Frjáls verslun - 01.02.1978, Blaðsíða 32
Scrcfni:
Hvert á að fara
í sumarleyfinu?
Frjáls verzlun kynnir framboð ferðaskrifstofa og félaga
á utanlandsferðum í sumar
Veturinn á íslandi er langur og dimmur. Á þeim tíma ársins er gott að gct'a gælt við hugsunina
um sól og Siumar. Vegna Iegu landsins gerist það hins vegar stundum að sumarið langþráða Iætur
á sér sitanda og á það jafnvel til, að koma alls ekki í veðurfarslegu tilliti. Meðal annars þetta hef-
ur orðið til bess að íslendingar hafa í æ ríkara mæli ieitað út fyrir landsteinana í fríum sínunt
til þess að tryggja sér sólríkt sumarfrí. Straumurinn hefur einkum beinst til sólarlandanna svo-
kölluðu og er þar skemmst að minnast Spánar.
Ef dæma má af þróuninni tvö síðustu árin
virðist fjöldi íslendinga sem leggja land undir
fót erlendis vaxa stöðugt, en jafnframt er fjöldi
þeirra ferðamanna sem hingað koma til þess
að kynnast landi cg þjóð mikill. Árið 1976 var
fjöldi erlendra ferðamanna, sem hingað komu lið-
lega 79 þúsund, en í fyrra var talan komin upp
í rúm 80 þúsund. Hvað íslendingum, sem fóru
utan viðkemur, þá var fjöldi þeirra árið 1976
tæplega 60 þúsund, en i fyrra var talan komin
upp í 71 þúsund. Af þessu sést þó, að þeir eru
fleiri sem koma til landsins en þeir, sem fara
frá því.
Samkvæmt upplýsingum, sem fengust hjá
Ferðamálaráði voru tekjur fslendinga af ferða-
mönnum sem hingað komu 1976 liðlega 5 millj-
arðar. Er það drjúgur hluti af gjaldeyrisöflun
þjóðarinnar.
Þegar litið er yfir skýrslur lögreglustjóraemb-
ættisins í Reykjavík má sjá, að hingað til lands
koma gestir alls staðar að úr heiminum. Flest-
ir gestanna koma frá Bandaríkjunum, næst
koma Norðurlöndin, og síðan önnur Norður-Evr-
ópulönd. í skýrslunni má einnig sjá að hingað
rekst fólk frá mörgum fjarlægum stöðum.
Þar má nefna Mongólíu, Nicaragua, Salvador,
Burundi, Hong Kong og fleira og fleira mætti
tína hér til.
Hér á landi eru starfandi fjölmargar ferða-
skrifstofur til þess að vera landanum innan hand-
ar við skipulagningu ferða.
Til skamms tíma voru tilboð þeirra mun ein-
hæfari en þau eru nú, enda er nú svo komið að
vegir íslendinga virðast liggja til allra átta í
sumarfríum þeirra. Hinu er þó ekki að neita að
enn eru ákveðnir staðir í heiminum, sem virðast
hafa meira aðdráttarafl sem sumarleyfisstaðir
en aðrir.
Frjáls verzlun ræddi við forsvarsmenn all-
margra af þeim ferðaskrifstofum, sem starfa í
Reykjavík til þess að fá hugmynd um hvað er
á boðstólum fyrir íslendinga á komandi sumri.
Svör þeirra fylgja hér á eftir.
Atlantik:
Jersey, blómaeyjan
á Ermasundi
Um áramótin var opnuð enn ein ferðaskrxf-
stofan í Reykjavík og án efa hafa margir orðið
þá til að spyrja sjálfa sig hvort ekki væri nóg
komið af svo góðu. Hin nýja ferðaskrifstofa heit-
ir Atlantik og þeir sem eru þar í forsvari sögð-
ust vissulega vera samþykkir bví að nóg væri
um ferðaskrifstofur hér, en bó væri enn gloppa
í ferðamálunum, sem þeir ætluðu sér að reyna
að bæta úr og því hefði verið farið út í stofn-
un fyrirtækisins.
Atlantik er til húsa í nýja Iðnaðarmannahús-
inu við Hallveigarstíg og er Böðvar Valgeirsson
framkvæmdastjóri fyrirtækisins. Frá því um
áramótin hefur tíminn verið notaður til þess að
skipuleggja sumarferðirnar »g liggur áætlunin
nú fyrir. Ber hún það greinilega með sér að
þarna er um nokkuð ólíka áætlun að ræða borið
saman við ferðaáætlun annarra ferðaskrifstofa.
Atlantik mun ekki skipuleggja neinar sólar-
ferðir, eins og þær eru oft kallaðar, heldur mun
beina ferðum sínum á nokkuð aðrar brautir.
JERSEY — NÚMER EITT
Númer eitt á blaði ferðaskrifstofunnar eru
ferðir til eyjarinnar Jersey, sem liggur s.yðst í
Ermarsundi, rétt úti fyrir strönd Norður-Frakk-
lands, en á síðustu árum hafa Ermarsundseyj-
arnar orðið vinsælar, sem sumarleyfisstaður.
32
FV 2 1978