Frjáls verslun - 01.04.1978, Page 55
iðnaði eru búin í eigin landi.
F.V.: — Nú hafið þið haldið
því fram, að í EFTA-löndunum
sé beitt ýmsum ívilnandi að-
gcrðum fyrir iðnaðinn, þótt svo
eigi ekki að vera samkvæmt
stofnsamningi samtakanna, og
komi þetta illa við ykkur. Hvað
hafið þið sérstaklega í huga? Er
hægt að nefna viss dæmi um
þetta?
Björn: — Já, já. Nú starfar
innan EFTA sérstök nefnd til
að rannsaka stuðningsaðgerðir
stjórnvalda við iðnaðinn og
þegar sú rannsókn liggur fyrir,
sjáum við þetta betur.
En svo ég taki bara dæmi af
fataiðnaðinum í Svíþjóð, þá
borgar sænska ríkið 750 krón-
ur í stuðning fyrir hvern unn-
inn klukkutíma. Það sjá allir,
sem vilja sjá, að þar sem at-
vinnuleysi er í þessum löndum,
er verið að flytja atvinnuleysið
úr landi með svona stuðnings-
aðgerðum.
Húsgagnaiðnaðurinn er
styrktur í Noregi, og hann er
styrktur í Svíþjóð. Netagerðar-
fyrirtæki í Noregi fá háa opin-
bera styrki. Þetta skapar að-
stöðumun fyrir okkur, en ég
tek skýrt fram, að við höfum
aldrei farið fram á slíkan stuðn-
ing. En það er ómögulegt fyrir
okkur að keppa við iðnaðinn í
EFTA-löndunum ef slíkum að-
gerðum er beitt. Og það á eftir
að koma í ljós, hvort þær verða
ekki dæmdar fullkomlega ólög-
legar.
F.V.: — Hvað finnst þér um
árangur af iðnkynningu og öðr-
um áróðri, sem íslenzkir iðnrek-
endur hafa haldið uppi að und-
anförnu, og hefur orðið nokkuð
áberandi í þjóðlífinu?
Bjöm: — Ég vil nefna þetta
eins konar landhelgismál, að
berjast fyrir því að við fram-
leiðum meira, íslendingar, og
neytum meira af eigin vörum.
Það er áberandi að menn eru
farnir að viðurkenna þá stað-
reynd að við verðum að auka
framleiðsluna. En hana verðum
við líka að geta selt og við get-
um ekki selt nema að hún sé á
sambærilegu verði miðað við
gæði og innflutta varan.
Við heyrum stundum, að við
iðnrekendur séum með barlóm.
Það má ef til vill túlka það alla
vega. Við erum náttúrulega að
reyna að halda fram staðreynd-
um. Við erum í verulegri sókn
í leit að staðreyndum og þá vil
ég ennfremur nefna EFTA-mál-
ið. Okkur er ljóst að ástandið
er eins og við höfum haldið
fram en við bíðum eftir opin-
berum skýrslum frá EFTA til
að staðfesta fullyrðingar okkar.
Mín trú er sú, að íi ljós komi,
að við förum algjörlega með
rétt mál, þegar við segjum, að
ekki sé hægt að búa við það
að hafa ekki sambærilega að-
stöðu við erlenda keppinauta
og aðra innlenda atvinnuvegi.
Til þess að iðnaðurinn njóti
réttlætis þarf hann að búa við
sömu skilyrði og allir þessir að-
ilar aðrir og með því móti einu
er hægt að færa sönnur á, hvað
sé hagkvæmast fyrir þjóðina.
íslenzkur iðnaður þarf öðrum
atvinnuvegum fremur að taka
á móti því fólki, sem kemur inn
á vinnumarkaðinn á komandi
árum. En til þess að pláss verði
fyrir þetta fólk á vinnumark-
aðinum, þurfa atvinnutækifær-
in að vera til. Og það verður
því aðeins að íslenzkur iðnaður
blómgist.
FV 4 1978
ob