Frjáls verslun - 01.05.1978, Blaðsíða 12
STIKLAÐ A STORU...
• Frjálsi lífeyrissjóðurinn
Fjármálaráðuneytið hefur nýlega
staðfest reglugerð fyrir nýjan líf-
eyrissjóð - FRJÁLSA LÍFEYRIS-
SJÓÐINN.
Félagar í sjóðnum geta orðið allir
einstaklingar, sem leggja stund á
atvinnurekstur, eða eru ekki lög-
skyldaðir til að vera í öðrum líf-
eyrissjóðum.
Stjórn sjóðsins er stjórn Fjárfest-
ingarfélags Islands h.f., eins og hún
er kjörin á aðalfundi félagsins á
hverjum tíma.
Frjálsi lífeyrissjóðurinn er sér-
eignarsjóður. Nettótekjur sjóðsins
skiptast milli sjóðfélaga í hlutfalli
við eign hvers um sig og færast ár-
lega á sérreikning þeirra.
Sjóðfélagi, sem orðinn er 60 ára
að aldri, fær inneign sína greidda á
eigi skemmri tíma en 10 árum.
Sama rétt hefur sjóðfélagi, sem
verður að hætta störfum vegna
heilsubilunar, áður en hann nær 60
ára aldri. Deyi sjóðfélagi, fellur inn-
eign hans í sjóðnum til erfingja
hans með jöfnum greiðslum á
minnst 10 árum.
Sjóðurinn hyggst ávaxta eignir
sínar með verðtryggðum skulda-
bréfakaupum og með fasteigna-
veðstryggðum skuldabréfum á
viðurkenndu markaðsverði slíkra
bréfa, á þeim tíma, sem kaupin fara
fram.
• Framleiðni sf. stofnuð
Hinn 25. maí var haldinn í
Reykjavík framhaldsstofnfundur
fyrirtækisins Framleiðni sf. Var
hann haldinn í tengslum við aðal-
fund Félags Sambandsfiskfram-
leiðenda.
Stofnfundur þessa félags var
haldinn á Höfn í Hornafirði hinn 4.
nóvember s. I., og voru stofnendur
úr hópi frystihúsanna innan Félags
Sambandsfiskframleiðenda, auk
Sambandsins. Megintilgangur þess
er að sinna rekstrarráðgjöf og
eftirliti með framleiðni fyrir Sam-
bandsfrystihúsin. Hefur það þegar
hafið störf, og hefur komið í Ijós, að
verkefni á þessum vettvangi eru
ærin og orðið tímabært að sinna
þeim með skipulegum hætti.
Á fundinum í Reykjavík var
gengið frá stofnsamþykktum
félagsins og kosin stjórn þess. f
henni eiga sæti þeir Tryggvi Finns-
son, Húsavík, Hermann Hansson,
Höfn í Hornafirði, og Aðalsteinn
Gottskálksson, Dalvík, sem aðal-
menn, og þeirSigurður Markússon,
Reykjavík, og Helgi Jónatansson,
Patreksfirði, sem varamenn. Fram-
kvæmdastjóri fyrirtækisins er Árni
Benediktsson, og hefur það opnað
skrifstofu að Suðurlandsbraut 32 í
Reykjavík.
• Tíðni ferða Eimskips
Árið 1977 komu skip E. I. og
leiguskip félagsins 1079 sinnum á
51 íslenzka höfn utan Reykjavíkur.
Árið 1976 voru hafnirnar 50 og
skipakomur 1089.
Erlendu hafnirnar, sem sóttar
voru heim af skipum í þjónustu E. (.,
urðu 102 í 22 löndum árið 1977 og
þangað komu skipin 1006 sinnum.
Árið 1976 voru hafnirnar 85,
löndin 18 og skipakomur E. I þar
alls 907.
Erlendu viðkomunum hefur því
fjölgað um 99 á árinu 1977.
Árið sem leið reyndist heildar-
þyngd fluttrar vöru með skipum E. I
553 þúsund tonn. Er það 30 þúsund
tonnum meira en árið 1976.
Hér er þyngdin ein talin en vöru-
rými ekki, þó að það gefi oft engu
síður vísbendingu um magn
flutninga en þyngd þeirra ein
saman.
• Aukning í hrossaútflutningi
Búvörudeild Sambandsins flytur
eins og kunnugt er árlega út tals-
verðan fjölda af hestum á fæti, og
eru þeir sendir með flugvélum til
kaupenda víðs vegar í nágranna-
löndunum. Þessi útflutningur hefur
verið með meira móti undanfarið,
en frá áramótum til aprílloka voru
samtals fluttir úr landi 195 hestar,
að heildarverðmæti 67 millj. kr. Á
sama tímabili í fyrra voru hins vegar
seldir 139 hestar að verðmæti 30
millj. kr., svo að aukningin er veru-
leg, jafnt að því er snertir fjölda
hestanna og verðið sem fyrir þá
fæst. Eftirspurn kaupenda er því
ótvírætt mun meiri í ár en oft áður,
og gætir þessa ekki hvað sízt í
Þýzkalandi, en einnig á Norður-
löndum. Þá hefur á vegum búvöru-
deildar verið unnið talsvert að því
að byggja upp markað fyrir íslenzka
hesta í Ameríku, og eru góðar
horfur á því að þar geti tekizt að afla
traustra viðskiptasambanda á
þessu sviði.
• Aukinn halli á þjóðleikhúsi
Leikárið 1969— 70 voru sýningar
þjóðleikhússins 208 og fjöldi
áhorfenda 75.958. Leikárið á eftir,
1970—71, varsýningafjöldi 229, og
áhorfendur 87.833. Leikárið
1974— 5 voru sýningar hins vegar
397 og áhorfendur 119.363.
1975— 6 voru 394 sýningar og
134.090 áhorfendur og 1976—77
319 sýningar og 121.678 áhorf-
endur. Hinn 1. apríl 1978 var tala
áhorfenda á yfirstandandi leikári
orðin 83.723 og fjöldi sýninga 253.
Sýningar lágu þó niðri um þriggja
vikna skeið vegna verkfalla.
12