Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1978, Side 89

Frjáls verslun - 01.04.1978, Side 89
Trésmiðja Björns Olafssonar: Heldur upp á 30 ára afmæli sitt um þessar mundir Eitt af myndarlegri iðnaðarhúsum í nýja iðnaðarhverfinu í Hafn- arfirði er nýlegt verksmiðjuhús Trésmiðju Björns Ólafssonar. Húsið er sérkennilega skreytt að utan og ber þess merki að þar er snyrtimennska í hávegum höfð. Þegar inn er komið fer ekkert á milli mála að hér er til húsa vel rekið fyrirtæki, enda er þar líf í tuskunum, — framleitt af fullum krafti. Fyrirtækið er 30 ára um þessar mundir og í tilefni þess ræddi F.V. við stofnandann Björn Ólafsson trésmíðameistara og framkvæmdastjóra fyrirtæk- isins. arfirði hefur Hamarinn hf. nú hafist handa við byggingu fyrsta fjölbýlishússins í Grinda- vík, en það byggir fyrirtækið á eigin vegum og selur. í fyrsta áfanga verða 9 íbúðir en alls verða 27 íbúðir í þeirri blokk. 4 MENN í STAÐ 8 — OG AFKÖSTIN SAMT MEIBI Metriform-mótin eru byggð upp af stálstoðum og sérstökum römmum úr vinkilstáli. í rammana er raðað vatnsheldum krossviðarplötum þannig að þær koma kant í kant og mynda þannig samfellt steypumót. Krossviðurinn er olíuborinn áð- ur en stillt er upp og liggur því laus við steypuna. Vegna mat- kerfisins er vinnan við móta- uppsetningu mjög létt og fljót- leg. Stórt atriði í hagkvæmni þessara móta er að þau eru rif- in án þess að stoðum sé haggað og kemur því aldrei hnykkur á. Þetta er gert þannig áð bitárn- ir sem halda uppi römmunum í loftauppslætti 'eru þannig festir á stoðirnar að hægt er að hleypa þeim niður um nokkrar tommur og lenda þeir þá á sér- stökum stalli á stoðinni, en stoðin gengur alveg upp að steypunni slétt við mótaklæðn- inguna. Á þennan hátt er hægt að rífa alla klæðninguna án þess að stoðunum sé haggað, en þessi tækni gerir það kleyft að nýta mótin mun örar auk þess sem engin hætta er á sigi þótt mót sér fjarlægð mun fyrr en tíðkast hefur. Með Metriform-mótunum fara 3 iðnarmenn ásamt krana- manni létt með að byggja 200 fermetra blokkarhæð á 3 vik- um og jafnvel skemur sé hart keyrt. Með gömlu aðferðunum væru, að sögn kunnugra, um 8 menn við verkið og væru auk þess talsvert lengur með hverja hæð. Er þá miðað við hefðbund- inn mótauppslátt úr timbri, sem merkilegt nokk mun enn tíðkast við byggingu íbúðar- blokka. Pétur Jökull var að lokum spurður um hvað Metriform- mótin kostuðu og sagði hann þau kosta nú í maí 78 á milli 3 og 4 þúsund krónur hver fer- metri. F.V. — Nú hafa orðið miklar breytingar í atvinnulífinu á ekki lengri tíma en 30 árum. Hverjar eru þér efst í huga nú? Björn: — Aðstæður eru ólík- ar nú miðað við það sem var ríkjandi þegar ég byrjaði niðri á Nönnustíg 8 með einn mann með mér. Til gamans má nefna það, að það verkstæði var á stærð við kaffistofuna sem við höfum hér nú. Þremur árum síðar var ég kominn með 4 menn í vinnu. FÉKK LEYFI TIL AÐ REKA VERKSTÆÐI EN EKKI TIL AÐ KAUPA EFNI Þann tíma sem við vorum á Nönnustígnum var haftastefnan í algleymingi. Fjárhagsráð skammtaði mönnum leyfi tjl rekstrar og fjárfestinga. Ég fékk t.d. leyfi til að reka verk- stæði en ekki til að kaupa efni. Mér er það minnisstætt að í fyrstu innréttinguna sem við smíðuðum þurfti 5 plötur af krossvið. Á þessum tíma var viðurinn, eins og svo margt Trésmiðja Björns Ólafssonar í Hafnarfirði. FV 4 1978 80

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.