Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1978, Side 71

Frjáls verslun - 01.04.1978, Side 71
Hvernig á að ná árangri sem stjórnandi? IMokkur heilræði handa forstöðumönnum fyrirtækja eftir IVIichael Korda Rithöfundurinn Michael Korda, en hann skrifaði m. a. metsöluhókina „Success", sem lengi hef- ur verið meðal mest seldu bóka um stjórnun í Bandaríkjunum, lætur hér í ljós álit sitt á því hvað frami sé og með hvaða aðferðum honum verði náð. Hann telur m. a. að einbeitni og starfs- orka séu grundvallaratriði. Þess vegna sé natuðsynlegt að efla bessi tvö atriði og öðlast þannig það sem hann kallar einu nafni persónustyrk. Til þess að auka persónusityrk sinn þarf að beita nokkr- um skipulögðum en einföldum aðgerðum. • Skipulegðu hvern dag eft- ir þeim verkefnum, sem þú tel- ur að þurfi að framkvæma og legðu síðan metnað þinn í að þau séu unnin. Líttu á hvern dag sem sjálfstæðan vettvang til þess að ná árangri í starfi, en ekki sem einhvers konar framhald af störfum dagsins í gær. Forðastu eins og heitan eldinn að láta verkefni dragast fram yfir fyrirfram sett tíma- mörk, og byrjaðu ávallt á verk- efnum á þeim tíma, sem þú hafðir ákveðið. Svo notað sé íslenzkt máltæki: Dragðu ekki til morguns það sem þú getur gert í dag. • Settu hverjum degi ákveð- ið aðalmarkmið og beindu síð- an starfsorku þinni að því að ná því markmiði áður en starfs- deginum lýkur. • Skiptu starfsdeginum nið- ur í smærri tímaeiningar, sem hver um sig felur í sér verk- efni. Settu þér það takmark að láta enga slíka tímadeild líða án þess að þú hafir unnið ein- hvern lið verkefnisins og byrj- aðu ekki á öðru verkefni fyrr en því fyrra er að einhverju leyti lokið. • Stýrðu sjálfum þér á þann hátt að verðlauna afköst. Langi þig í kaffi snemma morguns þá láttu það ekki eftir þér fyrr en þú hefur lokið ákveðnu verki. Taktu þér ekki hvíld nema hafa áður lokið einliverju verkefni til fulls. • Ef þér er alvara, ættirðu ekki að láta undir höfuð leggj- ast að skipuieggja mataræðið. Líkamleg hreysti er forsenda þeirrar vellíðan, sem ræður starfsorkunni. Sértu einn af þeim, sem notar matartímann í þágu viðskiptanna, ert boð- inn eða býður öðrum í mat, reyndu þá að velja mat þinn skynsamlega, taktu létta fæðu fram yfir íburðarmiklar steik- Þesu ber að gæta að liafa pappírflóðið í lágmarki á skrifsitofunni, jafnvel í skjalaskápnum. FV 4 1978 71

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.