Frjáls verslun - 01.04.1978, Page 19
magnsþörfin. Atvinnuvegirnir
sjá um afganginn. Markhópur-
inn er finnskur almenningur
og reynt er að hafa áhrif á hann
í gegnum auglýsingar og grein-
ar i blöðum, og þeir sem ann-
ast stórinnkaup fyrir ríki og
sveitarfélög. Þeim eru boðin
betri lánakjör, hærri styrkir,
minni skriffinnska o. s. frv., ef
keypt er inn frá innlendum
framleiðanda.
Herferðin, sem Samtökin uni
innlenda atvinnu skipuleggur.
• Upplýsingadeild dreifir
blaðagreinum, fyrirlestrum,
myndsýningarefni, og véitir
dagblöðum ýmsa þjónustu.
• Sjónvarps- og víðavangs-
auglýsingar.
• Rannsóknir og útgáfu-
starfsemi.
• Blaðið Tuotatouutiset
(Framleiðslufréttir), sem gefið
er út í 25.000 eintökum.
SAAB-
bílar eru
m.a. fram-
leiddir
í verk-
smiðjum í
Finnlandi.
Því hafa
finnsk yfir-
völd lagt
áherslu á
að kaupa
þessa
tegund bíla
fyrir hið
opinbera.
hefur haft mikil áhrif á inn-
kaupavenjur opinberra aðila í
Finnlandi. Sem dæmi má nefna
að gefin hafa verið fyrirmæli
um að allir bílar, sem keyptir
eru til opinberra nota, á það
jafnt við um ráðherrabíla sem
snattbíla fyrir stofnanir, skuii
vera af gerðinni Saab, sem
framleidd er hjá ríkisfyrirtæk-
inu Valmet samkvæmt einka-
leyfi.
Samtökin um innlenda at-
vinnu nota ýmsar leiðir til að
ná markmiði sínu, sem er að
draga úr atvinnuleysi og
minnka erlendar lántökur:
Merki sem Svíar hafa látið
hanna fyrir kynningarherferðir
sínar.
• Samkeppní, þar á meðal
útflutningsverðlaun forsetans.
é Vörusýningar, ritgerða-
samkeppnir í skólum o. fl.
# Aðgerðir einstakra
iðngreina í Svíþjóð
í Svíþjóð eru einnig að fara
af stað miklar herferðir fyrir
innlenda framleiðslu. Þar er þó
um að ræða herferðir einstakra
iðngreina og af þeim er minni
opinber keimur en í Finnlandi,
þó svo að opinberir styrkir til
þeirra séu ríkulegir. Svíar
reikna ekki með því að fólk
muni kaupa innlenda fram-
leiðslu af þegnskyldu einni
saman og er áherzlan því lögð
á að sannfæra almenning um
gæði sænskrar framleiðslu.
Fyrsta herferðin fór af stað
í byrjun marz, og var það her-
ferð fataiðnaðarins. Undir slag-
orðinu „Sænskt. Það borgar
sig“, og með 55 milljóna ís-
lenzkra króna ríkisstyrk upp á
vasann ætla fataframleiðendur
að fá sænska neytendur til að
kaupa innlend föt. Markaðs-
rannsókn, sem framleiðendur
hafa látið gera, sýnir að Svíar
vilji gjarnan kaupa innlendan
fatnað, en eigi í erfiðleikum
með að finna hann í verzlunun-
um. Því hefur verið ákveðið
að festa blágult S-merki og
fána á öll sænsk föt áður en
þau fara úr verksmiðjum. Að
auki verða birtar auglýsingar í
blöðum, gerðar útstillingar í
verzlunum og gefinn út bækl-
ingur þar sem verzlunarfólki
eru gefin sölurök fyrir sænsk-
um fötum.
Orsök herferðarinnar er að
frá 1973 til 1977 hefur hluti
sænskra fataframleiðenda á
sænskum mai'kaði minnkað að
magni til úr 27% í 14%. Lengi
vel var talið, að samdráttur-
inn stafaði af innflutningi frá
láglaunalöndum, en það að að-
eins þriðjungur fatainnflutn-
ingsins kemur frá þróunarlönd-
unum sýnir að sænskir fram-
leiðendur eigi einnig erfitt með
að standast samkeppni við
evrópska framleiðendur.
FV 4 1978
lí)