Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1978, Page 18

Frjáls verslun - 01.04.1978, Page 18
Ný-merkantílismi: Kaupið framleiðslu f ósturlandsins! Finnar og Svíar leggja mikið upp úr kynningu og sölu á innlendri framleiðslu Á undanförnum árum hefur okkur íslendingum verið blásin í brjóst þjóðrækni í neyzluvenjum okk- ar. í þessu hafa íslenzkir iðnrekendur gengið hvað harðast fram og náði barátta þeirra hámarki með iðnkynningarárinu. Undir slagorðinu „Veljum íslenzkt“ tókst iðnkynningu að fá 46% íslendinga til að huga að þjóðarhag, gjaldeyriseign og tryggingu atvinnu við innkaup í stað 12% áður. En slíkar herferðir eru ekk- ert séríslenzkt fyrirbrigði nema síður væri. í flestum löndum heims, ekki sízt í helztu við- skiptalöndum íslendinga hefur gætt sívaxandi þjóðernisstefnu í viðskiptum, bæði i utanríkis- viðskiptum og á innlendum markaði. Hafa framleiðendur og ríkisstjórnir hvarvetna reynt að byggja í kringum sig við- skiptamúra, og í því skyni reynt að fara i kringum alþjóðasamn- inga, beitt gengisstefnu, mis- munað innflutningi með styrkjakerfi eða alið á þjóð- rækni kaupenda. # Herferð í Finnlandi í Finnlandi hefur til dæmis staðið yfir herferð fyrir því að neytendur kaupi innlendar vörur. Þar líkt og hér eru rök eins og viðskiptajöfnuður og atvinna notuð í baráttunni fyr- ir þjóðhollum innkaupum. Finnska ríkisstjórnin stendur af heilum hug á bak við her- ferðina og ver til hennar um 100 milljónum íslenzkra króna á þessu ári, en það er hálf fjár- Iíúðargluggi í Svíþjóð þar sem vegfarendur eru hvattir til að kaupa sænskt.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.