Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.02.1978, Blaðsíða 57
Matvörumarkaðurinn IMeskjör h.f.: Verzlunin síðasta ári hug, að með hestaleigu og báts- ferðum til viðbótar mætti skapa hér aðstöðu til að staðurinn haldi í þá gesti, sem hingað koma. Ég gæti til dæmis hugs- að mér að bátsferðir hér með ströndinni og svo upp Hvítá, einkum upp ána, séu tilvalinn ferðamannasegull. Ég veit ekki nema þetta væri kjörið tæki- færi fyrir þá, sem flytja þessa hraðbáta inn, til þess að sýna sína vöru og selja, ef ekki er unnt að koma þessu öðru vísi af stað. En það er auðvitað ekki síð- ur hótelsins sjálfs að koma upp aðstöðu, sem gæti dregið að dvalargesti. Hér á ég við tóm- stundaaðstöðu ýmiss konar. Ég prófaði það til dæmis í vetur að setja upp leiktæki fyrir krakka og það gekk ágætlega til að byrja með, en því miður var þetta of einhæft til að endast til lengdar. Eins var ég að kaupa billjardborð á dögunum og það hefur reynzt vinsælt tæki. Þannig held ég að hótelið sjálft verði að leggja eitthvað af mörkum, eitthvað meira en mat og di'ykk. Því ekki að hafa aðstöðu í viðbyggingu fyrir sauna, nuddstofu, snyrtistofu og aðra þá aðstöðu, sem við vit- um að fólk kann að meta? Allt þetta dregur að og hjálpar til við að halda í gestina. Við verðum nefnilega að hafa það í huga, að Borgarnes er kjörinn dvalarstaður fyrir fólk af stórum hluta landsins. Það er ekkert fyrirtæki fyrir fólk úr Reykjavík að koma hingað og enn minna fyrirtæki verður það, þegar Borgarfjarðarbrúin kemur“. — Vel á minnzt. Borgarf jarð- arbrúin. Hefur hótelið ekki sótt' um aðstöðu við brúarsporðinn? ,,Það er rétt. Hótelið hefur sótt um lóð hérna megin við brúna. Hugmyndin er að koma þar upp matsölustað með teríu- sniði. Með tilkomu hans má bú- ast við að talsverður þáttur af núverandi viðskiptum hótelsins sjálfs hverfi, og þess vegna er mun brýnna að haga uppbygg- ingu hótelsins þannig, að það verði raunverulegur dvalarstað- ur fólks“. „Ég held að það sé alveg Ijóst, að fólk vill hafa þessa verzlun, því viðskiptin rúmlega þrefölduðust á síðasta ári“, sagði Þorbjörg Þórðardóttir, framkvæmdastjóri matvöru- markaðarins Neskjör hf. í Borg- arnesi, í samtali við Frjálsa verzlun. Nákvæmar tölur hef ég hins vegar ekki við hendina, þar sem bókhaldið er nú allt í Reykjavík í frágangi“. Neskjör er til húsa í Nesbæ, en það hús er í eigu Steinars og Jóhanns, sem annast alls kyns vöruflutninga milli Borg'- arness og Reykjavíkur. Það fyrirtæki hefur einnig bækistöð í Nesbæ og þar er líka úrsmið- ur með verzlun, sem heitir Klukkuborg, og einnig er þar til húsa tízkuverzlunin Júnó, sem Þorbjörg er eigandi að til helminga. Á neðri hæð Nesbæj- ar leigir Prjónastofa Borgai'- ness húsnæði og einnig eru þar til húsa Rarik og Trésmíða- verkstæði Borgarness. Tízkuverzlunin Júnó er m.a. með umboðssölu fyrir Evubæ í Keflavík og Verðlistann og sagði Þorbjörg greinilegt, að full þörf hefði verið fyrir þessa tízkuverzlun i Boi'garnesi. Og eins og ráða má af orðum Þor- bjargar hér að framan hefur ekki síður verið þörf fyrir mat- vörumarkaðinn. „Þar keppum við auðvitað við kaupfélagið, en sú samkeppni er að sjálf- sögðu öll í góðu“, sagði Þor- Þorbjörg Þórðardóttir fram- kvæmdastjóri. björg. „Við kaupum mjólk af mjólkursamlaginu hérna, en aðrar vörur kaupum við ann- ars staðar frá, til dæmis brauð- in í Reykjavík og kjötvörur all- ar frá Sláturfélagi Suðui'- lands. Við leggjum einnig áherzlu á að ná til ferðamanna og höf- um opið til klukkan 10 á föstu- dagskvöldum og fyrir hádegi á laugardögum", sagði Þorbjörg. „En kjarninn í okkar viðskipta- mannahópi eru auðvitað Borg- nesingar og einnig erum við talsvert farin að fá viðskipti við fólk úr sveitunum og vinnu- flokka“. FV 2 1978 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.