Frjáls verslun - 01.02.1978, Síða 77
ið ihann á stundinni. Heldur
verðum við að kaupa stórt til
þess að veita alltaf jafna og
góða þjónustu.
HEFUR STUNDAÐ VERSL-
UNARSTÖRF í 30 ÁR
Sigurður sagðist vera búinn
að stunda verslunarstörf í rúm
30 ár. — Ég byrjaði sem af-
greiðslumaður hjá S. Ólafsson
& Co. og var þar í 11 ár, sagði
hanm. — Síðan starfaði ég sem
féhirðir í Landsbankanum í 9
ár. Það var svo fyrir 13 árum
sem ég byrjaði með eigin versl-
un. Ég leigði þetta húsnæði af
þeim sem rak hér verslun áður
og breytti því þá strax í kjör-
búð. Viðskiptin hafa aukist
gífurlega á þessum árum og
núna vantar mig bara meira
pláss. Það stendur til að stækka
húsið eitthvað og þá ætti að-
staðan að verða betra.
— Annars er það fleira sem
hefur breyst á þessum árum
Hveragerðishreppur:
síðan ég fór að starfa við versl-
un bætti Sigurður við. Ég man
eftir 6 sjálfstæðum matvöru-
kaupmönnum á Stokkseyri og
5 á Eyrarbakka. Eni einka-
reksturinn á í vök að verjast
um allt land og sjálfstæðum
matvöruverslunum fækkar
stöðugt. Ég sá viðtali í dag-
blaði um daginn við kaupmann-
inn á Raufarhöfn. Hann sagðist
vera eini sjálfstæði matvöru-
kaupmaðurinn á svæðinu frá
Akureyri. En höldum áfram
austur úr. Næsta sjálfstæða
verslunin er á Seyðisfirði, þar
næst á Reyðarfirði og síðan
engin fyrr en þessi hérna.
„SJÁLFSTÆÐIR MATVÖRU-
KAUPMENN SÍÐUSTU
FORSVARAR FRJÁRSRAR
VERSLUNAR f DREIFBÝL-
INU“
— Fyrst og fremst þurfum
við að fá skilning yfirvalda á
því hver aðstöðumunurinn er á
verslun úti á landi og í Reykja-
vík. Ég veit að kaupfélagsversl-
anirnar eiga líka í erfiðleikum,
en kaupfélögin eru bara með
margþættari rekstur. Hvers
vegna eigum við úti á landi t.d.
að borga helmingi hærri að-
stöðugjöld en verslanir í
Reykjavík, þrátt fyrir að að-
staðan sé helmingi verri? Það
má benda á að sömu hlutirnir
voru að gerast í Noregi og Sví-
þjóð. Verslanir voru lagðar nið-
ur í stórum stíl þar. Það endaði
með þvi að tekið var upp
styrkjakerfi og sérstök lán fyr-
ir þá sem vildu leggja það á sig
að versla í dreifbýlinu.
Nú var kallað á Sigurð, því
menn voru farnir að bíða eftir
honum, en um leið og hann
sleit talinu sagði hann: — Við
þessir fáu skarfar sem stundum
sjálfstæðan rekstur á matvöru-
verslunum úti á landi, erum
eiginlega síðustu forsvarar
frjálsrar verslunar í dreifbýl-
inu.
IUöguleikar að nyta heita vatnið
í fleira en gróðrarstöðvar
t.d. ■ öllum iftnaði sem þarf að nota gufukatla
Þegar Frjáls verslun heim-
sótti Hverager'ði á dögunum
var oddvitinn Hafsteinn Krist-
insson heimsóttur og spurður
frctta af atvinnulífi og fram-
kvæmdum í Hveragerðis-
hreppi.
— Aðaluppistaðan í at-
vinnulífinu hérna sagði Haf-
steinn, — eru 27 sjálfstæðar
gróðrarstöðvar. Fjöldi þeirra
hefur staðið i stað undanfarin
15 ár, einfaldlega vegna þess
að hreppurinn hefur ekki út-
hlutað lóðum fyrir gróðrar-
stöðvar. Nú er hins vegar verið
að undirbúa 5—6 hektara lands
undir úthlutun og gæti það
verið pláss fyrir svona 10
stöðvar. Svo er ætlundn að út-
hluta öðru eins seinha. Hrepps-
nefndin ákvað að stuðla að á-
framhaldandi uppbyggingu á
þessu sviði, þar sem þetta er
eini atvinnuvegurinn sem hef-
ur lag á að nýta sér hitann
hérna. Hitinn er alveg óþrjót-
andi hérna og vatnið er 150—
160 stiga heitt. Það er eins og
menn hafi ekki áttað sig á
hvaða möguleika þetta gefur í
öðrum iðnaði, t.d. öllum iðnaði
sem þarf að nota gufukatla.
HEILSUHÆLI í STAÐ
FRYSTIHÚSA
— Annar stór þáttur í at-
vinnulífinu hérna, sagði Haf-
steinn, — eru hælin tvö. Ann-
ars vegar elliheimilið Ás og
hins vegar Náttúrulækninga-
félagshælið. Á hvoru um sig
vinna 60—70 manns og má
segja að þetta komi í staðinn
fyrir frystihús hjá okkur. Að
vísu greiða þessar stofnanir
ekki fasteignagjöld og ekki að-
stöðugjöld, en útsvarstekjur
vegna þeirra eru auðvitað tals-
verðar. Svo eru hér ýmis
smærri fyrirtæki svo sem
Ullarþvottastöð SÍS með 15
manna starfsliði. Þá er hér fisk-
vinnslufyrirtæki sem heitir
Saltfiskþurrkun Guðbergs Ing-
ólfssonar og svo er ísverk-
smiðjan Kjörís hf. og Trésmiðja
Hveragerðis, Ýmis enn stærri
fyrirtæki eru hér eins og bíla-
verkstæði, trésmíðaverkstæði,
tvær matvöruverslanir og sér-
verslanir eru að byrja að rísa
FV 2 1978
77