Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1978, Page 87

Frjáls verslun - 01.04.1978, Page 87
BETRI TÆKJABÚNAÐUR — Flug til Akureyrar má teljast nokkuð öruggt, fullyrti Sveinn. — Ég hef talið þá daga sem flugvélar voru ekki hreyfð- ar hér frá 1973—1977. Að með- altali féll enginn heill flugdag- ur úr tímabilið júní til sept. þessi ár. í maí og okt. voru að meðaltali tveir dagar sem ekk- ert flug var og tímabilið nóv.— feb. 4 dagar. Öryggið byggist m.a. á því að alltaf er verið að bæta við tækjum til snjómokst- urs og til að bæta brautarskil- yrði. Sl. haust tókum við notkun síló, sem hitar sandinn sem við dreifum á brautina. Þá fengum við í vetur stórvirkan sóp, sem getur hreinsað til síð- asta snjókorns. Siglingatækin sjálf hafa hins vegar lítið breyst. Ef hægt er að koma fyr- ir radíóvitum til að gera mögu- lega lendingu úr suðri, yrði flug hingað enn öruggara. Eins og er er bara hægt að lenda úr norðri. Þá gæti lenging braut- arinnar orðið til gagns fyrir okkur. Núna er hún 1565 metr- ar og þarf að vera alveg hrein og hálkulaus til þess að þotur geti lent á henni. Ef við fengj- um lengingu upp í 1800—2000 metra gætu þotur athafnað sig hér við verri skilyrði. 10—15% AFFÖLL í SÆTA- BÓKUNUM Þó skilyrði til allra athafna hafi batnað, koma alltaf fyrir tímabil sem flug gengur illa vegna veðurskilyrða. Þannig var það eftir sl. páska, þegar allt að 800 manns biðu eftir flugi á Akureyri. — Þegar svona hnútar eru að losna, og feyndar alltaf, sagði Sveinn, — þá eru mestu vandræðin vegna auða sætisins eins og við köll- um það. Það eru pantanir sem fólk skilar sér ekki í. Að jafn- aði eru 10—15% afföll. Við höfum ekki viljað yfirbóka i vélarnar, því það getur boðið upp á enn meiri vandræði. Þess í stað hefur verið farið út i að skrá fólk á biðlista og því jafn- vel sagt að koma upp á von og óvon. Þegar miklir fjöldaflutn- ingar eiga sér stað, eins og eftir síðustu páska, þá er þetta á- berandi. Launaijreiðentiur Valdið starfsmönnum yðar ekki óþœgindum. Gerið skil á orlofsfé fyrir 10. hvers mánaðar. M^aunþegar Berið saman reikningsyfirlit og launaseðla. Tilkynnið strax um skekkjur. Gœtið þess að gefa upp rétt nafnnúmer. Póitgíróitofan / Orlofsdeild FV 4 1978 87

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.