Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 47

Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 47
Pfaff hf.: 16.500 Candy-tæki a 10 arum Finnskur umboðsmaður Pfaff benfi á vélarnar Reyndar sagði Þórður Fiat vera stærsta fyrirtæki á Ítalíu og eins konar ríki í ríkinu; þeir hafa jafnvel byggt vegi og eiga, eins og til dæmis hraðbrautina milli Milano og Torino. Og Fiat á fleira en Fiat. Þeir eiga Auto- bianchi, Lancia og OM, sem eru bilaframleiðendur auk þess sem þeir eiga sæg annarra fyr- irtækja, stórra og smárra á ýmsum sviðum. Og Fiat nær út fyrir Ítalíu. Þeir eiga Seat-verk- smiðjurnar á Spáni, verksmiðj- ur í S-Ameríku, þeir hafa byggt upp bílaverksmiðju í Sovét- ríkjunum, sem framleiðir Lada og fær Fiat prósentur af hverj- um Lada-bíl, sem til dæmis selst hér á landi, og þeir hafa byggt upp Fiat-verksmiðjur í Póllandi, sem reyndar eru einu verksmiðjurnar utan Ítalíu, sem fá að framleiða undir Fiat- nafninu. Sennilega myndi heilt sérrit um Fiat ekki duga til að gera þessum risa nein viðhlít- andi skil, því þetta er eins og Þórður sagði — alveg óskaplegt fyrirbæri. En þó er vert að baeta við einum punkti, þess efnis, að það var íslendingur, sem hannaði tölvubúnað aðal- verksmiðjunnar í Torino, en hanni er svo fullkominn að jafn- vel skrúflyklarnir, sem herða rærnar, eru tölvustýrðir! Hönn- uður þessa kerfis var Einar Hlíðdal, tölvuverkfræðingur, sem starfar hjá svissnesku fyr- irtæki. Davíð Sigurðsson hf. flytur nú einnig inn Pólska-Fiat. — Þeir framleiða Fiat 125, sem itölsku verksmiðjurnar eru hættar að framleiða, sagði Þórður. — Hann er líka lang- ódýrasti bíllinn, ódýrari en 127, þannig að hann fellur alveg ágætlega inn í Fiat-framboðið hjá okkur. Og auðvitað spurðum við Þórð, hvort hann fyndi ein- hvern mun á því að skipta við Pólverja og ítalina. — Já. Á því er sá reginmunur, að öll viðskipti við Pólverjana eru mun persónulegri. Það setur sín mörk á andrúmsloftið, þegar maður er að skipta við slíkan risa, sem Fiat á ftalíu er, þar scm jafnvel skrúflyklarnir eru tölvustýrðir. — Ástæðan fyrir því að við fórum að flytja inn Candy- heimilisvélar, er sú, að finnski umboðsmaður Pfaff bcinti okk- ur á þessar vélar og spurði, hvort við hefðum ekki reynt að selja Candy á íslandi. Það varð svo úr að við skrifuðum til Candy og kom maður frá þeim hingað til lands, þar sem það voru fleiri en við, sem sýndum áhuga á að gerast umboðsmenn fyrir Candy á íslandi. Hann valdi svo okkur, sagði Magnús Þorgeirsson hjá Pfaff hf. — Og við vorum einmitt að halda upp á 10 ára viðskiptatengsl í des- ember sl. — Candy-verksmiðjurnar lögðu mikið upp úr því að binda okkur við ákveðið magn, en við vorum lítið hrifnir af því, þar sem við þekktum ekk- ert þvottavélamarkaðinn hér á landi. Það varð svo úr að við bundum okkur við 300 vélar fyrsta árið, en strax fyrsta mánuðinn, desember 1967 seld- um við 142 vélar og á árinu Magnús Þorgeirs- son, forstjóri Pfaff hf. FV 2 1978 47

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.