Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 33
íslenzka járnblendifélagið h.f.:
Langstærsta iðnaðarfjárfesting
íslendinga sjálfra til þessa
Sagt frá aðdraganda að stofnun félagsins og samningum
við Lnion Carbide og Elkem-Spigerverket
Á undanförnum 2—3 árum hefur talsvert verið rætt um væntanlega vinnslu kísiljárns á Grundar-
tanga í Hvalfirði. Hefur umræð'an ýmist staðið í dagblöðium, ríkisfjölmiðlum, á Alþingi, í ríkis-
stjórn og á almennum fundum víðs vegar um landið. Mörgum liefur þótt umræðan um of pólitísk,
of mikil áherzla lögð á umhverfisverndarsjónarmið og oft þótt hún lítt málefnaleg. Hvernig er
íslcnska járnblendifélagið til komið? Hve mikil er fjárfesting landsmanna í þessu fyrirtæki? Svör
við þessum spurningum er ein aðalforsenda þess að hægt sé að ræða málefni þessarar verksmiðju
landsmönnum til gagns og fróðleiks. Frjáls verzlun hafði tækifæri til að kynna sér þessi mál á
blaðamannafundi sem íslenska járnblendifélagið hélt á Grundartanga í byrjun fcbrúar s.l.
„ÚTFLUTNINGUR
ÍSLENZKRAR ORKU“
Járnblendi eða kísiljárn
(ferrosilicon) er ein af mörg-
um tegundum málmblendis sem
notað er í alls kyns málm-
framleiðslu. Kísiljárn er notað
í stálframleiðslu til þess að
eyða súrefni úr stálbráðinni og
gera stálið nothæft. Framleiðsla
kísiljárns er mjög orkufrek. Til
að framleiða eitt tonn þarf 9—
10 þúsund kílówattstundir
(kWh). Forsenda kísiljárns-
framleiðslu er því hagstætt raf-
orkuverð á sama hátt og í ál-
framleiðslu. Efni sem eru svo
orkufrek í framleiðslu sem kís-
iljárn og ál eru ekki mörg og
því kom kísiljárn einkum til
álita í því skyni að nýta ís-
lenzkar orkulindir til gjaldeyr-
isöflunar fyrir þjóðarbúið. Þar
af leiðir að framleiðsla kísil-
járns og útflutningur þess er
fyrst og fremst möguleg aðferð
til að flytja út orku. Sú spurn-
ing er ekki óeðlileg; hvers
vegna kísiljárnframleiðsla varð
fyrir valinu en ekki frekari
bvgging áliðjuvera. Forstöðu-
menn Járnblendifélagsins svör-
uðu því til, að stefna stjórn-
valda hefði verið sú að æski-
legt væri að orkufrekur út-
flutningsiðnaður væri af fleiri
en einni tegund vegna hugsan-
legra markaðssveiflna og enn-
fremur að kísiljárnsframleiðsla
gerir ekki jafn strangar kröfur
til orkumiðlunar og álfram-
leiðsla þar sem kísiljárnsverk-
smiðja gæti jafnvel nýtt af-
gangsorku, sem fyrir hendi
væri á hverjum tíma í orku-
veitukerfinu. Samhliða raforku-
sala til beggja framleiðslugrein-
anna væri því talin hagkvæm.
HVE MIKIL ER
FJÁRFESTINGIN?
Samkvæmt lögum sem sam-
þykkt voru um Járnblendi-
verksmiðju á Alþingi 3. maí
1977 er áætlað að stofnkostn-
aður verksmiðjunnar á Grund-
artanga verði um 521 milljón
norskar krónur. Samkvæmt
sömu lögum verður eignarað-
ild íslendinga að verksmiðj-
unni 55%. Kernur því í hlut
fslendinga að bera ábyrgð á
286.55 milljónum Nkr. af stofn-
kostnaði. Á gengi í mars 1978
jafngildir þetta röskum 13.6
milljörðum ísl. króna af heild-
arfjárfestingunni sem er rúm-
lega 24.7 milljarðar króna.
Reiknað er með að við verk-
smiðjuna starfi um 150 manns
eftir að hún hefur komizt í
gagnið. Fjárfesting íslendinga
er því sem nemur tæplega 91
milljón króna á hvern starf
sem skapast.
Ef til vill má gefa gleggri
mynd af stærð fjárfestingar-
innar með því að beita öðrum
viðmiðunartölum á þessum síð-
ustu og verstu tímum óðaverð-
bólgu.
Þessi fjárfesting er sú lang-
stærsta sem íslendingar hafa
ráðizt í á iðnaðarsviðinu þar
sem þeir taka áhættu sjálfir.
Hún er kannski á borð við 25—
30 ný og vel búin loðnuskip,
eða 10—12 stórar fiskimjöls-
verksmiðjur, eða nálægt þvi að
vera verðgildi 500 góðra bú-
jarða með allri áhöfn.
FYRSTA FRUMVARP TIL
LAGA UM JÁRNBLENDI-
VERKSMIÐJU 74/75
Með frumvarpinu var ráð-
gert að afla ríkisstjórn Olafs
Jóhannessonar nauðsynlegrar
lagaheimildar til þess að koma
á fót járnblendivinnslu sem
nýtti raforku frá Sigölduvirkj-
un og öðrum orkuverum
Landsvirkjunar. Stefnt var að
því að iðjuverið yrði fullbyggt
FV 4 1978
33