Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 57

Frjáls verslun - 01.02.1978, Side 57
Matvörumarkaðurinn IMeskjör h.f.: Verzlunin síðasta ári hug, að með hestaleigu og báts- ferðum til viðbótar mætti skapa hér aðstöðu til að staðurinn haldi í þá gesti, sem hingað koma. Ég gæti til dæmis hugs- að mér að bátsferðir hér með ströndinni og svo upp Hvítá, einkum upp ána, séu tilvalinn ferðamannasegull. Ég veit ekki nema þetta væri kjörið tæki- færi fyrir þá, sem flytja þessa hraðbáta inn, til þess að sýna sína vöru og selja, ef ekki er unnt að koma þessu öðru vísi af stað. En það er auðvitað ekki síð- ur hótelsins sjálfs að koma upp aðstöðu, sem gæti dregið að dvalargesti. Hér á ég við tóm- stundaaðstöðu ýmiss konar. Ég prófaði það til dæmis í vetur að setja upp leiktæki fyrir krakka og það gekk ágætlega til að byrja með, en því miður var þetta of einhæft til að endast til lengdar. Eins var ég að kaupa billjardborð á dögunum og það hefur reynzt vinsælt tæki. Þannig held ég að hótelið sjálft verði að leggja eitthvað af mörkum, eitthvað meira en mat og di'ykk. Því ekki að hafa aðstöðu í viðbyggingu fyrir sauna, nuddstofu, snyrtistofu og aðra þá aðstöðu, sem við vit- um að fólk kann að meta? Allt þetta dregur að og hjálpar til við að halda í gestina. Við verðum nefnilega að hafa það í huga, að Borgarnes er kjörinn dvalarstaður fyrir fólk af stórum hluta landsins. Það er ekkert fyrirtæki fyrir fólk úr Reykjavík að koma hingað og enn minna fyrirtæki verður það, þegar Borgarfjarðarbrúin kemur“. — Vel á minnzt. Borgarf jarð- arbrúin. Hefur hótelið ekki sótt' um aðstöðu við brúarsporðinn? ,,Það er rétt. Hótelið hefur sótt um lóð hérna megin við brúna. Hugmyndin er að koma þar upp matsölustað með teríu- sniði. Með tilkomu hans má bú- ast við að talsverður þáttur af núverandi viðskiptum hótelsins sjálfs hverfi, og þess vegna er mun brýnna að haga uppbygg- ingu hótelsins þannig, að það verði raunverulegur dvalarstað- ur fólks“. „Ég held að það sé alveg Ijóst, að fólk vill hafa þessa verzlun, því viðskiptin rúmlega þrefölduðust á síðasta ári“, sagði Þorbjörg Þórðardóttir, framkvæmdastjóri matvöru- markaðarins Neskjör hf. í Borg- arnesi, í samtali við Frjálsa verzlun. Nákvæmar tölur hef ég hins vegar ekki við hendina, þar sem bókhaldið er nú allt í Reykjavík í frágangi“. Neskjör er til húsa í Nesbæ, en það hús er í eigu Steinars og Jóhanns, sem annast alls kyns vöruflutninga milli Borg'- arness og Reykjavíkur. Það fyrirtæki hefur einnig bækistöð í Nesbæ og þar er líka úrsmið- ur með verzlun, sem heitir Klukkuborg, og einnig er þar til húsa tízkuverzlunin Júnó, sem Þorbjörg er eigandi að til helminga. Á neðri hæð Nesbæj- ar leigir Prjónastofa Borgai'- ness húsnæði og einnig eru þar til húsa Rarik og Trésmíða- verkstæði Borgarness. Tízkuverzlunin Júnó er m.a. með umboðssölu fyrir Evubæ í Keflavík og Verðlistann og sagði Þorbjörg greinilegt, að full þörf hefði verið fyrir þessa tízkuverzlun i Boi'garnesi. Og eins og ráða má af orðum Þor- bjargar hér að framan hefur ekki síður verið þörf fyrir mat- vörumarkaðinn. „Þar keppum við auðvitað við kaupfélagið, en sú samkeppni er að sjálf- sögðu öll í góðu“, sagði Þor- Þorbjörg Þórðardóttir fram- kvæmdastjóri. björg. „Við kaupum mjólk af mjólkursamlaginu hérna, en aðrar vörur kaupum við ann- ars staðar frá, til dæmis brauð- in í Reykjavík og kjötvörur all- ar frá Sláturfélagi Suðui'- lands. Við leggjum einnig áherzlu á að ná til ferðamanna og höf- um opið til klukkan 10 á föstu- dagskvöldum og fyrir hádegi á laugardögum", sagði Þorbjörg. „En kjarninn í okkar viðskipta- mannahópi eru auðvitað Borg- nesingar og einnig erum við talsvert farin að fá viðskipti við fólk úr sveitunum og vinnu- flokka“. FV 2 1978 57

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.