Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 47

Frjáls verslun - 01.04.1978, Blaðsíða 47
ir hendi, væri ef til vill alveg jafnaðlaðandi að stunda iðnað og vera í hverri annarri at- vinnugrein. Ef við værum hluti af Danaveldi, væri örugglega enn litið á okkur sem vanþróað svæði og nytum við þá fyrir- greiðslu eins og iðnaðurinn á Norður-Jótlandi gerir til dæmis. F.V.: — Hvenær byrjaðir þú að hafa afskipti af starfsemi á þessu sviði, Björn? Björn; — Ég byrjaði að hafa afskipti af fataframleiðslu þeg- ar ég kom heim frá námi í Ameríku árið 1951, þar sem ég lagði sérstaklega fyrir mig að kynnast fjöldaframleiðslu á fatnaði. Fyrst starfaði ég hjá Gefjun í Reykjavík og síðan var ég í tíu ár hjá Föt hf. Síðan 1964 hef ég svo verið fram- kvæmdastjóri og einn af eig- endum í þessu fyrirtæki, Sport- ver hf. Við byrjuðum á fata- framleiðslu og árið 1965 hófum við verzlunarrekstur og rekum nú fjórar verzlanir í Reykjavík. Framleiðslan hefur breytzt nokkuð að því leyti til, að við framleiðum jafnmikið af karl- mannafötum og við gerðum áð- ur, en við höfum bætt við nýrri línu, eftir að við fórum að framleiða fatnaðarvörur frá Lee Cooper eftir einkaleyfi. Það er óhætt að segja, að um þessar mundir er það helmingur af framleiðslu fyrirtækisins. Þarna er um geysilegan vaxtar- brodd að ræða. Á þessu ári áætlum við að sauma 50 þúsund buxur og er- um þegar búnir að selja rúm- lega helminginn af því. F.V.: — Hvcrnig er sam- bandi við Lee Cooper háttað? Björn: — Það er þannig, að við kaupum öll efni fyrir milli- göngu þeirra, og eru það um 100 þús. metrar á ári núna. Annað sem þarf til saumaskap- arins fáum við frá þeim einnig með undantekningum þó. Þann- ig er t.d. með renniiásana, sem við kaupum innanlands, en þeir eru prófaðir hjá Lee Cooper áður, svo að gengið sé úr skugga um að þeir uppfylli þær kröfur, sem settar eru til gæða framleiðslunnar. Við fáum öll efni og snið frá Lee Cooper ásamt alls konar markaðskönnunum. Einnig fá- um við tæknilega aðstoð frá þeim. Það kemur til okkar maður frá Lee Cooper alltaf einu sinni á ári og er hjá okk- ur í viku til þess að kanna, hvernig við vinnum hlutina, og ráðleggja okkur. Við getum líka leitað eftir upplýsingum hjá hvaða verksmiðju sem er innan þessa samstarfs, hvort sem það er varðandi efni eða tízku. F.V.: — Hvað er þctta um- fangsmikil starfsemi á alþjóða- vísu? Björn: — Lee Cooper er mjög stórt fyrirtæki, sem upp- haflega er brezkt. Það á verk- smiðjur í Bretlandi, Danmörku, Frakklandi og Túnis, sem flytja út til nágrannalanda. Auk þess framleiða innlendar verksmiðj- ur með framleiðsluleyfi í Aust- urríki, Finnlandi, Japan, Nýja Sjálandi, Spáni og Júgóslavíu auk íslands. Samstarf okkar við Lee Cooper hefur verið mjög gott, sem fyrst og fremst stafar af því, að þeim líkar vel fram- leiðsla okkar, en það getum við þakkað því, að við höfum gott starfsfólk., sem vandar til sinna verka. Það hefur komið Lee Cooper mjög á óvart, hversu ört salan hefur vaxið á þessum vörum hér á landi. Forstjóri Norður- landadeildar Lee Cooper sendi okkur skeyti, þegar við höfðum framleitt undir þeirra nafni í eitt ár. Þar segir hann m.a.: „Venjulega líður ár og dagur áður en börn geta gengið, talað og gert annað skynsamlegt, en það er sjáanlegt, að munur er á börnum. Margvíslegt hagræði fylgir því að framleiða vörur með framleiðsluleyfi. Fyrirtækið er- lendis sér um að leggja til snið, útvegar efni, sem uppfyllir ströngustu gæðakröfur, auk þess sem það lítur eftir að framleiðslan uppfylli öll þau skilyrði sem það setur sinni eigin framleiðslu. Augljóst er, hvaða þýðingu það hefur fyrir okkur og viðskiptavini okkar að fá þessa tryggingu fyrir vörugæðum. Það gefur auga leið, að ef við framleiddum ekki þessar vörur myndi hinn erlendi framleið- andi selja þær á þessum mark- aði. Gjaldeyrissparnaður af þessari framleiðslu er því veru- legur. Áætla má, að framleiðsla á Lee Cooper-vörum hér á landi spari um 60% í erlendum gjaldeyri miðað við að kaupa sömu vörur fullgerðar til lands- ins. Lee Cooper er fyrirtæki frek- ar ungt að árum og segja má að það hafi eflzt mjög á árunum upp úr 1970. Það er fyrsta fatafyrirtækið sem gerði flíkur með vinnufatasniði að vinsæl- um tízkufatnaði. F.V.: — Hvað teljið þið ykk- ur ráða miklu af þessum mark- aði hérlendis? Bjöm: — Eftir þumalfingurs- reglunni teljum við það vera um 20% og við höfum um 55 dreifingarstaði fyrir þessar vör- ur. F.V.: — Byggið þið algjör- lega á innlendum sniðum og gæðakröfum í hinni hefð- bundnu karlmannafatafram- leiðslu? Björn: — Síðan 1968 höfum við átt mjög ánægjulegt sam- starf við dönsk fyrirtæki. Þar ber fyrst að nefna G. Fabel Hansen í Randers. Við fengum frá þeim snið og tækniaðstoð og keyptum með þeim efni, því að fyrir litinn markað er ekki hægt að kaupa áberandi efni í stórum stíl. Þess vegna höfum við fengið fjölbreytni í efnis- vali með þessu samstarfi auk þess sem innkaupin verða hag- kvæmari. Þess má svo einnig geta, að eitt árið, 1975, fluttum við út 1600 sett af fötum til þeirra. Þetta var eins konar útflutn- ingstilraun, en eins og við þekkjum öll er gengið þannig skráð, að það er mjög ótryggt að stunda svona útflutning. Af þessu fengum við þó geysidýrmæta reynslu. Ég hefði líka gaman af að geta þess í sambandi við Lee Cooper-samn- inginn, að hann felur m.a. í FV 4 1978 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.