Frjáls verslun - 01.05.1978, Qupperneq 21
Þaö sem af er þessum áratug hafa
tekjur af varnarliðinu farið hækk-
andi, einkanlega eftir þá samninga
sem gerðir voru í október 1974.
Þannig voru néttótekjur af varnar-
liösviðskiptum 1975 um 5,4
milljarðar kr., um 6,7 milljarðar á
árinu 1976 og um 8,9 á síðastliðnu
ári, allt miðað við gengi ársins
1977.
• Flestir starfsmenn í sept 1953.
Þessar tölur út af fyrir sig segja
ekki mikla sögu, en ef við lítum á
þann mannfjölda sem starfaði hjá
varnarliðinu á þessum árum þá
kemur í Ijós, að fyrstu tvö árin voru
nokkur hundruð manns starfandi
hjá liðinu, en hins vegar í septem-
ber 1953 fór tala þeirra sem
störfuðu hjá því yfir 3000. Hér er
átt við varnarliðiö sjálft, verktaka
þess og þjónustufyrirtæki starf-
andi á vellinum. Starfsmenn
varnarliðsins hafa aldrei verið fleiri
en í þessum mánuði 1953. Að
meðaltali árið 1953 voru um 2500
manns starfandi á flugvellinum hjá
þessum aðilum, en frá 1956 að
meðaltali um 1000 manns allt fram
á þennan áratug. Frá árinu 1974
hefur einnig á þessu sviði orðið
töluverð aukning og fyrstu mánuði
þessa árs voru starfandi um
16—1700 manns hjá varnarliðinu
og verktökum þess. Heildarstarfs-
mannafjöldi á flugvellinum er þó
meiri eða rúmlega 2000 þegar með
eru taldir starfsmenn íslenzka
ríkisins, Flugleiða hf. og annara
aðila starfandi í flugstöðinni.
Ef herinn færi
Viö hugsanlega brottför varnar-
liðsins félli á Islendinga sjálfa
ýmiss og mikill kostnaður við
rekstur millilandaflugvallarins.
Talið er að þaö myndi kosta um 13
milljónir dollara árlega eða um
2,5—3 milljaröa króna að reka
flugvöllinn eingöngu fyrir far-
þegaflug. Flugvöllinn sjálfan hafa
íslendingar fengiö upp í
hendurnar án þess að greiöa neitt
fyrir, en bygging sambærilegs
flugvallar mundi vafalaust kosta
5—600 milljónir dollara nú, eða
yfir 100 milljarða króna.
þjónusta
í þjóðleió
Gistlng ^
Pantanír og upplýsingar
Sumarheimilinu Bifröst
93*7102 (simstööin Borgamesí)
21