Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.1978, Side 45

Frjáls verslun - 01.05.1978, Side 45
Laxveiðimenn óðnm að hefia veiði Lax- og silungsveiði vaxandi sumar- leyfissport landsmanna Að renna fyrir lax og silung er vinsælt sport á Islandi, og hefur sífellt farið í vöxt að fólk noti sum- arleyfi sitt til að stunda veiðiskap, enda hin besta heilsubót. Að tjalda við á eða fallegt stöðuvatn, vera úti í náttúrunni, að ekki sé talað um, þegar hinn stóri bítur á, er hin mesta skemmtun. Lax- og silungsveiðitíminn er þegar hafinn, en mest er veitt sumarmánuðina þrjá, júní, júlí og ágúst. Laxveiði er heimil þrjá mánuði á ári og í reynd er laxveiðin stunduð sumarmánuðina þrjá. Sil- ungsveiði í stöðuvötnum má stunda frá 1. febrúar til 27. sept- ember og sjósilungsveiði frá 1. apríl til 20. september. Frjáls verzlun fékk ýmsar upp- lýsingar varðandi lax- og silungs- veiði hjá Einari Hannessyni, full- trúa Veiðimálastofnunarinnar. Elliðaá laxauðugasta á landsins I þriðjungi allra áa á landinu er lax, en þær eru um 200. Sjógeng- inn silungur er hins vegar í öllum ám. Heimilt er að stunda stangar- veiði fyrir lax og göngusilung 12 klukkustundir á dag, á tímabilinu frá kl. 7 árdegis til kl. 22.00 að kvöldi. Laxveiði hefur stóraukist síð- ustu tvo til þrjá áratugina. Árið 1957 veiddust 24.571 lax, 1967 veiddust 40.503 laxar og á síðasta ári, 1977, veiddust 64.575 laxar, en það ár var fjórða besta laxveiðiárið hér á landi. Langmesta laxveiðin var árió 1975, en þá veiddust 74.004 laxar. Veiðimaður í Laxá í Aðaldal. Hún var besta veiðiáin í fyrra. 45

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.