Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1978, Page 82

Frjáls verslun - 01.04.1978, Page 82
331.037 lítra af Thule öli, sem var 55,4% af framleiðslunni og var það nokkurn veginn það magn sem áætlað hafði verið að framleiða. Af gosi voru framleiddir 266.226 lítrar. — Aðal salan í gosi hjá okkur er á appelsíni, sagði Gunnar, en aðrar tegundir sem við fram- leiðum eru Mix, Læm, Jolly cola, engifer öl og Vallash. Af maltöli framleiðum við 11.500 lítra á ári, sem verður að telj- ast lítið. Þá er alltaf framleitt nokkuð af ávaxtasafa, sem ein- faldlega er kallaður Safi og hef- ur salan á honum verið að aukast að undanförnu. Fyrir jólin höfum við verið með sér- stakt öl, jólaöl, sem hefur orð- ið geysivinsælt. Við byrjum að seljá’það svona viku fyrir jól og fólk kemur þá gjarnan með brúsa sjálft, en við höfum af- greitt þetta í 10 lítra mjólkur- kössum. Fyrir síðustu jól seld- um við 29.168 lítra af þessu öli. Það er að vísu ekki allt drukkið hér á Akureyri. Klúbbar út um land hafa keypt nokkuð mikið af þessu og selt aftur til fjár- öflunar. Fyrir páska erum við svo með svipaða framleiðslu, en í miklu minni mæli. Þá er þetta kallað páskaöl. TILBÚNIR f STERKA BJÓRINN Hér á árum áður var Sana með framleiðslu á sterku export öli, en sú framleiðsla féll niður aftur. — Við höfum verið að kanna möguleikana á að byrja aftur, sagði Gunnar, — en það hefur ekki lukkast. Hins vegar þurfum við ekki nein önnur tæki til framleiðslunnar en þau sem við notum til að framleiða Thule. Ef leyft yrði að selja bjór á íslandi værum við til- búnir að framleiða sterkan bjór. Persónulega held ég að tími sé til kominn að leyfa framleiðslu á sterku öli, þvi þetta er orðið framleitt í öðru hvoru húsi og allan útbúnað til þess er hægt að fá í næstu búð. Eins og hjá fleiri fyrirtækj- um úti á landi, er flutnings- kostnaður mikið vandamál hjá Sana. — Thule kostar t.d. það sama í Reykjavík og hér, sagði Gunnar. — Akureyringar eru því að borga flutningskostnað- inn að hluta fyrir Reykvíkinga. Hins vegar eru okkar gosdrykk- ir ódýrari hér en gosdrykkir að sunnan. Ofan á gos og öl sem flutt er hingað má bæta flutn- ingskostnaði. Verðlagsyfirvöld settu þetta sem skilyrði þegar verðhækkun var leyfð síðast. Flutningskostnaðurinn er nú um 10% á hvern kassa, en flutningana sjáum við alveg um sjálfir á okkar eigin bíl. Annar vandi sem fylgir því að vera með svona verksmiðju á Akur- eyri, er að markaðurinn er lít- ill. Aðal markaðssvæðið er á suð-vestur horninu, en þá þarf að flytja framleiðsluna þangað. LÍTIL ENDURNÝJUN VÉLA í 10 ÁR — Vélakostur verksmiðjunn- ar hefur því miður lítið verið endurnýjaður síðustu 10 árin, sagði Gunnar. — Hins vegar erum við að gera átak í því að lagfæra og endurnýja vélarnar. Til þess skortir okkur þó bæði fé og tíma. Það er erfitt að missa daga úr framleiðslu. —Það er eins með þetta fyr- irtæki og önnur, sagði Gunnar. — Það er hægt að láta það ganga með nokkru aðhaldi og með því að standa við það sem lofað er að afgreiða og ekki síst með því að hafa framleiðsluna fyrsta flokks. Við höfum verið svolitið í vandræðum með Thule ölið, en það hefur viljað setjast grugg í botninn á flösk- unum. En það er bara það sem gerist með allt öl. Jafnvel Carlsberg ábyrgist ekki nema 4 mánaða geymslutíma áður en botnfall fer að koma í flösk- urnar. Því veikara sem ölið er, því meiri er áhættan. Að lokum sagðist Gunnar vilja taka það fram, að Sana hefði úrvals starfskrafta í sinni þjónustu, en hjá verksmiðj- unni starfa 15 manns. Sandblástur og málmhuðun: Ljósa- staurar sorpílát og frysti- rammar meðal fram- leiðslu vara Til skamms tíma var fyrir- tækið Sandblástur og málmhúð- un s.f. á Akureyri eina fyrir- tækið á landinu sem tók að sér að galvanisera málmhluti. Til að heyra nánar af þessu fyrir- tæki heimsótti Frjáls verslun framkvæmdastjórann Jóhann Guðmundsson. — Við notum tvær aðferðir við að húða hluti, sagði Jóhann. — í fyrsta lagi erum við með kaldhúðun, en það er einfald- lega sprautun með kaldri zink- upplausn. í öðru lagi heithúð- um við, en það er miklu flókn- ari aðferð. Þá er byrjað á því að affita hlutinn sem húða á i 100 gráða heitum sápulegi. Síð- an er hann settur í saltsýru til enn frekari hreinsunar og þar á eftir er honum dýft í húðun- arkerið, en í því er 460 gráða heitur zinklögur. Ef bera á saman þessar tvær aðferðir, þá er enginn vafi á því að heit- húðunin er miklu endingar- betri og langsamlega það besta sem völ er á. VINNA MIKIÐ FYRIR SLIPPSTÖÐINA — Við húðum allt sem nöfn- um tjáir að nefna, sagði Jó- hann. — Við erum með járn- smiðju sjálfir, þar sem við framleiðum ljósastaura, grinda- 82 FV 4 1978

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.