu í takt við hamaganginn í innlendum hækkunum og því reyndist nauðsynlegt að stíga þó nokkurt gengislækkunarskref. Sjaldan hefur komið fréttatilkynning frá Seðlabankanum í eins mikl- um afsökunartón og nú, sem var óþarfi, því að ekkert þjóð- félag þolir yfir 100% kaup- hækkun á tveimur árum, nema afköstin (og að meðtöldum bættum viðskiptakjörum) auk- ist um a.m.k. helming, helst tvöfaldist. HVER ÁKVEÐUR GENGIÐ? Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin. Hver fundurinn rekur annan, þar sem menn reyna að sannfæra hvern annan um að það séu vondir menn inni á skrifstofu sem fella gengið. Hitt er söpnu nær, að verðbótavísi- tala á laun jafngildir fljótandi gengi (samkvæmt reynslu af gengissigi). Hvenær gengið er siðan skráð skiptir ekki öllu máli. AÐ HORFAST í AUGU VIÐ STAÐREYNDIR Ef menn fást ekki til að horf- ast í augu við staðreyndir og gengið haft alrangt skráð, má velta því fyrir sér hvað gerist. Sé um stuttan tíma að ræða birt- ist spákaupmennska í þeirri mynd að útflytjendur draga skil á gjaldeyri og lántakendur reyna að grynnka á erlendum skuld- um. Allur almenningur kaupir nýja og notaða bíla, litasjónvörp heimilistæki og hvers konar varning. Staðan út á við versn- ar og Seðlabankinn gæti til- kynnt einn góðan veðurdag, að nú væri gjaldeyrir uppurinn og gjaldeyrisviðskiptum hætt. Sé genginu haldið skökku til lengri tíma litið verður annað hvort rekstrarstöðvun fjöl- margra fyrirtækja eða grípa þarf til millifærslu fjár frá öll- um almenningi til þeirra. Við rekstrarstöðvun yrði FV 2 1978 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.